Fréttayfirlit

Miðstigsopnun Hyldýpis

Félagsmiðstöðin Hyldýpi verður opin tvisvar í viku fyrir nemendur miðstigs Hrafnagilsskóla til reynslu fram að áramótum skv. ákvörðun sveitarstjórnar. Opið verður milli kl. 14 og 16 mánudaga og miðvikudaga og verður opnunum skipt á milli bekkja miðstigs. Þannig byrjar 7. bekkur mánudaginn 15. september, 6. bekkur miðvikudaginn 17. og 5. bekkur á sína fyrstu opnun mánudaginn 22. september. Starfsáætlunin verður send í tölvupósti til foreldra, en einnig mun hún hanga uppi í skólastofum miðstigs.
12.09.2025
Fréttir

Geðlestin verður á Akureyri miðvikudaginn 24. september kl. 20:00 í Menningarhúsinu Hofi

Kæru Eyfirðingar. Geðlestin verður á Akureyri miðvikudaginn 24. september kl. 20:00 í Menningarhúsinu Hofi. Við bjóðum ykkur öllum til samtals um geðrækt og mikilvægi hennar út lífið og eiga með okkur góða stund sem lýkur með stuttum tónleikum þeirra félaga Emmsjé Gauta og Þormóðs. Aðgangur er ókeypis og boðið verður upp á kaffi og með‘í.
09.09.2025
Fréttir

Fundarboð 661. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 661. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 11. september 2025 og hefst kl. 08:00.
08.09.2025
Fréttir

Helgihald í kirkjum Eyjafjarðarsveitar á haustdögum og til áramóta

21. september - messa í Kaupangskirkju kl. 13:30 28. september -messa í Hólakirkju kl. 13:00 5. október - afmælismessa í Grundarkirkju kl. 13:00 19. október - messa í Munkaþverárkirkju kl. 13:00 2. nóvember - Allra heilagra messa í Möðruvallakirkju kl. 20:00 7. desember - aðventukvöld í Grundarkirkju kl. 20:00 24. desember - aftansöngur í Grundarkirkju kl. 22:00 25. desember - hátíðarmessa í Kaupangskirkju kl. 13:30 26. desember - hátíðarmessa í Munkaþverárkirkju kl. 13:00
08.09.2025
Fréttir

Göngur og réttardagar 2025

Réttardagar Þverárétt kl. 10 sunnudaginn 7. sept. Möðruvallarétt laugardagur 6. sept. þegar komið er að. Hraungerðisrétt laugardagur 6. sept. þegar komið er að. Vatnsendarétt kl. 10 sunnudagur 7. sept. Vallarétt kl. 10 sunnudagur 7. sept. Í aukaréttum þegar komið er að.
05.09.2025
Fréttir