Sumarstörf hjá Eyjafjarðarsveit. Erum við að leita að þér?

Fréttir

Ert þú hress og skemmtileg/ur, hefur áhuga á ferðaþjónustu og elskar að vera úti?
Setur þú öryggið á oddinn og hefur góða þjónustulund?
Hefur þú áhuga á umhverfinu og langar að vinna úti í sumar?

Endilega kíktu á störfin sem eru í boði og vertu í sambandi ef þú sérð eitthvað spennandi

  • Sumarstarf í sundlaug Eyjafjarðarsveitar
  • Sumarstarf á tjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar
  • Sumarstarf í vinnuskóla Eyjafjarðarsveitar

Sumarstarf í sundlaug Eyjafjarðarsveitar

Óskum eftir að ráða karl til starfa í 100% starf í vaktavinnu í sundlauginni í sumar.

Helstu verkefni eru m.a.:
• Sundlaugargæsla
• Þjónusta við gesti sundlaugar og tjaldsvæðis
• Þrif á húsnæði og útisvæði
• Afgreiðsla

Hæfniskröfur:
• Viðkomandi verður að vera orðinn 18 ára
• Geta staðist hæfnispróf sundstaða skv reglum um öryggi á sundstöðum
• Hafa góða athyglisgáfu
• Eiga auðvelt með að taka ákvarðanir og geta brugðist skjótt við ef slys ber að höndum
• Sjálfstæð vinnubrögð
• Hafa gott vald á íslensku og ensku
• Þjónustulund
• Stundvísi
• Jákvæðni

Næsti yfirmaður er forstöðumaður íþróttamiðstöðvar.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 9. mars 2022.
Umsóknum þarf að fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur.
Tekið er á móti umsóknum á netfangið erna@esveit.is.

Nánari upplýsingar um starfið og fyrirkomulag vakta gefur Erna Lind í síma 895-9611.


Sumarstarf á tjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar

Um er að ræða tvær 100% stöður í vaktavinnu á tjaldsvæði ásamt öðrum störfum.

Helstu verkefni eru m.a.:
• Umsjón og umhirða tjaldsvæðis og þjónusta við gesti
• Þrif á aðstöðu tjaldsvæðis
• Sláttur
• Vöktun á gámasvæði
• Önnur verkefni

Hæfniskröfur:
• Umsækjendur verða að vera orðnir 20 ára
• Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð
• Þjónustulund
• Hafa gott vald á íslensku og ensku
• Stundvísi
• Jákvæðni

Næstu yfirmenn eru forstöðumaður eignasjóðs og forstöðumaður íþróttamiðstöðvar.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 9. mars 2022.
Umsóknum þarf að fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur.
Tekið er á móti umsóknum á netfangið erna@esveit.is

Nánari upplýsingar um starfið og fyrirkomulag vakta gefa Elmar í síma 891-7981 og Erna Lind í síma 895-9611.


Sumarstarf í vinnuskóla Eyjafjarðarsveitar

Um er að ræða stöður verkstjóra og flokkstjóra vinnuskóla í sumar.
Starfstími vinnuskólans er frá byrjun júní fram í ágúst.

Helstu verkefni eru m.a.:
• Stjórna starfi nemenda vinnuskólans
• Leiðbeina nemendum og fræða þá um rétt vinnubrögð og verkþætti í starfinu
• Vinna markvisst að því að efla liðsheild og góða líðan nemenda í vinnuskólanum
• Halda utan um mætingar og ástundun nemenda

Hæfniskröfur:
• Bílpróf er skilyrði
• Hafa gott vald á íslensku
• Áhersla er lögð á vinnusemi, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
• Vera góð fyrirmynd
• Skipulag, stundvísi og jákvæðni
• Reynsla af starfi með unglingum er kostur

Næsti yfirmaður er forstöðumaður eignasjóðs.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 9. mars 2022.
Umsóknum þarf að fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur.
Tekið er á móti umsóknum á netfangið esveit@esveit.is

Nánari upplýsingar um starfið gefur Elmar í síma 891-7981.