Fréttayfirlit

Hrossasmölun og stóðréttir 2025

Hrossasmölun verður föstudaginn 3. október og stóðréttir í framhaldi þann 4. október kl. 10:00 í Þverárrétt og kl. 13:00 í Melgerðismelarétt.
29.09.2025
Fréttir

Auglýst eftir umsóknum um styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála

Félags- og hagsmunasamtök innflytjenda eru sérstaklega hvött til þess að sækja um. Styrkir verða veittir einstaklingum, félögum, samtökum og opinberum aðilum. Styrkir geta að hámarki numið 75% af áætluðum heildarkostnaði verkefnis. Unnt er að sækja um jafnt á íslensku sem og ensku.
25.09.2025
Fréttir

Fundarboð 662. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 662. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 25. september 2025 og hefst kl. 08:00.
22.09.2025
Fréttir

Íþróttavika Evrópu 23. – 30. september 2025 í Eyjafjarðarsveit

Íþróttavika Evrópu er haldin núna í 10 skiptið og er Eyjafjarðarsveit virkur þátttakandi í verkefninu í ár eins og undanfarin ár. Íþróttavikan er haldin víðsvegar um álfuna í september ár hvert. Markmið hennar er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi í Evrópu og er hún ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Einstaklingum og félagasamtökum sem bjóða upp á hreyfi- og vellíðunarúrræði er boðið að skipuleggja viðburð í íþróttavikunni og hafa íbúar Eyjafjarðarsveitar brugðist vel við eins og áður.
18.09.2025
Fréttir

Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra og er umsóknarfrestur til kl. 12:00 þann 22. október. Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður sem hefur það hlutverk að styrkja við verkefni sem falla að Sóknaráætlun Norðurlands eystra í þremur flokkum, atvinnulífs, blómlegra byggða og stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar. Rafrænn kynningarfundur fyrir umsækjendur fer fram 30. september kl. 12:15 – skráning á fundinn fer fram hér. Nánari upplýsingar um Uppbyggingarsjóð má nálgast bæði á íslensku og ensku.
18.09.2025
Fréttir

Opið fyrir umferð til suðurs úr Hrafnagilshverfi

Vegna gatnaframkvæmda innan Hrafnagilshverfis hefur verið opnað tímabundið á umferð inn og út úr hverfinu að sunnanverðu fram hjá Hrafnagilsbúinu. Búast má við að þessi leið verði opin í einhverjar vikur meðan farið verður í lokafrágang gatna í hverfinu en því mun fylgja umtalsvert meira ónæði á næstu vikum þar til búið er að leggja nýtt malbik á Hrafnatröðina sem gengur gegnum allt hverfið.
18.09.2025
Fréttir

Aðal- og deiliskipulagsbreyting Brúarlands í Eyjafjarðarsveit

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 5. júní sl. að kynna vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingar vegna skilgreiningar verslunar- og þjónustusvæðis að Brúarlandi ásamt breytingu á greinargerð deiliskipulags fyrir íbúum og hagsmunaaðilum skv. 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
16.09.2025
Fréttir

Umhverfisverðlaun 2025 - Ábendingar óskast fyrir 18. september

Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar hefur reglubundið veitt verðlaun fyrir framúrskarandi umgengni og snyrtimennsku. Atvinnu- og umhverfisnefnd óskar hér með eftir tilnefningum frá íbúum Eyjafjarðarsveitar fyrir annars vegar fyrirtæki eða bújörð og hins vegar fyrir íbúðarhús og nærumhverfi þess.
15.09.2025
Fréttir

Rafmagnsleysi í Hrafnagilshverfi 15.09.2025

Rafmagnslaust verður í Hrafnagilhverfi þann 15.9.2025 frá kl 13:00 til kl 15:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 5289000. Sjá hér https://www.rarik.is/rof 
15.09.2025
Fréttir