Þverárnáma deiliskipulag

Deiliskipulagsauglýsingar

Með vísan til ákvæða 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, 18. nóvember 2013, er hér með auglýst tillaga að deiliskipulagi efnisnámu sunnan Þverár ytri í Eyjafjarðarsveit ásamt tilheyrandi umhverfisskýrslu.

Efnisnáman er merkt ES16 á gildandi aðalskipulagi og hefur farið í umhverfismat. Skipulagsgreinargerð má sjá með því að smella hér og skipulagsuppdrátt með því að smella hér. Tillagan mun jafnframt liggja frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar til 22. apríl 2014.

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til og með 22. apríl 2014.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.

Sveitarstjóri