Fréttayfirlit

Álagning fjallskila 2025

Þeir sem halda allt sauðfé og öll hross heima eru beðnir að tilkynna það til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í seinasta lagi föstudaginn 8. ágúst með tölvupósti á póstfangið esveit@esveit.is eða í síma 463-0600. Berist ekki tilkynning er gert ráð fyrir að sauðfé/hrossum hafi verið sleppt á afrétt. Lagt verður á eftir forðagæsluskýrslum þeirra sem sleppa á afrétt.
18.07.2025
Fréttir

Auglýsingablað – næst miðvikudaginn 6. ágúst

Næsta auglýsingablað eftir sumarlokun verður miðvikudaginn 6. ágúst. Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 10:00 þann dag á esveit@esveit.is Nánari upplýsingar um auglýsingar og viðburðadagatalið er að finna á heimasíðunni esveit.is > Auglýsingablað.
15.07.2025
Fréttir

Götuhjólamót föstudaginn 25.júlí

Hjólreiðafélag Akureyrar mun halda götuhjólamót í tímatöku föstudaginn 25. júlí nk. Ráðgert er að ræsing verði við Botnsreit kl. 18 og þaðan verður hjólað fram að Saurbæ. Þar verður snúið við og hjólað til baka. Áætlað er að keppnin taki 3-4 tíma. Hjólreiðafélagið mun sjá um brautargæslu, nauðsynlegar merkingar og hafa látið lögreglu og slökkvilið vita af viðburðinum.
14.07.2025
Fréttir

Sumarlokun hjá Eyjafjarðarsveit og Skipulags- og byggingarfulltrúa

Skrifstofur Eyjafjarðarsveitar og Skipulags- og byggingarfulltrúa verða lokaðar frá 21. júlí til og með 1. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks. Opnað verður aftur þriðjudaginn 5. ágúst, eftir verslunarmannahelgi. Njótið sumarsins!
11.07.2025
Fréttir

Opið fyrir umsóknir í Startup Landið – hraðall fyrir nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni

Nú er opið fyrir umsóknir í Startup Landið, sjö vikna viðskiptahraðal sem ætlaður er frumkvöðlum og nýsköpunarverkefnum á landsbyggðunum. Hraðallinn hefst 18. september og lýkur með lokaviðburði 30. október þar sem þátttakendur kynna verkefni sín.
01.07.2025
Fréttir