Fréttayfirlit

Páskabingó

Páskabingó verður haldið í Funaborg Eyjafjarðarsveit laugardaginn 16. apríl kl. 13:30.
Komdu og þú getur unnið páskasteik frá Norðlenska, ásamt mörgum öðrum  glæsilegum vinningum. Spjaldið kostar kr. 500.- og kr. 250.- eftir hlé.
Hestamannafélagið Funi

 

14.04.2011

Fermingarmessa

Fermingarmessa verður í Hólakirkju á pálmasunnudag 17. apríl kl. 11.
Fermdir verða Ágúst Örn Víðisson, Ártröð 1 og Guðmundur Viðar Ingvarsson, Ártúni.
Kær kveðja, Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur í Eyjafjarðarprófastsdæmi

14.04.2011

Sveitarstjórnarfundur 401. fundur 12.04.2011

401. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 12. apríl n.k. og hefst hann kl. 15:00.
Sveitarstjóri

06.04.2011

Deildarfundur Austur-Eyjafjarðardeildar KEA

Verður haldinn fimmtudaginn 7. apríl kl. 17:00 á Öngulsstöðum Eyjafjarðarsveit.
Á fundinum verða venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum um störf deilda félagsins. Framkvæmdarstjóri og stjórnarformaður mæta á fundinn.
Stjórnin

06.04.2011

Kjörfundur vegna Þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl 2011

Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit verður í Hrafnagilsskóla.

Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 18:00.

Á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt. Þeir sem eiga erfitt með gang mega aka að inngangi skóla.

Á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur í Hrafnagilsskóla, sími 464-8100 eða 899-4935.
Kjörstjórnin í Eyjafjarðarsveit 29. mars 2011,
Emilía Baldursdóttir, Ólafur Vagnsson, Níels Helgason

05.04.2011

Messa í Möðruvallakirkju 3. apríl

Næstkomandi sunnudag 3. apríl verður messa í Möðruvallakirkju kl. 13.30. Kór Ólafsfjarðarkirkju kemur í heimsókn og syngur við messuna ásamt Kór Laugalandsprestakalls. Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir, sóknarprestur í Ólafsfirði og sr. Guðmundur Guðmundsson verða með samtalsprédikun um boðunardag Maríu. Sóknarnefndirnar í prestakallinu bjóða í kirkjukaffi eftir messu. Allir hjartanlega velkomnir.

31.03.2011

Veitingarekstur í Laufási

Minjasafnið á Akureyri óskar eftir áhugasömum aðilum til að reka veitingasölu og veitingasal í Laufási í Grýtubakkahreppi – 30 km frá Akureyri.

Í Laufási er rekin umfangsmikil ferðaþjónusta í kringum Gamla bæinn Laufás. Góð tengsl eru við ferðaþjónustuaðila og  gestafjöldi stöðugur.  Möguleikar á frekari útleigu á 80 manna veitingasal.

Gamli bærinn í Laufási er opinn frá 9-18 alla daga frá 29. maí til 12. september.
Allar nánari upplýsingar gefur safnstjóri Haraldur Þór Egilsson í síma 462-4162 alla virka daga. haraldur@minjasafnid.is

Tilboð berist fyrir 31. mars. n.k.

MINJASAFNIÐ Á AKUREYRI –AÐALSTRÆTI 58 –S: 462-4162 –WWW.MINJASAFNID.IS

24.03.2011

Sveitarstjórn bókar um launaþróun í bankakerfinu

„Eyjafjarðarsveit hefur allt frá upphafi  haft  bankaviðskipti sín við Arionbanka.  Sveitarfélagið hefur allan þann tíma átt mjög  góð og ánægjuleg samskipti við starfsfólk bankans á Akureyri.
23.03.2011

Höskuldsstaðir - skipulagslýsing deiliskipulags

Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar 22. mars s.l., er hér með auglýst skipulagslýsing á deiliskipulagi íbúðarreits ÍS15 að Höskuldsstöðum skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
23.03.2011

Aðalskipulagsbreyting að Syðri-Varðgjá - kynning

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar að Syðri-Varðgjá er til kynningar á vinnslustigi.
16.03.2011