Viðburðir

Senda inn viðburð
8. maí

Handmótuð áhrif

Dagana 8.-13. maí verða vinnustofur á vegum verkefnisins Handmótuð áhrif – 1600 niðurfelld nauðgunarmál, í Deiglunni á Akureyri og Stafni Eyjafjarðarsveit. Á tímabilinu 2000-2020 voru um 1600 nauðgunarkærur á landsvísu felldar niður, verkefnið felst í að myndgera hverja kæru með leirstyttu og sýna þannig umfang vandans sjónrænt. Sýning verður í Ráðhúsi Reykjavíkur 25. nóvember 2021, við upphaf alþjóðlegs 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Markmið verkefnisins er að afhjúpa og gera sýnilegt það kerfislæga vandamál sem felst í því að nauðgunarmál eru ekki tekin nægilega alvarlega í réttarvörslukerfinu og þeim er ekki veittur sá framgangur sem nauðsynlegur er. Hver vinnustofa er um 90 mín og þið eruð öll hjartanlega velkomin. Best er að forskrá sig vegna fjöldatakmarkana á netfangið: 1600nidurfelld@gmail.com
11. maí

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyfirðinga

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyfirðinga verður haldinn á Hótel Kjarnalundi þriðjudaginn 11. maí og hefst hann klukkan 19:30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Vegna óvissu um fjöldatakmarkanir eru þátttakendur beðnir um að skrá sig á stjorn@kjarnaskogur.is með nafni, kennitölu og símanúmeri. Einnig hægt að hafa samband í 866 4741.
11. maí

Yoga Nidra slökun og tónabað á nýju tungli

Yoga Nidra er djúpt slökunarástand þar sem slakað er á öllum vöðvum líkamans en vitundinni haldið vakandi. Tónskálar, gong og kristalsskálar hjálpa til við að koma líkamanum á núllpunktinn, kyrra hugann og endurræsa kerfið þitt.
13. maí

Gongslökun

Gong slökun er tónheilun sem baðar og endurnærir taugakerfið og orkuflæði líkama og huga. Þessi ævaforn leið til heilunar getur hjálpað til við uppbyggingu taugakerfisins, losað streitu, tengjast sköpunakraftinum og finna kyrrð. Það hjálpar okkur að hreinsa undirvitundina og losa um stíflur innra með okkur.
14. maí

Hugarprjón - slökun og handavinna - Uppselt, annað námskeið ráðgert í haust 2021

Band og prjón, endurnýting garns, skapandi handavinna, slökun og létt yoga. Laufey Haraldsdóttir og Svanhildur Pálsdóttir frá Band & Bækur leiðbeina og spjalla um endurnýtingu garns og verða með sköpunarsmiðjur. Hér er hringrásin og endurnýtingin höfð að leiðarljósi Sólveig Bennýjar leiðir létt yoga, djúpslökun og tónbað. Við kíkjum í spil og kynnumst töfrum náttúrunnar.
20. maí

Gongslökun

Gong slökun er tónheilun sem baðar og endurnærir taugakerfið og orkuflæði líkama og huga. Facebook síða https://www.facebook.com/events/2995722030660442/
7. jún

Frá Félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit

Sumarferð félagsins verður farin að öllu óbreyttu dagana 7.–10. júní nk. Gist verður á Hótel Örk í Hveragerði í þrjár nætur og ferðast um Suðurland undir leiðsögn Guðna Ágústssonar. Áætlaður kostnaður er kr. 80.000 á mann en það verður endanlega ljóst þegar fjöldinn í ferðinni liggur fyrir. Tilkynning um þátttöku þarf að berast fyrir 15. maí til Reynis, sími 862-2164, Jófríðar, sími 846-5128 eða Ólafs, sími 894-3230. Ferðanefndin.