Viðburðir

Senda inn viðburð
19. jún

Gönguferðir eldri borgara á þriðjudögum kl. 20:00, byrja 4. júní

4. júní Eyjaf.árbakkar 11. júní Nýja veginn 18. júní Lögmannshlíðarhringur 25. júní Jólagarður-Kristnes 2. júlí Kristnesleið 9. júlí Hitaveituvegur 16. júlí Glerárdalur vestan megin 23. júlí Grundarskógur 30. júlí Melgerðismelar 6. ágúst Leyningshólar 13. ágúst Lystigarður 20. ágúst Rifkelsstaðir 27. ágúst Skógarböðin Birt með fyrirvara um breytingar. Upplýsingar í síma 846-3222 Sveinbjörg og Bergljót í síma 864-8414.
22. jún

Nýbakað flatbrauð

Konur úr Kvenfélaginu Iðunni koma saman í Laugarborg sunnudaginn 23. júní til að baka flatbrauð. Hver pakki inniheldur tvær kökur og kostar 1000 kr. Flatbrauðið er sykur- og mjólkurlaust. Hægt verður að panta flatbrauð til hádegis laugardaginn 22. júní. Pantanir er hægt að leggja inn með því að fylla út eyðublaðið á slóðinni https://bit.ly/Flatbraud. Líka er hægt að panta hjá formanni félagsins, Jóhönnu Báru Þórisdóttur í síma 862 4488 á milli kl. 18 og 20.  Pantanir verða afhentar í Laugarborg að bakstri loknum milli kl. 16:00-17:00. Greitt við afhendingu annað hvort með því að leggja inn á reikning félagsins eða að greiða með peningum. Enginn posi á staðnum.
26. jún

Viltu sleppa við að slá garðinn í sumar?

Ég tek að mér garðslátt frá og með 26. júní, auk þess sem ég get slegið dagana 30. maí- 2. júní. Ég gef fast verð í verkið eftir umfangi lóðar. Áhugasamir geta haft samband í gegnum facebook eða í síma 897-3382. Róbert Orri Finnsson.
1. sep

Kaffihlaðborð Hjálparinnar í Funaborg

Hið margrómaða kaffihlaðborð kvenfélagsins verður haldið í Funaborg, sunnudaginn 1. september kl. 13:30, borðin svigna undan kræsingum. Verð fyrir fullorðna 3.000kr, grunnskólabörn 1.500kr og yngri börn borða frítt