17. des
Minnum á miðasölu á Bangsímon og Grísling í jólasveinaleit í Freyvangi
Nánari upplýsingar á freyvangur.is, feisbúkksíðu Freyvangsleikhússins og á Tix.is.
"Bangsímon og Gríslingur eru komnir alla leið til Íslands til þess að finna Íslensku jólasveinana, þeir höfðu frétt af því að á Íslandi væru hvorki meira né minna en 13 jólasveinar.
Þegar sagan hefst þá eru þeir staddir í kofa á Íslandi og ætla að leggja af stað upp á fjall til þess að vita hvort þeir geti ekki fengið að hitta jólasveinana.
Ferðin gengur upp og ofan hjá þeim, en þeir hitta hinar ýmsu verur á leiðinni, eins og við er að búast upp á Íslenskum fjöllum.
Þeir halda þó ótrauðir áfram og reyna eftir fremsta megni að halda í trúnna á að þeim takist ætlunarverk sitt og með óbilandi trú á sjálfa sig sem og á hvorn annan.
Tónlistin er samin af Eiríki Bóassyni sérstaklega fyrir sýninguna og er hún létt og skemmtileg með bæði frumsömdum textum sem og vísum frá Jóhannesi úr Kötlum.
Leikstjórn er í höndum Jóhönnu S. Ingólfsdóttur en er þetta í annað sinn sem hún leikstýrir stuttu barnaverki hjá Freyvangsleikhúsinu en hún leikstýrði einnig Karíus og Baktus fyrir jólin í fyrra.
Verkið er einungis rúmur klukkutími að lengd, með hléi, og er því tilvalið fyrir yngstu kynslóðina."