Handverkshátíðin auglýsir eftir framkvæmdarstjóra

Handverkshátíð
Handverkshátíð

Handverkshátíðin leitar eftir áhugasömum aðila til að gegna stöðu framkvæmdarstjóra. Leitað er eftir aðila sem hefur mikinn áhuga á málefnum Handverkshátíðarinnar og hefur áhuga á að taka verkefnið að sér til lengri tíma.

Áhugasamur aðili þarf að vera gæddur eftirfarandi kostum:
- Hafa brennandi áhuga á málefnum handverkshátíðarinnar
- Vera mjög skipulagður og lausnamiðaður
- Hafa framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Geta unnið undir hverslags álagi og brugðist við vandamálum sem upp koma
- Hafa áhuga á að ráða sig til að annast hátíðina til lengri tíma (amsk tveggja ára)
- Hafa þekkingu á markaðsmálum og skipulagningu viðburða.

Helstu verkefni framkvæmdarstjóra:
- Starfa og funda með stjórn Handverkshátíðar
- Halda utan um skipulag og undirbúning með aðilum Handverkshátíðar
- Samskipti við sýnendur og gesti Handverkshátíðar
- Tekjuöflun, meðal annars með auglýsingasölu og styrkumsóknum
- Auka tekjumöguleika sýningarinnar
- Samskipti við alla viðeigandi aðila meðal annars búnaðarleigur
- Sjá um uppgjör hátíðar
- Vera þáttakandi í stefnumótun sýningarinnar til framtíðar
- Markaðsmál og koma fram fyrir hönd hátíðar í miðlum landsmanna

Framkvæmdarstjóri er ábyrgur fyrir:
- allri framkvæmd hátíðarinnar og skipulagningu hennar 
- fjármálum hátíðarinnar
- að halda upplýsingaflæði góðu til stjórnar
- að markaðssetja og efla sýnileika hátíðarinnar 
- að öll leyfi séu til staðar og að þeim sé framfylgt


Áhugasamir hafi samband við Finn Yngva Kristinsson með tölvupósti á handverk@esveit.is eða í síma 463-0600 milli klukkan 10-14 virka daga.

Nánari upplýsingar um Handverkshátíðina á Hrafnagili má finna á https://www.esveit.is/handverkshatid/