Viðburðir

Senda inn viðburð
16. apr

Aðalsafnaðarfundur Kaupangssóknar

Aðalsafnaðarfundur Kaupangssóknar verður haldinn í Kaupangskirkju þriðjudaginn 16. apríl nk. kl. 16:00 (ATH. FUNDARTÍMA). Dagskrá fundar: Venjulega aðalfundarstörf. Allir velkomnir. Sóknarnefndin.
19. apr

Vortónleikar Karlakórs Eyjafjarðar í Laugarborg

Vortónleikar Karlakórs Eyjafjarðar verða haldnir föstudaginn 19. apríl í Laugarborg kl. 20:00. Flutt verða lög við texta Kristjáns frá Djúpalæk í bland við annað efni. Kórstjóri: Guðlaugur Viktorsson
24. apr

Deleríum Búbónis!

Kirkjukór Grundarsóknar heldur tónleika í Laugarborg klukkan 20:00 að kvöldi síðasta vetrardags þ.e. 24. apríl. Kórinn hefur síðustu misserin verið að æfa lög Jóns Múla og Jónasar Árnasona í útsetningu Þorvaldar Arnar Davíðssonar kórstjóra. Við förum yfir lögin úr Deleríum Búbónis ásamt fleiri perlum úr smiðju þeirra bræðra. Teflt er fram kór og hljómsveit og verður enginn svikinn af þessari kvöldstund.