Viðburðir

Senda inn viðburð
17. ágú

Gönguferðir eldri borgara sumarið 2022

Nú fer vetrarstarfinu hjá okkur að ljúka, og taka göngutúrarnir við. Ætlum við að byrja þriðjudagskvöldið 31. maí, kl. 20:00. Þá göngum við Eyjaf.bakkana að venju. 7. júní Jólagarður-Kristnesafl. 14. --- Upp með Djúpadalsá að virkjun. 21. --- Kristnesskógur. 28. --- Melgerðismelar. 5. júlí Listigarðurinn. 12. --- Að Hestabrúnni sunnan flugvallar. 19. --- Vatnsenda. 26. --- Grundarskógur. 2. ágúst Kjarnaskógur 9. --- Göngustígur frá Teigi ( í norður) 16. ---Rifkelsstaðir. 23. --- Naustaborgir. 30. --- Eyjaf.bakkar (í norður) Birt með fyrirvara um breytingar. Verum dugleg að mæta,og höfum gaman saman. Uppl.í síma 846-3222. Sjáumst, göngunefndin.
17. ágú

Sumarið 2022 á Smámunasafninu

Sumarið 2022 á sérstæðasta safni landsins.
28. ágú

Glæsilegt hlaðborð í Funaborg á Melgerðismelum 13:30-17:00

Kvenfélagið Hjálpin heldur sitt margrómaða kaffihlaðborð á sunnudaginn 28. ágúst í Funaborg á Melgerðismelum milli klukkan 13:30 og 17:00, eða meðan birgðir endast. Verð 3.000 kr. fyrir fullorðna og 1.500 kr. fyrir grunnskólabörn, yngri borða frítt. Hlökkum til að sjá ykkur, stjórnin.
31. ágú

Frá Félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit

Haustferð Félags eldri borgara í Eyjafjarðarsveit verður farin miðvikudaginn 31. ágúst nk. Farið verður um Skagafjörð og ekið fyrir Skaga. Staðkunnugur leiðsögumaður verður með í ferðinni. Viðkomustaðir verða m.a. Búminjasafnið Lindabæ, Grettislaug Reykjaströnd, súpa og brauð í KK restaurant Sauðárkróki, Spákonuhof Skagaströnd, miðdegiskaffi í Skagabúð, Kálfshamarsvík, kirkjan í Ketu og svo kvöldverður á Löngumýri. Kostnaður á mann verður kr. 18.000 og leggist inn á reikning 0302-26-001038, kt. 251041-4079 fyrir 25. ágúst. Brottför frá Félagsborg verður samkvæmt venju kl. 9:00 og frá Skautahöllinni kl. 9:15. Tilkynning um þátttöku þarf að berast fyrir 25. ágúst til Reynis, sími 862-2164, Jófríðar, sími 846-5128 eða Ólafs, sími 894-3230. Ferðanefndin.