Viðburðir

Senda inn viðburð
1. feb

Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2020

Laugardaginn 1. febrúar verður hið margrómaða þorrablót sveitarinnar haldið í íþróttahúsinu á Hrafnagili. Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20:00. Heimatilbúin atriði, þorramatur (og annar fyrir þá viðkvæmu) frá Bautanum og Danshljómsveit Friðjóns heldur uppi fjörinu. Miðaverð 8.500.- Miðapantanir sunnudaginn 26. og mánudaginn 27. jan. kl. 20:00-22:00 hjá Huldu (864-6169 eða 463-1191) – Kristínu (846-2090) – Bylgju (863-1315). Miðaafhending gegn peningagreiðslu (enginn posi) í anddyri Íþróttamiðstöðvarinnar á Hrafnagili miðvikudaginn 29. og fimmtudaginn 30. jan. kl. 20:00-22:00.
3. feb

Opin æfing hjá Karlakór Eyjafjarðar - Opin vika Tónlistarskóla Eyjafjarðar

Opin æfing Karlakórs Eyjafjarðar kl. 19:30-21:30 í Laugarborg þar sem öllum körlum sem áhuga hafa á að syngja með eða koma og hlusta eru boðnir velkomnir.
4. feb

Poppkór (rytmískur kór) í Laugarborg - Opin vika Tónlistarskóla Eyjafjarðar

Örnámskeið, kórnámskeið fyrir þá sem vilja syngja popptónlist og aðra rytmíska tónlist. Kl. 20:00 í Laugarborg.
5. feb

Kvikmyndasýning, gítarnámskeið og tónleikar - Opin vika Tónlistarskóla Eyjafjarðar

20:00 Kvikmyndasýning í Hyldýpinu í Hrafnagilsskóla 20:00 Gítarnámskeið (Vinnukonugripin) á efri hæð Tónlistarskóla Eyjafjarðar 21:00 Tónleikar The TE Party á Kaffi Kú. Fanney Kristjáns Snjólaugard. söngur, Jón Þorsteinn Reynisson harmonika, Rodrigo Lopes slagverk, Kristján Edelstein gítar.
6. feb

Útgáfukynning í Laugarborg - Opin vika Tónlistarskóla Eyjafjarðar

Þórarinn Stefánsson kynnir útgáfu sína á píanóverkum Sveinbjörns Sveinbjörnssonar kl. 20:00 í Laugarborg.
7. feb

Kvikmyndin "Frú Elísabet" í Laugarborg - Opin vika Tónlistarskóla Eyjafjarðar

Kvikmyndin, Frú Elísabet, fjallar um frú Maríu Elísabetu Jónsóttur (1869-1945) frá Grenjaðarstað, organista, tónskáld og kórstjóra, sem var m.a. fyrst íslenskra kvenna til að fá birt eftir sig lag á prenti og útgefið sönglagahefti. Athugið að allir viðburðir eru ókeypis og opnir öllum sem vilja.
7. feb

Syngdu með í Laugarborg - Opin vika Tónlistarskóla Eyjafjarðar

Frítt inn og allir velkomnir :-) Í tengslum við kvikmyndasýninguna "Frú Elísabet" verður söngstund í framhaldinu (Singalong) þar sem kennarar við skólann verða til halds og trausts. Lionsklúbburinn Sif verður með sjoppusölu og rennur allur ágóði í styrktar- og líknarsjóð. Ath. enginn posi.
8. feb

Ung börn og tónlist - Opin vika Tónlistarskóla Eyjafjarðar

Ung börn og tónlist, tónlistarstund fyrir 6-18 mánaða börn og foreldra kl. 10:30-11:15. Tónmennastofa Hrafnagilsskóla (kjallari gömlu heimavistar) María Gunnarsdóttir. Athugið að allir viðburðir eru ókeypis og opnir öllum sem vilja.
8. feb

Stofnfundur Tónlistarfélags Tónlistarskóla Eyjafjarðar

Boðað er til undirbúningsfundar að stofnun söngfélags/tónlistarfélags sem mögulegan vettvang tónlistarfólks í okkar sveitum kl. 12:00 í Laugarborg.
15. feb

Útskurðarnámskeið

Þjóðháttafélagið Handraðinn býður upp á útskurðarnámskeið í smíðastofunni í Hrafnagilsskóla helgina 15.-16. feb. Skorin verður lámynd í linditréplatta og í 3vídd fyrir lengra komna. Nemendur mæta með eigin verkfæri og efni í 3víddarverkefni. Annars eru einhver verkfæri á staðnum og efni og fæði innifalið. Námsgjald er 32.500.- Kennari: Jón Adólf Steinólfsson. Upplýsingar veitir Kristján Örn Helgason, 895 7179.
6. ágú

Handverkshátíðin 2020

Handverkshátíðin að Hrafnagili verður haldin í 28. skipti dagana 6.-9.ágúst árið 2020.