Viðburðir

Senda inn viðburð
20. sep

Nýir kórfélagar hjartanlega velkomnir

Á mánudagskvöldum í vetur æfir kirkjukórinn frá kl. 20:00-22:00 í Laugarborg. Við getum bætt við okkur í allar raddir þó sérstaklega karlaraddir. Allir áhugasamir hafi samband við Þorvald Örn kórstjóra í síma 846-9202.
21. sep

Frá Félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit

Fyrsta samvera okkar verður þriðjudaginn 21. sept. kl. 13:00 í Félagsborg. Nýir félagar 60 ára og eldri eru hjartanlega velkomnir. Komið endilega og kynnið ykkur fjölbreytt starf félagsins. Íþróttatímar falla niður meðan viðgerð stendur yfir í íþróttahúsi – nánar auglýst síðar. Stjórnin.
23. sep

Fjallahjólanámskeið fyrir krakka

Lýðheilsunefnd stendur fyrir og býður áhugasömum grunnskólanemendum í Eyjafjarðarsveit á fjallahjólanámskeið fyrir krakka í samstarfi við hjólreiðafélag Akureyrar (HFA) fimmtudaginn 23. september klukkan 17:00-19:00. Námskeiðið hefst við Hrafnagilsskóla. Lýsing: Farið verður yfir grunnatriði fjallahjólreiða. Byrjað á yfirferð á hjólinu sjálfu og hvaða atriði þurfa að vera í lagi þannig að hjólið sé öruggt. Síðan verða verklegar æfingar undir leiðsögn á plani, farið yfir rétta stöðu á hjólinu, hvernig farið er í gegn um beygjur og hvernig á að bremsa. Að því loknu verður farið yfir þrautir sem finnast í nærumhverfinu. Kennarar: Elín Auður Ólafsdóttir, Magnús Smári Smárason, Sara Ómarsdóttir. Hámarksfjöldi þátttakenda 21. Aukanámskeið verður í boði ef fjöldi áhugasamra fer umfram hámarksfjölda. Skráning á esveit@esveit.is með yfirskriftinni Fjallahjólanámskeið.