Freyvangsleikhúsið býður þér í leikhús

Freyvangsleikhúsið býður sveitungum í Eyjafjarðarsveit að koma og sjá sýninguna NÝVIRKI - níu ný stuttverk n.k. föstudag 14. október kl. 20:00 í Freyvangi. Þeir sem vilja þiggja þetta boð eru vinsamlega beðnir að panta miða fyrirfram á freyvangur.net eða í síma 857 5598.
Það er óþarfi að örvænta þó þú komist ekki á þessa sérstöku boðssýningu því stefnt er að því að sýna á föstudögum og laugardögum í október. Miðaverði er stillt í hóf, eða kr. 1.500,- og alltaf gott tilboð í gangi á barnum.
Vonumst til að sjá ykkur sem flest, Freyvangsleikhúsið