Viðburðir

Senda inn viðburð
23. maí

Námskeið Yoga Nidra - djúpslökun, öndun, sjálfsást

Yoga Nidra er djúpt slökunarástand þar sem slakað er á öllum vöðvum líkamans en vitundinni haldið vakandi. Gefur hvíld á við 4 tíma svefn. Rannsóknir sýna að ávinningur af djúpslökun er m.a. hvíld sem jafnast á við nokkra tíma svefn, meira jafnvægi og kyrrð í huga, betri einbeiting, hægari öndun, slökun á vöðvum, minni sársauki, minni streita, minni kvíði og jákvæð hugsun eflist.
23. maí

Frítt fyrir 60 ára og eldri - Námskeið í tæknilæsi

Lærðu á tækin þín, tæknina og möguleika internetsins.
23. maí

kæru sveitungar

Nú eru nemendur í 9. bekk í Hrafnagilsskóla teknir við fjáröflunarkeflinu. Þar sem það eru einungis 6 nemendur í bekknum er augljóst að þeir geta ekki farið á öll heimili sveitarinnar og boðið pappír til sölu. Það verður því nýtt fyrirkomulag, alla vega núna í vor. Þeir sem vilja styrkja ferðasjóð þessara 6 vösku sveina og kaupa af þeim eldhús- og klósettpappír fyrir sumarið eru beðnir um að hafa samband við Nönnu ritara í síma 464-8100 eða á netfangið nanna@krummi.is. Verðin eru: Klósettpappír, 500 blaða, 30 rúllur kr. 5.500. Eldhúspappír, hálfskipt blöð, 15 rúllur kr. 4.500. Pantanir þurfa að hafa borist fyrir 23. maí og fljótlega eftir það keyra piltarnir og foreldrar þeirra pappírinn heim til fólks. Bestu kveðjur og óskir um góðar viðtökur, Alex, Eyvar, Gabríel, Hallgrímur, Pétur og Ýmir í 9. bekk.
24. maí

Kvenfélagið Aldan

Kvenfélagið Aldan verður með fund í Laugarborg þriðjudaginn 24. maí nk. kl. 20:00. Við ætlum að ræða um sumarið og næsta starfsár, allar hugmyndir vel þegnar. Allar konur velkomnar. Við hlökkum til að sjá ykkur. Stjórnin.
25. maí

Kyrrðargong & Slökun / Hugleiðsla

Kyrrðargong / Slökun & hugleiðsla í fagurlega mongólska hofinu á Vökulandi. Miðvikudaga kl 19:00 (7:00 pm) Verð: 2000kr. - Byrja kl. 19:00 Mikilvægt að skrá sig / bóka með skilaboðum á solveighar@gmail.com eða í s. 663-0498
26. maí

Heilun með drekum

Vinnustofan Heilun með drekum er einn dagur, en þar nýtir þú þá þekkingu sem þú hefur þegar lært á Engla Reiki 1 &2 og bætir við orkuna með því að tengja við heilunardreka og aðra dreka sem þú gætir þekkt eða kynnist á námskeiðinu. Ekki þarf að hafa tengt við orku drekanna áður. Skráning hjá: info@almahronn.com
27. maí

Englareiki 1& 2

Engla Reiki er dásamlega mjúk en kröftug heilunaraðferð sem við getum notað dags daglega fyrir okkur sjálf, fjölskyldu, vini og dýrin okkar, sem og boðið viðskiptavinum. Námskeiðið hentar öllum, hvort sem er reyndum meðferðaraðilum eða þeim sem hafa áhuga á að nota heilun fyrir sig. Skráning hjá: info@almahronn.com
31. maí

Gönguferðir eldri borgara sumarið 2022

Nú fer vetrarstarfinu hjá okkur að ljúka, og taka göngutúrarnir við. Ætlum við að byrja þriðjudagskvöldið 31. maí, kl. 20:00. Þá göngum við Eyjaf.bakkana að venju. 7. júní Jólagarður-Kristnesafl. 14. --- Upp með Djúpadalsá að virkjun. 21. --- Kristnesskógur. 28. --- Melgerðismelar. 5. júlí Listigarðurinn. 12. --- Að Hestabrúnni sunnan flugvallar. 19. --- Vatnsenda. 26. --- Grundarskógur. 2. ágúst Kjarnaskógur 9. --- Göngustígur frá Teigi ( í norður) 16. ---Rifkelsstaðir. 23. --- Naustaborgir. 30. --- Eyjaf.bakkar (í norður) Birt með fyrirvara um breytingar. Verum dugleg að mæta,og höfum gaman saman. Uppl.í síma 846-3222. Sjáumst, göngunefndin.
31. maí

Aðalfundarboð

Aðalfundur Matarstígs Helga magra verður haldinn á Brúnum þriðjudaginn 31. maí klukkan 20:15. Venjuleg aðalfundarstörf. Vonumst til að sjá sem flesta. Stjórn Matarstígs Helga magra.
8. jún

Lionsklúbburinn Sif - Aðalfundarboð

Lionsklúbburinn Sif - Aðalfundarboð Aðalfundur verður haldinn í Félagsborg miðvikudagskvöldið 8. júní kl. 20:00. Venjuleg aðalfundarstörf. Léttar veitingar. Vilt þú gerast félagi í Lions, stærstu hjálparsamtökum heims? Lions er alþjóðleg hreyfing og um leið skemmtilegur félagsskapur sem leggur öðrum lið þegar á þarf að halda. Áhugasömum konum bendum við á að hafa samband með skilaboðum á facebooksíðunni Lionsklúbburinn Sif. Einnig er hægt að senda tölvupóst á lions.hronn@gmail.com eða hringja í 866-2796, Hrönn. Starfsárinu fer senn að ljúka en svo byrjum við aftur í haust af fullum krafti.
12. jún

Glæsilegt hlaðborð í Funaborg á Melgerðismelum 13:30-17:00

Kvenfélagið Hjálpin heldur sitt margrómaða kaffihlaðborð á Melgerðismelum þar sem borðin svigna undan kökum og kruðeríi. Verð 2.500 kr fyrir fullorðna og 1.000 kr fyrir grunnskólabörn.
28. ágú

Glæsilegt hlaðborð í Funaborg á Melgerðismelum 13:30-17:00

Kvenfélagið Hjálpin heldur sitt margrómaða kaffihlaðborð á Melgerðismelum þar sem borðin svigna undan kökum og kruðeríi. Verð 2.500 kr fyrir fullorðna og 1.000 kr fyrir grunnskólabörn.