Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024 - kynningarfundir

Svæðisskipulagsauglýsingar

Tillaga að svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 er nú til kynningar. Svæðisskipulagið tekur til sveitarfélaganna sjö við Eyjafjörð þ. e. Fjallabyggðar, Dalvíkurbyggðar, Hörgársveitar, Akureyrarbæjar, Eyjafjarðarsveitar, Svalbarðsstrandarhrepps og Grýtubakkahrepps.

Kynningarfundir verða miðvikudaginn 9. janúar, kl. 20 á Hótel KEA og í Tjarnarborg á Ólafsfirði fimmtudaginn 10. janúar kl. 20.

Tillögu að svæðisskipulagi má lesa með því að smella hér, umhverfisskýrslu vegna tillögunnar má lesa hér og forsenduhefti sem lagt var til grundvallar við gerð svæðisskipulagsins má lesa hér.

Að lokinni kynningu skal nefndin fjalla um og leggja endanlega svæðisskipulagstillögu fyrir viðkomandi sveitarstjórnir til samþykktar.

Því næst fær Skipulagsstofnun tillöguna til athugunar. Hafi stofnunin ekki gert athugasemdir við hana innan fjögurra vikna frá því að hún barst henni skal auglýsa hana. Þá gefst öllum þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta tækifæri til að gera skriflegar athugasemdir við tillöguna innan sex vikna frests.