Viðburðir

Senda inn viðburð
31. jan

Jóga á nýju ári

Á nýju ári býður Litla yogastofan námskeiðið Liðka-styrkja-slaka sem verður einu sinni í viku og jóga nidra einu sinni í mánuði.
31. jan

Þorrablót Eyjafjarðarsveitar

Þorrablót Eyjafjarðarsveitar
1. feb

Messa í Kaupangskirkju sunnudaginn 1. febrúar kl. 13.30

Verið velkomin í kirkju næstkomandi sunnudag, tilvalin stund til að kyrra hugi og hjörtu eftir gott blót! Söngfélagar við Kaupangskirkju syngja undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur organista. Prestur er Jóhanna Gísladóttir og meðhjálpari María Haraldsdóttir.
5. feb

Bókaklúbbur Iðunnar opinn fyrir öll!

8. janúar ræddum við um STEININN og FARANGUR eftir Ragnheiði Gestsdóttur. Góðir dómar hjá lesendum - sniðugar hugmyndir og vel unnar fléttur i frásögnunum. Spurningar vakna, hvað gerist næst, kemur framhald i næstu bókum? Á næstkomandi fundi bókaklúbbsins 5.febrúar fjöllum við um bækur eftir Nönnu Rögnvaldardóttur. Þegar sannleikurinn sefur og Mín er hefndin. Velkomin á bókasafnið 5. febrúar klukkan 16.30.
9. feb

Spilavist Funa

3ja kvölda spilavist verður haldin í Funaborg 9. feb., 16. feb., 23. feb. byrja kl. 20:00. Pylsur og nammi í sjoppu í hléi. Vinningar fyrir 1.-3. sæti og setuverðlaun öll kvöld og svo heildarverðlaun fyrir síðasta kvöldið. Endilega takið kvöldin frá . Allir velkomnir. Hestamannafélagið Funi.
10. feb

Kæru Funafélagar

Aðalfundur Funa verður haldinn í Funaborg 10. febrúar kl. 20:00, dagskrá fundarins venjuleg aðalfundarstörf. þeir sem hafa áhuga á að starfa í nefndum/stjórn félagsins endilega sendið póst/skilaboð á Hafdísi. Veitingar í boði félagsins. Nýjir félagar velkomnir. Stjórn Funa.
17. feb

Hugleiðsla og Gongslökun

Hugleiðsla og Gongslökun Vellíðunarsetursins 17. febrúar kl. 18:30 - 19:45 Nýtt tungl og ... 3.mars kl. 18:30 - 19:45 Fullt tungl Yurtinu á Vökulandi Eyjafjarðarsveit Gongslökun og hugleiðsla Verð: 3000kr posi á staðnum Láta vita af komu sinni á "messanger" eða sms s. 663-0498 Kveðja Sólveig Bennýjar Vökulandi Gong hugleiðsla er tónheilun. Það er kraftmikið lækningartæki fyrir taugakerfið, líkama og sál. Gongið hjálpar okkur að hreinsa undirmeðvitundina og losa um stanslausar hugsanir.