Kerling - einkennisfjall Eyjafjarðarsveitar
Niðurstaða könnunar, um einkennisfjall Eyjafjarðarsveitar, er Kerling sem hlaut 37 atkvæði af 45 sem bárust skrifstofunni. Önnur fjöll sem nefnd voru til sögunnar voru Staðarbyggðarfjall sem fékk 3 atkvæði, Súlur með 2 atkvæði og 1 atkvæði hvert fengu Sigtúnafjall, Torfufell og Gnúpufell. Mörg skemmtileg svör fylgdu atkvæðum og má sjá nokkur þeirra hér fyrir neðan.
16.04.2013