Fréttayfirlit

Frá Smámunasafni Sverris Hermannssonar

Sumaropnun safnsins hefst föstudaginn 15. maí nk. Opið verður alla daga í sumar frá kl. 11:00-17:00. Í anddyri safnsins stendur yfir sýning á verkum kvenna úr sveitinni, tengd altarisklæðinu úr Miklagarðskirkju. Sunnudaginn 17. maí höldum við íslenska Safnadaginn hátíðlegan og bjóðum af því tilefni aðgöngumiðann á hálfvirði. Rjúkandi kaffi og gómsætar sveitarvöfflur með heimalagaðri rabarbarasultu og ekta rjóma til sölu á kaffistofunni. Hlökkum til að sjá ykkur. Starfsfólk Smámunasafnsins
15.05.2015

Opnunartími Íþróttamiðstöðvarinnar yfir hvítasunnuna

Uppstigningardagur 14. maí opið kl. 10.00-20.00 Hvítasunnudagur 24. maí kl. 10.00-20.00 Annar í hvítasunnu 25. maí kl. 10.00-20.00
13.05.2015

Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2014

Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2014 var lagður fram á fundi sveitarstjórnar 6. maí 2015. Rekstur Eyjafjarðarsveitar gekk vel á árinu 2014 og var rekstrarafgangur fyrir fjármagnsliði 37,2 m.kr. sem er um 4,5 % af tekjum. Að teknu tilliti til fjármagnsliða var afgangur af rekstri sveitarfélagsins 34,7 m.kr. eða 4,2% af tekjum. Rekstrarniðurstaða ársins var í samræmi við áætlun ársins sem gerði ráð fyrir 33,4 m.kr. rekstrarafgangi.
13.05.2015

Auglýsingablaðið kemur út á morgun!

Auglýsingablaðið kemur næst út miðvikudaginn 13. maí. Auglýsingar þurfa því að berast fyrir kl.12 þriðjudaginn 12. maí.
12.05.2015

Svæðisfundir vegna stefnumótunar fyrir Sóknaráætlun Norðurlands eystra

Undirbúningur er hafinn að stefnumótun fyrir Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019, í samræmi við samning milli ríkisins og Eyþings. Opnir fundir verða haldnir til að ræða framtíð svæðanna og landshlutans og safna hugmyndum og forgangsraða þeim.
07.05.2015

Afgreiðslu umsókna er lokið - spennandi hátíð framundan

Á annað hundrað umsóknir bárust Handverkshátíð og hefur þeim nú öllum verið svarað. Tæplega 100 aðilar taka þátt í ár og enn og aftur getum við lofað fjölbreyttri og spennandi hátíð. Aldrei fyrr hafa svo margir nýir sýnendur verið meðal umsækjenda.
05.05.2015

FUNDARBOÐ 463. fundar sveitarstjórnar

463. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 6. maí 2015 og hefst kl. 15:00
30.04.2015

Sumardagurinn fyrsti í Eyjafjarðarsveit

Fjölbreytt dagskrá í boði víðsvegar um sveitina. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Komdu og njóttu sumardagsins fyrsta með okkur í Eyjafjarðarsveit.
21.04.2015

Starfsfólk óskast

Heimaþjónusta Eyjafjarðarsveitar óskar eftir starfsfólki í heimaþjónustu. Starfið felst í tiltekt og þrifum inni á heimilum nokkrar klukkustundir á viku. Nánari upplýsingar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í s. 463-0600 eða í tölvupósti á netfangið esveit@esveit.is. Eldri starfsumsóknir óskast endurnýjaðar. Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
21.04.2015

Vinnuskólinn - umsóknarfrestur til 4. maí

Eyjafjarðarsveit býður unglingum fæddum 1999, 2000 og 2001 vinnu við umhverfisverkefni á komandi sumri. Starfið hefst 8. júní. Umsækjendur þurfa að skila inn umsóknum fyrir 4. maí á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar eða á netfangið esveit@esveit.is. Í umsókninni þarf að koma fram nafn og kennitala umsækjanda, nafn forráðamanns og sími. Upplýsingar um vinnutíma og laun verða birt á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar þegar nær dregur. Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
21.04.2015