Lokadagur og lummuveisla í Laufási

Laufás
Laufás

Lummuangan finnst um allan Grýtubakkahrepp laugardaginn 31. ágúst þegar Gamli bærinn Laufás og Kaffi Laufás  bjóða gestum sínum að ganga í bæinn í síðasta sinn fyrir vetrarlokun.  Markaðsstemning verður í Laufási af þessu tilefni  þar sem nýuppeknar kartöflur, rófur, berjasultur og brauð ásamt handverki og fleiru forvitnilegu leika aðalhlutverkið. Kaffi Laufás býður uppá kaffibolla með öllu meðlæti, ísinn verður á spottprís auk þess sem veglegur afsláttur verður af völdum vörum og handverki í safnbúð. Komdu í heimsókn í stílhreinan burstabæ þar sem þú andar að þér sögu íbúanna í hverju horni. Það er tveir fyrir einn í aðgangseyri þennan dag.
 
Opnunartími í Laufási til og með 31. ágúst er 9:00-17:00.
 
Vert að vekja áhugasama á því að nú fer hver að verða síðastur að koma í heimsókn í Skáldahúsin á Akureyri þetta sumarið.
Síðasti opnunardagur Nonnahúss, Sigurhæða og Davíðshúss er föstudagurinn 30. ágúst  kl. 13:00-17:00.

Laufáss-sulta