Eyfirski safnadagurinn vel sóttur
Það voru margir sem gerðu sér glaðan dag, síðastliðinn laugardag, þegar EYFIRSKI safnadagurinn var haldinn í sjöunda sinn. Söfnin fengu hátt í 3000 heimsóknir. Það er því greinilegt að íbúar í Eyjafirði og ferðafólk kann vel að meta það að geta farið á milli forvitnilegra og fróðlegra safna í Eyjafirði. Sögulegt fólk var þema dagsins. Margir nýttu sér því þann fróðleik sem í boði var .
08.05.2013