Skoðanakönnun um sorphirðumál í Eyjafjarðarsveit
Skoðanakönnunin sem er aftan á Auglýsingablaði 564. tbl. 22.10.2010, er hægt að nálgast hér.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
Skoðanakönnunin sem er aftan á Auglýsingablaði 564. tbl. 22.10.2010, er hægt að nálgast hér.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
Félagar hjá Svifvængjasetri Norðurlands www.paragliding.is fengu afnot af flugvellinum á Melgerðismelum
fyrir skömmu, til að draga sig upp á svifvængjum. Sendu félagarnir þetta myndband til að sýna frá þessum atburði.
http://www.vimeo.com/15765917
Messa í Grundarkirkju sunnudaginn 17. október kl. 11
Kór Lauglandsprestakalls flytur söngva úr nýjasta Söngvasveignum undir stjórn Daníels Þorsteinssonar
Ræðuefni: Ókeypis - Guð
Prestur: Sr. Guðmundur Guðmundsson
Upplýsingar um kirkjustarfið á vefslóðinni: www.kirkjan.is/laugalandsprestakall
Á síðastliðnum sveitarstjórnarfundi var samþykkt tillaga sýningarstjórnar Handverkssýningarinnar 2010, að
úthluta ágóða sýningarinnar eða um þrem milljónum króna á milli þeirra félaga sem að sýningunni unnu og þeirri
fjárhæð skipt á milli þeirra eftir vinnuframlagi. Þau félög sem um ræðir eru: Hestamannafélagið Funi, Kvenfélögin
Aldan-Voröld, Hjálpin og Iðunn, UMF. Samherjar, Hjálparsveitin Dalbjörg og Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi.
Einnig var samþykkt að Handverkssýningin 2011 verði með svipuðu sniði og 2010 og að sýningarstjórn Handverkssýningarinnar verði
óbreytt.
Föstudaginn 1.október, húsið opnar kl. 21:00. Aðgangur ókeypis.
Fordrykkur í boði á meðan birgðir endast. Tískusýning frá Gallabuxnabúðinni með nýjustu kvensniðunum í gallabuxum
frá Bessie. Skór frá Mössubúð. Orkulundur kynnir Yoga, hómópata ofl. Spámiðill Jóna Friðriks les frítt í
Tarotspil. Hár og Heilsa með nýjasta í hári og förðun. Danssýning frá Príma MA. Forever Living kynning, sjálfstæður
söluaðili Sigrún L. Sigurðard.
Happadrætti og óvæntur glaðningur.
Sjá nánari auglýsingu hér.
Gallabuxnabúðin, Hafnarstræti 106,
göngugötunni Akureyri, Sími: 463 3100
Kór kirkjunnar undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur organista leiðir söng.
Notalega kvöldkyrrð í kirkjunni.
Ræðuefni: Tíu boðorð á 21. öld.
Prestur: Sr. Guðmundur Guðmundsson
Mánudaga frá kl. 9:00-12:45 og 13:00-16:00.
Þriðjudaga frá kl. 9:00-12:45.
Miðvikudaga frá kl.
9:00-12:45.
Fimmtudaga frá kl. 9:00-12:45.
Föstudaga frá kl. 9:00-12:45.
Á safninu er fjöldi bóka, tímarita og upplýsingaefnis, bæði til útláns eða lestrar á staðnum.
Bókasafnið er staðsett í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er gengið inn að austan. Ekið er niður með
skólanum að norðan. Einnig er hægt að ganga um sundlaugarinngang og þaðan niður á neðri hæð.
Sími bókasafnsins er 464-8102
Stóðréttardansleikur verður haldinn í Funaborg þann 2. október n.k. kl. 23:00.
Húsið opnar kl: 22:00.
Hljómsveitin Cantabil leikur fyrir dansi fram á nótt.
Miðaverð aðeins kr. 1500.-
Nú er um að gera rífa sig upp úr sófanum og skella sér á alvöru sveitaball.
Hestamannafélagið Funi
Sunnudagaskólinn í Eyjafjarðarsveit hefst á ný 12. september

Sunnudagskólinn hefur göngu sína þetta haustið sunnudaginn 12. september kl. 11. Samverurnar verða eins og verið hefur í Hjartanu í
Hrafnagilsskóla. Öll börn eru velkomin, alveg sama á hvaða aldri þau eru og einnig þykir okkur einstaklega gaman að fá foreldra með á
samverurnar. Samverur verða svo fram að jólum á eftirtöldum dagsetningum: 26. sept, 10. okt, 24. okt, 7. nóv, 21. nóv og 5. des. Hlökkum til að
sjá sem flesta.
Með kveðju frá Brynhildi, Hrund og Katrínu.
Nánari upplýsingar:
http://kirkjan.is/laugalandsprestakall/2010/09/sunnudagaskolinn-i-eyjafjar%c3%b0arsveit-hefst-a%c3%b0-ny-12-september/#more-61