Umsókn í Menningarsjóð Eyjafjarðarsveitar

Fréttir

Velferðar- og menningarnefnd auglýsir eftir umsóknum í Menningarsjóð Eyjafjarðarsveitar. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 21.apríl næstkomandi og fer fyrri úthlutun ársins fram í byrjun maí.

 

Tilgangur sjóðsins er:

Að styrkja menningarverkefni í Eyjafjarðarsveit.

Að leggja til framlag til kaupa á listaverkum fyrir Eyjafjarðarsveit.

Að styrkja listamenn, félög og fræðimenn og aðra þá sem stjórn sjóðseins ákveður hverju sinni.

Að fjármagna þau sérverkefni sem sjóðsstjórn kann að ákveða hverju sinni.

 

Skilyrði til að hljóta greiðslu úr sjóðnum er að viðkomandi hafi lögheimili í Eyjafjarðarsveit.

 

Nánar má finna reglur menningarsjóðsins hér https://www.esveit.is/static/files/Menningarsjodur.pdf

 

Umsóknareyðublað sjóðsins má finna hér

https://www.esveit.is/is/stjornsysla/skjol-og-utgefid-efni/eydublod/umsokn-um-styrk-til-menningarmala