Með því að kaupa Neyðarkallinn styrkir þú beint þá sveit sem keypt er af hverju sinni. Við í Hjálparsveitinni Dalbjörg ætlum að vera á ferðinni um Eyjafjarðarsveit þessa áðurnefnda daga og biðjum við alla íbúa um að taka vel á móti sölufólki okkar þegar þau banka uppá.
Neyðarkallinn í ár kostar 3.500 kr
Einnig bjóðum við upp á rafhlöður í reykskynjara eins og við höfum gert í mörg ár.
Sveitin tekur líka við frjálsum framlögum og hægt er að leggja inn á reikning sveitarinnar: 0302-26-012482, kt: 530585-0349.
Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn í gegnum árin og hlökkum til að sjá ykkur, Hjálparsveitin Dalbjörg.