Miðstigsopnun Hyldýpis
Félagsmiðstöðin Hyldýpi verður opin tvisvar í viku fyrir nemendur miðstigs Hrafnagilsskóla til reynslu fram að áramótum skv. ákvörðun sveitarstjórnar. Opið verður milli kl. 14 og 16 mánudaga og miðvikudaga og verður opnunum skipt á milli bekkja miðstigs. Þannig byrjar 7. bekkur mánudaginn 15. september, 6. bekkur miðvikudaginn 17. og 5. bekkur á sína fyrstu opnun mánudaginn 22. september. Starfsáætlunin verður send í tölvupósti til foreldra, en einnig mun hún hanga uppi í skólastofum miðstigs.
12.09.2025
Fréttir