Sundlaug Eyjafjarðarsveitar - Opnun 18. maí - tilmæli yfirvalda

Fréttir

Opnun 18. maí - tilmæli yfirvalda

Eftir 8 vikna Covid-19 lokun á sundlauginni, hafa yfirvöld gefið leyfi til að opna aftur.
Opnunartíminn er:
Mánudaga – fimmtudaga kl. 6:30-22:00
Föstudaga kl. 6:30-20:00
Laugardaga og sunnudaga kl. 10:00-20:00 

Samkvæmt yfirvöldum má opna fyrir alla þjónustu svo lengi sem hugað er að hreinlæti og sóttvörnum og gestir eru meðvitaðir um þær takmarkanir og leiðbeiningar sem gilda. Við munum opna sundlaug, pott, eimbað og kalda karið. Vaðlaugin verður lokuð, þar sem unnið er að viðgerðum sem verður vonandi lokið innan tveggja vikna.

Í fyrstu er aðeins heimilt að vera með helming þess gestafjölda sem við höfum leyfi fyrir. Miðað við almennan fjölda í okkar laug, er ekki líklegt að það þurfi að takmarka fjölda í sund. En á miklum álagstímum gæti þurft að takmarka fjöldann og þá eru gestir beðnir um að dvelja ekki lengur en 2 klst í senn.

Á sundstöðum er 2 metra reglan um nándarmörk valkvæð. Höfðað verður til skynsemi gesta sem eru samt sem áður beðnir um að virða regluna eins og hægt er, sérstaklega í búningsklefum og pottum. Við erum öll almannavarnir!

Við munum taka hárblásarana, en hægt verður að fá þá lánaða í afgreiðslu og skila aftur þangað. Þannig náum við að tryggja að þeir séu sótthreinsaðir eftir hverja notkun.

Hlökkum til að sjá ykkur í sundi, starfsfólk Íþróttamiðstöðvar.