Íþróttavika Evrópu 23.9.-30.9.

Fréttir

Eyjafjarðarsveit tekur þátt í Íþróttaviku Evrópu dagana 23.-30. september og stendur fyrir ýmsum viðburðum af því tilefni. Meðfylgjandi er dagskrá íþróttaviku Evrópu í Eyjafjarðarsveit. Undir hverjum lið má finna hlekk á Facebook-viðburð þar sem er um að gera að merkja við viðburði sem vekja áhuga. 

Frítt í sund, rækt og alla viðburði á dagskrá (þarf að hringja í 464 8140 og panta í rækt)

23.9. Föstudagur – Íþróttamót í íþróttasalnum fyrir unglingastig
Kl. 20:00-22:00 í íþróttasalnum
Eyþór Daði, umsjónarmaður Hyldýpis, verður með íþróttamót fyrir unglingastig í íþróttasalnum

24.9. Laugardagur – Opnir tímar í borðtennis og badminton
Kl. 10:00-12:00 borðtennis í íþróttasalnum
Umsjón með tímanum hefur Sigurður Eiríksson
Opinn tími fyrir alla í borðtennis. Hægt að mæta og taka einn leik eða fá leiðsögn ef þú hefur ekki prófað áður.

Kl. 12:00-13:30 badminton í íþróttasalnum
Opinn tími fyrir alla í badminton. Hægt að mæta og taka einn leik eða fá leiðsögn ef þú hefur ekki prófað áður. Tilvalið fyrir fjölskyldur að koma og prófa.

25.9. Sunnudagur – Vatnsleikfimi og opinn tími í körfubolta
Kl. 10:30-11:30 vatnsleikfimi í sundlauginni
Kennari er Helga Sigfúsdóttir
Styrkjandi og liðkandi æfingar undir stjórn Helgu. Öflugur og skemmtilegur tími. Grípið tækifærið og prófið nýja hreyfingu.

Kl. 12:30-14:00 körfubolti í íþróttasalnum
Umsjón með tímanum hefur Karl Jónsson, formaður UMF Samherja
Opinn tími fyrir alla í körfubolta. Hægt að mæta og leika sér, taka einn leik eða fá leiðsögn ef þú hefur ekki prófað áður. Tilvalið fyrir fjölskyldur að koma og leika sér í körfubolta.

26.9. Mánudagur – Aqua Zumba
Kl. 17:30-18:30 í sundlauginni
Kennari er Þórunn Kristín Sigurðardóttir Esquivel
Þórunn er þekkt fyrir mikið stuð og væntanlega verður tekið vel á. Þetta er tími sem allir geta tekið þátt í. Ef þú hefur aldrei prófað aqua Zumba þá er um að gera að mæta núna og prófa.

27.9. Þriðjudagur – Yoga tími
Kl. 17:30-18:45 Yoga í Hjartanu í skólanum
Kennari er Ingileif Ástvaldsdóttir yogakennari
Yoga tími með mjúku og styrkjandi yoga sem hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum. Tímanum lýkur með leiddri slökun.
Dýnur, púðar og teppi á staðnum. Einnig velkomið að koma með eigin dýnu, kodda eða teppi.

28.9. Miðvikudagur – Zumba tími
Kl. 17:30-18:30 í Hjartanu í skólanum
Kennari er Alla Rún Rúnarsdóttir
Zumba er frábær hreyfing með skemmtilegri tónlist. Þessi tími er fyrir alla og ef þú hefur ekki prófað Zumba áður, þá er um að gera að mæta og prófa.

29.9. Fimmtudagur – Yoga Nidra tími
Kl. 17:30-18:30 Yoga Nidra í Hjartanu í skólanum
Kennari er Ingileif Ástvaldsdóttir yogakennari
Yoga Nidra er leidd djúpslökun sem getur losað um streitu, bætt svefn og skapað jafnvægi.
Dýnur, púðar og teppi á staðnum. Einnig velkomið að koma með eigin dýnu, kodda eða teppi.

30.9. Föstudagur
Kl. 17:30 Ganga frá Öngulsstaðaseli
Lagt verður af stað frá bílastæðinu og hugmyndin er að ganga uppá Haus og þaðan niður Þverárgil og að bílastæði. Endanleg leið og hraði fer eftir samsetningu og áhuga hópsins.