Fréttayfirlit

Fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög við Eyjafjörð

Ný fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög við Eyjafjörð hefur verið staðfest af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, dags. 10. febrúar 2011.
Fjallskilasamþykktina má lesa hér.

18.02.2011

Spennandi sumarstörf í stórbrotnu umhverfi

Vatnajökulsþjóðgarður óskar eftir að ráða fólk í fjölbreytt sumarstörf.

Um er að ræða landvörslu, móttöku og upplýsingagjöf, afgreiðslustörf í veitingasölu, ræstingar og almenn verkamannastörf. Vinnutímabil eru flest á tímabilinufrá byrjun júní til loka ágúst. Nokkur störf eru þó til lengri (maí –september) eða skemmri (júlí – ágúst) tíma. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Starfsgreinasambands Íslands. Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um. Ítarlegri upplýsingar um störfin, hæfniskröfur og aðbúnað starfsmanna má finna á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs; www.vjp.is og hjá þjóðgarðsvörðum á viðkomandi svæðum. Umsóknum skal skilað á sérstökum umsóknareyðublöðum sem nálgast má á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs. Umsóknarfrestur er til og með 4. mars n.k. og skulu umsóknir sendar á netfangið: umsokn@vjp.is eða í pósti merktum: Vatnajökulsþjóðgarður, Klapparstíg 25-27, 101 Reykjavík.

18.02.2011

ÚTBOÐ

Eyjafjarðarsveit óskar eftir tilboðum í að framkvæma breytingar og innréttingar á 2. hæð heimavistarhúss Hrafnagilsskóla í Eyjafirði. Innrétta á skrifstofur fyrir Eyjafjarðarsveit í húsnæðinu sem er 246 m².

10.02.2011

Minjasafnið á Akureyri

Getur þú hjálpað okkur?
Kannt þú álfasögur eða frásögn af huldufólki ?
Átt þú í  fórum þínum mun/muni er tengjast álfum eða huldufólki ?
Næsta sýning Minjasafnins á Akureyri 2011 tengist álfum og huldufólki og við óskum eftir ÞINNI  aðstoð til að gera hana enn forvitnilegri.
Getur þú hjálpað okkur?
Hafðu endilega samband í síma 462 4162 eða á netfangið haraldur@minjasafnid.is

MINJASAFNIÐ Á AKUREYRI – AÐALSTRÆTI 58 – AKUREYRI – WWW.MINJASAFNID.IS

Með góðri kveðju frá Minjasafninu,
Kristín Sóley og Sirrý

03.02.2011

Messa í Hólakirkju sunnudaginn 6. febrúar n.k.

Messa verður í Hólakirkju sunnudaginn 6. febrúar kl. 11.
Nútíminn og sannleikurinn.
Kór Laugalandsprestakalls syngur undir stjórn Daníels Þorsteinssonar.
Allir hjartanlega velkomnir.
Guðmundur Guðmundsson héraðsprestur í Eyjafjarðarprófastsdæmi

03.02.2011

Þorrablót Eyjafjarðarsveitar

Þorrablót Eyjafjarðarsveitar verður haldið 29. janúar í íþróttahúsi Eyjafjarðarsveitar. Húsið opnar kl. 19:45 og borðhald hefst kl. 20:30.
27.01.2011

Stærð frístundahúsa - breyting á aðalskipulagi

Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, 18. janúar 2011, er hér með auglýst breyting á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar þess efnis að lágmarksstærð frístundahúsa verði 35 m² í stað 50 m² áður.
27.01.2011

Stærð frístundahúsa - breyting á aðalskipulagi

Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, 18. janúar 2011, er hér með auglýst breyting á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar þess efnis að lágmarksstærð frístundahúsa verði 35 m² í stað 50 m² áður.
27.01.2011

Efnistökusvæði í Eyjafjarðarsveit - breyting á aðalskipulagi

Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar, 18. janúar 2011, er hér með auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025 vegna efnistökusvæða, skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og umhverfisskýrsla áætlunarinnar skv. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
21.01.2011

Efnistökusvæði í Eyjafjarðarsveit – breyting á aðalskipulagi

Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar, 18. janúar 2011, er hér með auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025 vegna efnistökusvæða, skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og umhverfisskýrsla áætlunarinnar skv. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
21.01.2011