Stóri-Hamar 1, Eyjafjarðarsveit – kynning skipulagslýsingar vegna breytingar á aðalskipulagi vegna efnistöku

Fréttir

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 13. júní sl. að vísa skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030, vegna efnistökusvæðis í landi Stóra-Hamars 1 (L152778), í kynningarferli skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsverkefnið snýr að því að skilgreina efnistökusvæði í landi Stóra-Hamars 1 sem í gildandi aðalskipulagi er skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Svæðið sem um ræðir er staðsett vestan Eyjafjarðarbrautar eystri. Þá eru sett ákvæði varðandi stærð svæðisins og magn efnis sem heimilt er að taka úr því.

Skipulagslýsing vegna verkefnisins liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins frá 4. til 18. júlí 2023, á heimasíðu sveitarfélagsins, www.esveit.is og á vefnum www.skipulagsgatt.is undir máli nr. 304/2023. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn frestur til þriðjudagsins 18. júlí 2023 til að gera athugasemdir við skipulagslýsinguna. Hægt er að koma athugasemdum á framfæri undir málinu á vef skipulagsgáttar. Einnig er hægt að senda inn skriflegar athugasemdir og skulu þær berast á skrifstofu Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á sbe@sbe.is.

Skipulagslýsing - Stóri-Hamar 1

Skipulagsfulltrúi