Viðburðir

Senda inn viðburð
28. jún

Yoga við sundlaugina

Litla yogastofan og Sundlaugin á Hrafnagili bjóða yogatíma undir berum himni fyrir opnun laugarinnar næstu þrjá sunnudaga 21., 28. júní og 5. júlí. Yogatímarnir byrja kl. 9:00 og þeim lýkur kl. 10:00.
9. júl

Félag eldri borgara - Gönguferðir sumarið 2020

Kæru félagar í Félagi eldri borgara Nú ætlum við að byrja á göngutúrunum okkar. Virðum að sjálfsögðu 2 m regluna að mestu. Ætlunin var að byrja þrd. 2. júní, en byrjum viku fyrr, eða þriðjud. 26. maí kl. 20.00. Hittumst á austurbakkanum við Miðbrautina að venju. Síðan ætlum við að ganga göngustíginn í áföngum til Akureyrar.
9. júl

Gráni 100 ára!

100 ár eru síðan Sesselja frá Jökli lét byggja gangnamannakofann Grána í Réttarhvammi við Geldingsá. Örnólfur Eiríksson, umsjónarmaður Grána og Sesseljubæjar til margra ára, hóf framkvæmdir á Grána í fyrra en nú á að rífa og endurhlaða húsið svo það standi önnur 100 ár! Þetta verður mikið verk og er öll aðstoð velkomin. Eitthvað gistipláss verður í Sesseljubæ og en eins tilvalið að tjalda eða koma á húsbíl. Að framkvæmdum loknum verður haldið upp á 100 ára afmælið helgina 8.-9. ágúst, nánar auglýst síðar. Nánari upplýsingar má nálgast hjá Örnólfi, S: 897-1311.
6. ágú

Handverkshátíðin 2020 frestað um ár

Tekin hefur veirð ákvörðun um að fresta Handverkshátíðinni þetta árið til ársins 2021.
16. ágú

Frá Félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit

Sumarferð Félags eldri borgara í Eyjafjarðarsveit, sem fara átti í byrjun júní, er nú fyrirhuguð dagana 16.-19. ágúst nk. Er þetta að sjálfsögðu með þeim fyrirvara að ekki skapist aftur hættuástand vegna nýsmits af covid-veirunni. Ferðin er áætluð til Suðurlands og verður gist í þrjár nætur á Hótel Örk í Hveragerði. Ferðast verður um sveitir Suðurlands í tvo daga og verður Guðni Ágústsson fyrrverandi þingmaður og ráðherra leiðsögumaður báða dagana. Kostnaður er áætlaður kr. 70.000,- á mann. Þeir sem áhuga hafa skulu tilkynna þátttöku í síðasta lagi 6. júlí nk. til einhvers ferðanefndarmanna. Ferðanefndin: Reynir, s. 862-2164, Jófríður, s. 846-3128, Ólafur, s. 894-3230.