21. apr
UM SMIÐJUNA
Smiðjan er ætluð þeim sem vilja takast á við áskoranir lífsins með skapandi hætti. Hún byggir á hugmyndum um mikilvægi skapandi flæðis í leitinni að lífshamingju og um lífið sem þroskaferðalag.
Smiðjan er í formi félagsörvunar og skapandi tjáskipta, umræðna og speglunar, sagnamennsku, ritlistar, myndlistar, leiklistar, tónlistar, ritúala, ígrundunar og leiddrar hugleiðslu.
Markmiðið er ekki að skapa áþreifanleg listaverk heldur að skoða og virkja eigin sköpunarkraft.
LEIÐBEINANDI
Björg Árnadóttir, rithöfundur, ritlistar- og myndlistarkennari, styðst við Hetjuferðarþjálfun Paul Rebillot og bók Juliu Cameron The Artist´s Way auk eigin aðferða sem hún hefur þróað á fjörutíu ára kennsluferli.
https://stilvopnid.is/um-bjorgu/
https://www.facebook.com/events/867977901126984/