Viðburðir

Senda inn viðburð
1. okt

Á ekki að skella sér í leikhús á vesturbakkanum?

Sviðslistaverkið TÆRING verður frumsýnt á HÆLINU 19. sept (uppselt). Verkið er byggt og innblásið af sögum berklasjúklinga. Hljóðverk, vídeóverk og leiklist í áhrifaríkri samsetningu. Vala Ómarsdóttir leikstýrir, Vilhjálmur B. Bragason skrifar, Auður Ösp Guðmundsdóttir hannar búninga og leikmynd, María Kjartansdóttir skapar vídeóverk, Birgir Hilmars hannar hljóðheim. Árni Beinteinn, Birna Pétursdóttir, Kolbrún Lilja Guðnadóttir, Ronja Sif Björk, Sigríður Birna Ólafsdóttir, Sjöfn Snorradóttir og Stefán Guðlaugs leika. Framleiðandi María Páls. Í samstarfi við Leikfélag Akureyrar. Miðar á tix.is
1. okt

Dagbók Önnu Frank aftur á svið!

Freyvangsleikhúsið frumsýndi nýja leikgerð á Dagbók Önnu Frank í febrúar á þessu ári en þurfti að leggja niður sýningar vegna samkomubanns í Covid-19 faraldrinum. En flokkurinn er hvergi tilbúin til að kveðja verkið og þess vegna hefjum við nýja leikárið á að sýna nokkrar sýningar af Dagbók Önnu Frank, en verkið verður eingöngu sýnt í október.
3. okt

Komdu í fótboltalið Fimbul!

Kíktu á okkur í klúbbhúsinu okkar og horfðu á ensku deildina með happy hour köldum á krana, kráarmat, sætabrauði og fleiru gómsætu. Opið frá kl. 11:00 bæði laugardag og sunnudag á Lamb Inn Öngulsstöðum. Hafðu samband: 463-1500, info@fimbulcafe.com.
3. okt

Bændamarkaður í Laugarborg

Um leið og við þökkum fyrir frábærar viðtökur á markaðnum um síðustu helgi minnum við á næsta markað sem verður á laugardaginn kemur, 3. október í Laugarborg kl. 12:00 – 16:00. Úrval af afurðum úr sveitinni okkar auk gestasöluaðila. Þeir sem vilja vera með er bent á að hafa samand við Kalla verkefnastjóra á netfanginu matarstigur@esveit.is eða í síma 691-6633. Við erum líka farin að horfa á aðeins meira en bara mat úr sveitinni, þannig að önnur framleiðsla og handverk gæti komið til greina.
4. okt

Messa í Grundarkirkju sunnudaginn 4. október kl. 11:00

Kirkjukór Laugalandsprestakalls gleður okkkur með fallegum söng undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar, nýs organista og kórstjóra. Prestur er Jóhanna Gísladóttir og meðhjálpari Hjörtur Haraldsson. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra boðin sérstaklega velkomin. Ath. sóttvarnarreglur verða í hávegum hafðar og spritt á staðnum.
5. okt

Hrútasýning á Möðruvöllum í Eyjafjarðarsveit

Næstkomandi mánudag 5. október 2020 klukkan 20:00 verður haldin hrútasýning í fjárhúsinu á Möðruvöllum. Bæði verður keppt í flokki lambhrúta og veturgamalla. Munum að hlýða Víði. Fjárræktarfélagið Freyr.
6. okt

Morgun-Yoga námskeið í Íþróttamiðstöðinni

Næstu sex þriðjudagsmorgna (frá 6. okt. til 10. nóv.) kl. 7:00-7:50 bjóða Litla yogastofan og Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar upp á yoganámskeið. Miðað verður við að tímarnir henti bæði byrjendum sem lengra komnum. Í þessum yogatímunum verða einfaldar stöður sem styrkja og mýkja líkamann, efla samhæfingu og auka jafnvægi. Hverjum tíma lýkur með stuttri djúpslökun. Verð fyrir allt námskeiðið er 9.900 kr. og innifalið í því er aðgangur að sundlaug íþróttamiðstöðvarinnar eftir tímann. Þú getur skráð þig með því að smella á vefslóðina hérna fyrir aftan: http://bit.ly/morgunyoga Ef þú átt þína eigin yogadýnu þá er æskilegt vegna sóttvarna að þú notir hana á námskeiðinu. Annars verða dýnur á staðnum og þær sótthreinsaðar fyrir og eftir hvern tíma.
6. okt

Námskeið í harðangri og klaustri

Þjóðháttafélagið Handraðinn verður með námskeið í harðangri og klaustri í Laugalandi dagana 6., 13. og 20. október næstkomandi, frá klukkan 18:00-21:00. Skráningar fara fram í gegnum tölvupóstfangið bergthorajohanns@gmail.com. Verð 10.000 krónur fyrir þrjú kvöld, án efniskostnaðar.
10. okt

Bændamarkaður á Brúnirhorse á Brúnum

Laugardagur 10. október Bændamarkaður á Brúnirhorse á Brúnum kl. 12-16. Hægt að kaupa matvæli og fleira beint af framleiðendum, kvenfélagskaffi og skínandi skemmtun.
15. okt

Kvenfélagið Iðunn - Iðunnarkvöld

Í boði verður haustkransagerð undir dyggri leiðsögn Dísu okkar (Þórdísar Bjarnadóttur). Greinar af Reynitrjám, blómavír, klippur og vírherðatré verða á staðnum en má líka hafa með sér og ef þið viljið bæta við einhverju öðru í kransinn er ykkur frjálst að gera það. Kransagerðin verður í fundarherbergi Laugarborgar, fimmtudagskvöldið 15. okt. kl. 20. Nýjar konur velkomnar. Hlökkum til að sjá sem flestar á Iðunnarkvöldi. Bestu kveðjur, 3. flokkur.