Endurskoðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar – auglýsing skipulagslýsingar

Fréttir

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á 652. fundi sínum þann 27. mars sl. að vísa skipulagslýsingu fyrir endurskoðun Aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2025-2037 í kynningu samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagstillagan er aðgengileg á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, hér á heimasíðu sveitarfélagsins, www.esveit.is og á vef Skipulagsgáttar undir málsnúmerinu 759/2025 milli 2. og 16. júní 2025. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri til 16. júní 2025.

Hægt er að koma athugasemdum á framfæri undir málunum á vef Skipulagsgáttar með innskráningu rafrænna skilríkja. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is.

Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar
Arnar Ólafsson