Hrafnagilshverfi, Eyjafjarðarsveit – auglýsing aðal- og deiliskipulagstillögu

Fréttir Aðalskipulagsauglýsingar Deiliskipulagsauglýsingar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 7. apríl 2022 að auglýsa aðal- og deiliskipulagstillögu fyrir Hrafnagilshverfi skv. 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsverkefnið hófst sumarið 2020 og er markmið þess að marka heildstæða stefnu fyrir uppbyggingu og þróun Hrafnagilshverfis til lengri tíma litið. Í aðalskipulagstillögunni felst að í landi Grísarár eru skilgreind ný íbúðarsvæði meðfram Eyjafjarðarbraut og í brekkunni ofan núverandi byggðar auk þess sem athafnasvæði er skilgreint á lóð Gömlu Garðyrkjustöðvarinnar á Grísará. Auk þess er skilgreint íbúðarsvæði á óbyggðu svæði milli Laugarborgar og Reykár. Í deiliskipulagstillögunni eru skilgreindar íbúðarlóðir fyrir 88 til 93 nýjar íbúðir sem skiptast í 41 einbýlishús, 27 til 32 íbúðir í raðhúsum og 20 íbúðir í fjölbýlishúsum, þar af 12 íbúðir fyrir aldraða í viðbyggingu við fyrrum heimavist Hrafnagilsskóla. Í deiliskipulagstillögunni er einnig mörkuð stefna um yfirbragð byggðar, stíga- og götukerfi og útivistarsvæði. Gert er ráð fyrir nýrri íbúðargötu sunnan Skólatraðar auk þess sem ráðgert er að breyting verði á tengingu Ártraðar, Bakkatraðar og Meltraðar við götukerfi hverfisins.
Skipulagstillögurnar eru aðgengilegar á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, milli 12. apríl og 23. maí 2022 sem og á heimasíðu sveitarfélagsins, esveit.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillögurnar til mánudagsins 23. maí 2022. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is.

Greinargerð
Uppdráttur 1
Uppdráttur 2
Breyting á aðalskipulagi

Skipulags- og byggingarfulltrúi.