Auglýsingablaðið

1169. TBL 30. nóvember 2022

Auglýsingablað 1169. tbl. 14. árg. 30. nóvember 2022.


Frestur til að sækja um styrk er til og með 15. desember 2022

Íþrótta- og tómstundastyrkur barna 2022
Lýðheilsustyrkur eldri borgara
Styrkveitingar vegna keppnis- og æfingaferða

Nánari upplýsingar um styrkina er að finna á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar > Umsóknir > listi yfir umsóknir er hægra megin á síðunni.

 


1. des. Laugarborg - keltnesk áhrif í íslenskt mál og menningu - allir velkomnir

Í tilefni af fullveldisdeginum 1. des. mun Þorvaldur Friðriksson, fornleifafræðingur og fyrrverandi fréttamaður halda erindi um írsk orð og örnefni á Íslandi, þá nýju sýn á keltnesk áhrif í íslenskri menningu. Áhrifin virðast mikil í tungumálinu og sjást í örnefnum, þjóðháttum, siðum og þjóðtrú sem finna má m.a. í Eyjafirði.

Þjóðháttafélagið Handraðinn býður alla velkomna að hlýða á þetta erindi en félagið verður með veitingar til sölu á staðnum fyrir 2.500 kr. á mann - grjónagraut og slátur, smurt brauð, kaffi og smákökur. Húsið og hlaðborði opnar kl. 19:00 en fyrirlesturinn hefst kl. 20:00 og umræður að honum loknum.
Þjóðháttfélagið Handraðinn.

 


Aðventukvöld í Grundarkirkju sunnudagskvöldið 4. desember kl. 20:00

Verið velkomin á aðventukvöld Grundarkirkju sem haldið verður næsta sunnudagskvöld kl. 20:00.
Kirkjukórinn okkar verður stjarna kvöldsins og þau munu leggja sig fram við að koma okkur í hátíðarskap undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista. Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur verður þeim til halds og trausts og ræðumaðurinn ekki af verri endanum og mörgum kunnur hér í sveit, sr. Hjálmar Jónsson, sem bjó um tíma á Jódísarstöðum og ætlar að rifja upp gamlar sögur héðan úr sveitinni. Meðhjálpari er Hjörtur Haraldsson og prestur Jóhanna Gísladóttir. Fermingarbörnin lesa svo bænir í lok samverunnar sem þau hafa sjálf samið.
Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest!

 


Jólastemning á Smámunasafninu 4. desember

Opinn dagur í sveitinni. Það verður frítt inn á Smámunasafnið, ilmandi vöfflur og kakó, jólalögin munu óma, fallegt handverk í Smámunabúðinni sem er tilvalið í jólapakkann, dagatölin fyrir 2023 frá Blúndum og blómum, bókin Drífandi daladísir, saga kvenfélagsins Hjálparinnar í 100 ár, og margt fleira. Saurbæjarkirkja verður opin.
Komum og njótum aðventunnar á einstöku safni.
Verið hjartanlega velkomin.
Stúlkurnar á Smámunasafninu.

 

Frá Félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit
Þriðjudaginn 6. desember mun Gunnar Jónsson frá Villingadal koma til okkar í Félagsborg um kl. 14.00. Mun hann fræða okkur um ýmislegt gamalt og gott sem tengist Eyjafjarðarsveit.
Síðasta samvera okkar fyrir jól verður þriðjudaginn 13. desember.
Við mætum svo hress og endurnærð á nýju ári þriðjudaginn 10. janúar.
Stjórnin.

 


Stofnfundur nýrrar Grundarsóknar

Fimmtudaginn 8. des. kl. 20:30 í Félagsborg.
Kosning nýrrar stjórnar.
Hvetjum öll áhugasöm um kirkjurnar okkar og starfið í þeim til að mæta.
Sóknarnefndir.

 


Drífandi daladísir

Út er komin saga kvenfélagsins Hjálparinnar fyrstu 100 árin, frábær jólagjöf fyrir alla, sérstaklega afkomendur þessara kjarnakvenna.
Fæst hjá Auði í Öldu (audur@melgerdi.is) og Lillu í Gullbrekku (gullbrekka@simnet.is) á litlar 5.000 kr.

