Fréttayfirlit

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2016 og fyrir árin 2017 -2019 samþykkt

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2016 og árin 2017 - 2019 var tekin til síðari umræðu 11. desember síðast liðinn. Áætlunin endurspeglar sterka stöðu Eyjafjarðarsveitar en samhliða henni var fjárfestingar- og viðhaldsáætlun samþykkt fyrir árið 2016 kr. 47,5 millj. og fyrir árin 2017 - 2019 kr. 168 millj.
15.12.2015

Tafir á sorphirðu

Vegna færðar og veðurs hafa orðið tafir á sorphirðu, Gámaþjónustan stefnir að því að klára verkið eftir hádegið á morgun, miðvikudaginn 9.12.2015.
08.12.2015

Fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Fundur sveitarstjórnar verður haldinn föstudaginn 11. desember kl.16.00 í fundarstofu 2, Skólatröð 9.
08.12.2015

Tilkynning vegna óvissuástands

Líkt og fram hefur komið hefur embætti Ríkislögreglustjóra lýst yfir óvissustigi á landinu vegna óveðurs, í samráði við alla lögreglustjóra landsins. Gert er ráð fyrir að veðrið byrji hér seinni partinn og standi fram á hádegi á morgun. Aðgerðarstjórnir hér í umdæminu hafa fundað í dag og tekið stöðuna og eru í viðbragðsstöðu.
07.12.2015

Opnunartímar í Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar yfir hátíðirnar

Opnunartímar í Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar yfir hátíðarnar verður sem hér segir: 23.-26. des. lokað 27. des. opið kl 10.00-17.00 28.-30. des. opið kl. 06.30-21.00 31. des lokað 1. jan. lokað 2. jan opið kl 10.00-17.00
07.12.2015

Fræðsla fyrir íþróttafólk og foreldra

UMSE mun standa fyrir fræðslufyrirlestrum á Hrafnagili þriðjudaginn 24. nóvember. Fræðslan fer fram í Hrafnagilsskóla og er ætluð íþróttafólki, 11 ára og eldri. Ekkert þátttökugjald er á fyrirlestrana og eru foreldrar sérstaklega boðnir velkomnir.
19.11.2015

Borðtennisæfingabúðir á Hrafnagili 14. nóv.- kostar ekkert

Laugardaginn 14. nóvember verða borðtennisæfingabúðir fyrir börn og unglinga í íþróttahúsinu á Hrafnagili. Búðirnar hefjast klukkan 10 að morgni og standa langt fram eftir degi. Umf. Samherjar standa fyrir búðunum en þær eru haldnar í tengslum við aldursflokkamót sem félagið heldur á sunnudag.
12.11.2015

Straumleysi

Straumlaust verður á morgun, fimmtudaginn 12. nóvember, milli kl. 13 og 16 í Fnjóskadal og efri hluta Svalbarðsstrandar/Vaðlaheiðar (sjá kort) vegna vinnu við háspennukerfið. Nánari upplýsingar veitir svæðisvakt RARIK Norðurlandi í s. 528-9690
11.11.2015

Auglýst er eftir umsóknum í Afreksmannasjóð UMSE

UMSE auglýsir eftir umsóknum í Afreksmannasjóð UMSE. Tilgangur sjóðsins er að styrkja einstaklinga eða hópa, innan UMSE, sem náð hafa framúrskarandi árangri í íþrótt sinni. Umsóknarfrestur er til og með 1.desember næst komandi og verður úthlutað úr sjóðnum 15.desember.
10.11.2015

Straumleysi

Straumlaust verður í nótt, aðfaranótt 6. nóvember, frá miðnætti til kl. 4 í vestanverðum Eyjafirði frá Kjarnaskógi/Hvammi að Miklagarði vegna vinnu við háspennukerfið.
05.11.2015