Menningarsjóður Eyjafjarðarsveitar auglýsir eftir umsóknum haustið 2023

Fréttir

Menningarsjóður Eyjafjarðarsveitar auglýsir eftir umsóknum fyrir 15. október vegna úthlutunar úr sjóðnum 1. nóvember næstkomandi.

Tilgangur Menningarsjóðs Eyjafjarðarsveitar er:

  • Að styrkja menningarverkefni í Eyjafjarðarsveit
  • Að leggja til framlag til kaupa á listaverkum fyrir Eyjafjarðarsveit
  • Að styrkja listamenn, félög og fræðimenn og aðra þá sem stjórn sjóðsins ákveður hverju sinni
  • Að fjármagna þau sérverkefni sem sjóðsstjórn kann að ákveða hverju sinni.

Umsókn er rafræn hér.

Samþykktir sjóðsins má nálgast hér.