Gjafabréf í Eyjafjarðarsveit fást nú í íþróttamiðstöð

Fréttir

Gjafabréf í Eyjafjarðarsveit fást nú einnig í afgreiðslu Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar. 

Gjafabréf í Eyjafjarðarsveit veitir handhafa möguleika á að velja úr fjölbreyttu úrvali af vörum og þjónustu frá frábærum aðilum í Eyjafjarðarsveit. Gjafabréfið gildir þar til það hefur verið notað og mun því ekki renna út.

Afþreying og dekur, gisting, handverk og gjafavörur eða matur og drykkur. Það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Gjafabréfin gilda hjá þeim þjónustuaðilum sem listaðir eru upp neðst á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar

Opnunartími Íþróttamiðstöðvarinnar fram að jólum er:
18.12. kl. 06:30-20:00
19.12. kl. 10:00-20:00
20.12. kl. 10:00-20:00
21.12. kl. 06:30-22:00
22.12. kl. 06:30-22:00
23.12. kl. 06:30-14:00
24.12. kl. 09:00-11:00

Einnig er hægt að kaupa gjafabréf á skrifstofu sveitarfélagsins sem er opin kl. 10-14 virka daga.