Viðburðir

Senda inn viðburð
18. jún

Gönguferðir Félags eldri borgara í Eyjafjarðarsveit

Gönguferðir á þriðjudagskvöldum, mætum alltaf kl. 20:00. MAÍ 25. Eyjafjarðaárbakkar JÚNÍ 1. Jólagarður-Kristnes 8. Íþróttavöllur 15. Svalbarðseyri 22. Melgerðismelar 29. Listigarðurinn JÚLÍ 6. Hólafell (í landi Hólakots, traktorssafn) 13. Fuglahús (farið frá syðri Kristnesafleggjara) 20. Vatnsendavegur 27. Grundarskógur ÁGÚST 3. Hestabrúin 10. Kjarnaskógur 17. Rifkelsstaðir 24. Sama og fyrsta Birt með fyrirvara um breytingar. Verum svo dugleg að mæta í göngurnar og hafa gaman saman, eins og alltaf.☺ Upplýsingar í síma 846-3222. Kv. Göngunefndin.
19. jún

Bændamarkaður 19. júní

Bændamarkaður í Hrafnagilsskóla laugardaginn 19. júní kl. 12-17
22. jún

Reiðnámskeið á Melgerðismelum

Sumarið byrjar með látum hjá Hestamannafélaginu Funa og verða því auglýst hér tvö reiðnámskeið: TREC námskeið með Önnu Sonju fyrir alla aldurshópa - líka fullorðna! Um er að ræða þrjár lotur: 14.-15. júní, 21.-22. júní og 28.-29. júní. Kennt verður í 3-4 manna hópum, 40 mín í senn. Í fyrstu lotunni er stefnt á að kenna ca. milli kl 12-15 en seinna af deginum hinar loturnar. Félagsmenn 21 árs og yngri skrá sig sér að kostnaðarlausu, aðrir borga 4.000 kr fyrir lotuna. Reiðnámskeið með Þorsteini Björnssyni fyrir unglinga, ungmenni og fullorðna. Um er að ræða tvær lotur: 19.-20. júní og 30. júní-1. júlí. Einkatímar í reiðskemmunni Melaskjóli, 30 mín í senn. Félagsmenn 21 árs og yngri skrá sig sér að kostnaðarlausu, aðrir borga 16.000 kr fyrir lotuna. ATH! Allar loturnar á báðum námskeiðum eru sjálfstæðar þ.a. hægt er að skrá sig einfaldlega í þær lotur sem maður kemst í :) Anna Sonja tekur við skráningu á bæði námskeiðin, annað hvort á facebook, annasonja@gmail.com eða í síma 846-1087/463-1262
22. jún

Sameiginlegur reiðtúr verður farinn frá hesthúsinu á Melgerðismelum

Sameiginlegur reiðtúr verður farinn frá hesthúsinu á Melgerðismelum þriðjudagskvöldið 22. júní. Mæting kl. 20:00 og lagt af stað kl. 20:30. Mætum nú og gleðjumst saman. Allir velkomnir. Stjórn Funa.
24. jún

Bæjarkeppni Funa

Bæjarkeppni Funa verður haldin fimmtudagskvöldið 24. júní á Melgerðismelum. Skráning hefst kl. 18:00 og mótið byrjar kl. 19:00. Öllum velkomið að skrá sig óháð félagaaðild, opin skráning í alla flokka. Keppt verður í eftirfarandi flokkum í þeirri röð sem þeir birtast. • Pollaflokkur • Barnaflokkur • Unglingar • Ungmenni • Kvennaflokkur • Karlaflokkur Pylsur, gos o.fl. verður til sölu á staðnum. Allir velkomnir. Hestamannafélagið Funi.
26. jún

Villingadalur. Jarðfræðiferð.

Ekið verður að Leyningshólum og bílum lagt við afleggjarann, þaðan verður lagt af stað um kl. 9. Gengið inn Villingadal og til baka. Við gefum okkur tíma til að skoða jarðfræðileg fyrirbæri og fræðast um hina fornu Torfufellseldstöð sem setur svip á fjöllin í dalnum með sínum ljósu og litfögru líparítmyndunum. Vegalengd alls 10 km. Gönguhækkun lítil.
9. júl

Bændamarkaður 3. júlí

Bændamarkaður í Hrafnagilsskóla laugardaginn 3. júlí kl. 12-16
17. júl

Bændamarkaður 17. júlí

Bændamarkaður í Hrafnagilsskóla laugardaginn 17. júlí kl. 12-16.
31. júl

Bændamarkaður 31. júlí

Bændamarkaður í Hrafnagilsskóla laugardaginn 31. júlí kl. 12-16.
7. ágú

Bændamarkaður 7. ágúst

Bændamarkaður í Hrafnagilsskóla laugardaginn 7. ágúst kl. 12-16.
21. ágú

Bændamarkaður 21. ágúst

Bændamarkaður í Hrafnagilsskóla laugardaginn 21. ágúst kl. 12-16.