Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 – kynning á breytingartillögu á vinnslustigi

Fréttir Aðalskipulagsauglýsingar

Opið hús verður haldið á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, Hrafnagilshverfi milli kl. 12:00 og 15:00 mánudaginn 9. mars nk. vegna kynningar á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030.
Fyrirhuguð skipulagsbreyting nær til eftirfarandi þátta:
• Breyting á skilmálum efnistöku í Eyjafjarðará.
• Breyting á mörkum íbúðarsvæðis ÍB25 í landi Jódísarstaða.
• Breytt landnotkun vegna ferðaþjónustu í landi Leifsstaða 2.
• Breytt landnotkun vegna ferðaþjónustu í landi Hólsgerðis og Úlfár.
• Skógræktarsvæði í aðalskipulagi.
• Vegtenging Hrafnagilshverfis eftir hliðrun Eyjafjarðarbrautar vestri.
Opið hús fer fram í samræmi við gr. 4.6.1. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og mun skipulagsfulltrúi vera viðstaddur og veita upplýsingar um fyrirhugaða breytingu og taka við ábendingum.

Breyting á aðalskipulagi 2018-2030

Skipulags- og byggingarfulltrúi