Viðburðir

Senda inn viðburð
24. mar

Félagsvist

Félagsvist verður haldin í Funaborg Melgerðismelum föstudagskvöldið 24. mars kl. 20:00. Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin, setuverðlaun og svo heildarverðlaun. Glæsilegir vinningar í boði. Sjoppan opin, pylsur og nammi. Hestamannafélagið Funi.
5. apr

Aðalsafnaðarfundur nýrrar Grundarsóknar

Aðalsafnaðarfundur nýrrar Grundarsóknar verður haldinn í Félagsborg miðvikudaginn 5. apríl kl. 20:00 venjuleg aðalfundarstörf, öll sóknarbörn velkomin. Stjórnin.
21. apr

Sköpunarsmiðja Vökulandi 21.-23.apríl

UM SMIÐJUNA Smiðjan er ætluð þeim sem vilja takast á við áskoranir lífsins með skapandi hætti. Hún byggir á hugmyndum um mikilvægi skapandi flæðis í leitinni að lífshamingju og um lífið sem þroskaferðalag. Smiðjan er í formi félagsörvunar og skapandi tjáskipta, umræðna og speglunar, sagnamennsku, ritlistar, myndlistar, leiklistar, tónlistar, ritúala, ígrundunar og leiddrar hugleiðslu. Markmiðið er ekki að skapa áþreifanleg listaverk heldur að skoða og virkja eigin sköpunarkraft. LEIÐBEINANDI Björg Árnadóttir, rithöfundur, ritlistar- og myndlistarkennari, styðst við Hetjuferðarþjálfun Paul Rebillot og bók Juliu Cameron The Artist´s Way auk eigin aðferða sem hún hefur þróað á fjörutíu ára kennsluferli. https://stilvopnid.is/um-bjorgu/ https://www.facebook.com/events/867977901126984/