 

Aðalfundur Búnaðarfélags Saurbæjarhrepps
Aðalfundur Búnaðarfélgs Saurbæjarhrepps verður haldinn föstudaginn 9. desember
kl. 13:00 í Sólgarði í aðstöðu kvenfélagsins. Hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórnin.
Áhugafólk um sögu sveitarinnar hittist fyrsta laugardag hvers mánaðar í Félagsborg, kl. 10:00-12:00.
Laugardaginn 3. desember verður fundur þar sem Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir mun segja frá bókum sínum og tilurð þeirra. Einnig er á dagskrá umfjöllun um göngur og réttir í sveitinni fyrr á árum.
Allir eru velkomnir (Öll eru velkomin).

 


Kvenfélagið Iðunn 90 ára – vöfflukaffi í Laugarborg sunnudaginn 4. desember

Við fögnum 90 ára afmæli Kvenfélagsins Iðunnar í Laugarborg, með þátttöku í viðburði Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar: Opnar dyr í Eyjafjarðarsveit, á sunnudaginn kemur þann 4. desember kl. 13:00-17:00. Það verður kaffihúsastemning, vöfflur á 1.000 kr., ókeypis kaffi/te/djús/heitt súkkulaði, piparkökumálun fyrir alla sem vilja og vörur okkar til sýnis og sölu, auk síðustu eintakanna af dagbókinni Tíminn minn 2023.
Nýjar konur eru sérstaklega velkomnar og í boði verður stutt kynning á félaginu.
Hlökkum til að sjá ykkur í Laugarborg og höfum það notalegt saman.
Iðunnarkonur.

 


Tilkynning frá Lamb Inn

Fyrirhugaðri hangiskjötsveislu sem vera átti föstudaginn 2. des. er frestað til betri tíma á nýju ári. Starfsfólk Lamb Inn óskar sveitungunum gleðilegra jóla og þakkar fyrir árið sem er að líða. Við kynnum svo dagskrá seinni hluta vetrarins í upphafi nýs árs með fótboltakvöldum, hádegi fyrir þá sem heima sitja og kótilettukvöldum ásamt hangikjötsveislu á nýjum tíma svo eitthvað sé nefnt.

 


Vistvænar leiðisgreinar

Lionsklúbburinn Sif mun selja vistvænar leiðisgreinar í desember.
Greinin kostar 2.500 kr. og rennur allur ágóði til góðgerðamála.
Við tökum á móti pöntunum til og með 14. desember;
Edda í síma 894-1303 og Birna í síma 844-2933.

 


Aðalfundarboð Veiðifélags Eyjafjarðarár

Stjórn Veiðifélags Eyjafjarðarár starfar í samræmi við lög nr. 61/2006 um lax- og
silungsveiði og á grundvelli samþykkta félagsins. Í 9 gr. samþykkta félagsins er
kveðið á um hvaða mál skal taka fyrir á aðalfundi:
1. Skýrsla stjórnar fyrir reikningsárið 1/10 2021–30/9 2022.
2. Reikningar félagsins fyrir reikningsárið 1/10 2021–30/9 2022.
3. Rekstraáætlun fyrir næsta rekstrarár.
4. Kosning stjórnar og skoðunarmanna.
5. Pollurinn veiðistjórnun og ólögleg bátaveiði
6. Önnur mál.
Í samræmi við hlutverk okkar sem stjórnar Veiðifélags Eyjafjarðarár, samanber
ofanritað, þá boðum við til aðalfundar í Veiðifélagi Eyjafjarðarár á Funaborg
Melgerðismelum Eyjafjarðarsveit 6. desember 2022 klukkan 20:00.

 


Áheyrnarprufur
fyrir Fólkið í blokkinni eftir Ólaf Hauk Símonarson, í leikstjórn
Kolbrúnar Lilju Guðnadóttur, verða í Freyvangi föstudaginn 2. des. milli
kl. 17:00-21:00 og laugardaginn 3. des. milli kl. 18:00-22:00.
Áætlað er að æfingar hefjist 9. janúar og frumsýnt 24. febrúar.
Verkið er gamanleikrit með tónlist og söng og eru engin hlutverk fyrir börn.
Hlökkum til að sjá ykkur í Freyvangi.

 


Karíus og Baktus
verða í Freyvangi allar helgar fram að jólum.
Miðasala á tix.is og í síma 857-5598.

 


Snyrtistofan Sveitasæla Öngulsstöðum

Verið tímanlega að panta í dekur fyrir jólin. Munið gjafabréfin, þau eru tilvalin í jólapakkann. Tímapantanir í síma 833-7888 og inná noona appinu. Best að hringja til að nálgast gjafabrèf. Nánari upplýsingar um meðferðir sem eru í boði og verð, er inná Facebook síðu Sveitasælunnar.
Jólakveðja, Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur.

Getum við bætt efni síðunnar?