Viðburðir

Senda inn viðburð
21. nóv

Bókakynning á HÆLINU setri um sögu berklanna

Það verður bókakynning á HÆLINU setri um sögu berklanna fimmtudaginn 21. nóvember kl. 17:00. Ragnar Jónasson rithöfundur mætir á HÆLIÐ og les upp úr nýútkominni skáldsögu sinni Hvíta dauða. Einnig áritar hann bókina sem verður til sölu. Kaffi á könnunni. Allir velkomnir, meðan húsrúm leyfir.
22. nóv

Leiksýningin Blúndur og blásýra í Freyvangsleikhúsinu

Blúndur og blásýra, gamanleikrit í leikstjórn Völu Fannell, er svört kómedía sem sýnt hefur verið víða um land með frábærum undirtektum og er nú sett upp af Freyvangsleikhúsinu.
23. nóv

Leiksýningin Blúndur og blásýra í Freyvangsleikhúsinu

Blúndur og blásýra, gamanleikrit í leikstjórn Völu Fannell, er svört kómedía sem sýnt hefur verið víða um land með frábærum undirtektum og er nú sett upp af Freyvangsleikhúsinu.
24. nóv

Messa í Saurbæjarkirkju

Verið öll velkomin í Saurbæjarkirkju næstkomandi sunnudag kl. 13:00. Kór Laugalandsprestakalls gleður okkur með fallegum söng og fermingarbörn aðstoða við helgihaldið. Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og prestur Jóhanna Gísladóttir. Sóknarnefnd býður kirkjugestum til kaffisamsætis að hætti Hjálparinnar að messu lokinni í Sólgarði. Samveru sunnudagaskólans hefur verið frestað til sunnudagsins 8. desember. Þann dag verður aðventustund yngstu barnanna sem verður betur auglýst síðar.
27. nóv

Kynningarkvöld fyrir áhugasamar konur

Lionsklúbburinn Sif í Eyjafjarðarsveit býður áhugasömum konum á öllum aldri á kynningarfund klúbbsins miðvikudaginn 27. nóvember kl. 20:00 í Félagsborg. Kaffi, te og léttar veitingar. Hlökkum til að sjá ykkur, Lionskúbburinn Sif.
30. nóv

Jólahlaðborð Félags eldri borgara í Eyjafjarðarsveit

Jólahlaðborð Félag eldri borgara í Eyjafjarðarsveit verður laugardaginn 30. nóvember í mötuneyti Hrafnagilsskóla kl. 19:00, húsið opnað kl. 18:30. Allir koma með lítinn jólapakka, góða skapið og 6.000 kr. Ath. enginn posi. Látið vita um þátttöku fyrir 26. nóvember til Þuríðar 463-1155/867-4464 eða til Völu 463-1215/864-0049. Skemmtinefnd.
30. nóv

Leiksýningin Blúndur og blásýra í Freyvangsleikhúsinu

Blúndur og blásýra, gamanleikrit í leikstjórn Völu Fannell, er svört kómedía sem sýnt hefur verið víða um land með frábærum undirtektum og er nú sett upp af Freyvangsleikhúsinu.
1. des

Fullveldisdagurinn í Laugarborg

Þjóðháttafélagið Handraðinn ásamt Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar verður með kaffihlaðborð í Laugarborg á fullveldisdaginn 1. desember.
7. des

Leiksýningin Blúndur og blásýra í Freyvangsleikhúsinu - Lokasýning

Lokasýning - Blúndur og blásýra, gamanleikrit í leikstjórn Völu Fannell, er svört kómedía sem sýnt hefur verið víða um land með frábærum undirtektum og er nú sett upp af Freyvangsleikhúsinu.
1. feb

Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2020

Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2020 verður haldið þann 1.febrúar. Það stefnir í mikið fjör.....takið daginn frá.
6. ágú

Handverkshátíðin 2020

Handverkshátíðin að Hrafnagili verður haldin í 28. skipti dagana 6.-9.ágúst árið 2020.