Fréttayfirlit

Íþróttamiðstöðin opnar aftur 15. apríl

Breyttur opnunartími í sundlauginni Mánudaga – fimmtudaga kl 6:30 – 8:00 og 14:00 – 22:00 Föstudaga kl 6:30 – 8:00 og 14:00 – 19:00 Laugardaga og sunnudaga kl 10:00 – 19:00 Sama fyrirkomulag verður í ræktinni og verið hefur. Hringja í 464-8140 til að panta tíma á opnunartíma íþróttamiðstöðvar. Hámark 2 í einu, nema fjölskylda og vinir mega vera fleiri. Grímuskylda í anndyri og við biðjum alla um að halda áfram að huga vel að persónulegum sóttvörnum. Hlökkum til að sjá ykkur Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar 
14.04.2021
Fréttir

Kæru foreldrar

Nú stendur yfir skráning barna vegna íþróttaiðkunar vorannar. Þetta er í annað skipti sem að notast er við skráningu í gegnum Nóra kerfið, en þar geta foreldrað skráð sig inn í gegnum https://umse.felog.is/ með rafrænum skilríkjum eða íslykli. Eins og áður geta börn verið skráð í eins margar greinar og það/þið kjósið en einungis er rukkað fyrir fyrstu greinina sem skráð er. Ef barnið er að stunda fleiri en eina grein þá er nauðsynlegt að skrá barnið í allar þær greinar sem hann/hún er að iðka. Hægt er að velja um að greiða æfingagjöld með kreditkorti eða að fá greiðsluseðil sendan í heimabanka. Einnig er hægt að láta senda sér kvittun fyrir greiðslu sem að nýtist til að sækja um íþróttastyrk til sveitarfélagsins. Íþróttagjald fyrir vorönn er óbreytt frá fyrri önn, eða 15.000 kr. óháð fjölda íþróttagreina. Í lok apríl verður lokað fyrir skráningu í gengum Nóra og sendir út greiðsluseðlar til þeirra sem ekki hafa lokið skráningu. Hækkar þá gjaldið um 2.500 kr, eða upp í 17.500 kr. Skráning í gegnum Nóra hefur reynst mjög vel og flestir fara auðveldlega í gegnum ferlið en ef að þú/þið lendið í vandræðum með skráningu þá endilega sendið okkur póst í gegnum samherjar@samherjar.is og við aðstoðum ykkur af okkur bestu getu. Við viljum einnig benda á Sérstakan íþrótta- og tómstundastyrk fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum. Hægt er að nálgast allar upplýsingar um styrkinn á https://www.esveit.is/is/moya/news/opnad-fyrir-umsoknir-a-serstokum-ithrotta-og-tomstundastyrk-vegna-ahrifa-af-covid-19 Kær kveðja, Stjórn UMF Samherja
14.04.2021
Fréttir

Skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla, vorið 2021

Dagana 3. – 7. maí stendur yfir skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir að skrá tilvonandi 1. bekkinga (börn fædd 2015) og einnig aðra nýja nemendur sem væntanlegir eru í skólann næsta haust. Á sama tíma er tekið á móti tilkynningum um flutning nemenda af svæðinu. Þeir sem ætla að notfæra sér frístund næsta vetur (fyrir nemendur í 1.- 4. bekk) eru beðnir að tilkynna það þessa sömu daga (ekki bindandi skráning). Skráning fer fram hjá ritara skólans milli kl. 9:00-15:00 í síma 464-8100. Skólastjóri.
14.04.2021
Fréttir

Vinnuskólinn

Opnað hefur verið fyrir skráningu í Vinnuskólann sumarið 2021 á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar. https://www.esveit.is/is/thjonusta/menntun-1/vinnuskoli
13.04.2021
Fréttir

Breyting á fundardögum sveitarstjórnar og skipulagsnefndar

Fundir sveitarstjórnar verða nú hálfsmánaðarlega. Fundir fram að sumarfríi verða kl. 8:00 21. apríl, 6. og 20. maí, 3. og 16. júní. Fundir skipulagsnefndar breytast einnig og verða fundir á mánudögum kl. 8:00 dagana 19. apríl, 3., 17., og 31. maí og 14. júní.
13.04.2021
Fréttir

Fundarboð 563. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar - Fjarfundur

563. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn Fjarfundur, 8. apríl 2021 og hefst kl. 15:00.
06.04.2021
Fréttir

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Bókasafnið er opið aftur eftir páskafrí. Almennir opnunartímar safnsins eru: Þriðjudagar frá 16.00-19.00. Miðvikudagar frá 16.00-19.00. Fimmtudagar frá 16.00-19.00. Ef einhverjar breytingar verða á þessu verður það auglýst á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar: esveit.is og í sveitapóstinum.
06.04.2021
Fréttir

Styrkur til íþrótta- og tómstundastarfs fyrir skólaárið 2020-2021 - Umsóknarfrestur til 15. apríl.

Meðal aðgerða stjórnvalda vegna Covid-19 er styrkur sem hægt er að sækja um til sveitarfélaga vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna. Styrkurinn er veittur vegna barna sem eru fædd á árunum 2005–2014 og búa á heimilum þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks, voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars–júlí 2020. *Hægt er að sækja um styrk til og með 15. apríl 2021. *Miðað er við að íþrótta- og tómstundaiðkunin fari fram á skólaárinu 2020–2021. Athugið að hægt er að koma með kvittanir fyrir íþrótta- og tómstundastarfi sem greitt var fyrir í upphafi skólaárs eða frá hausti 2020.
24.03.2021
Fréttir

Lýðheilsustyrkur

Eyjafjarðarsveit veitir íbúum sveitarfélagsins 67 ára og eldri styrk til heilsueflingar. Markmið lýðheilsustyrkja er að stuðla að aukinni heilsueflingu, líkamlegri og félagslegri. Styrkur er veittur vegna skráninga- og þátttökugjalda fyrir einstaklinga á aldrinum 67 ára og eldri með lögheimili í Eyjafjarðarsveit. Styrkhæft er hvers konar reglulegt félagsstarf og líkamsrækt sem stuðlar að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan. Fjárhæð styrks er ákveðin ár hvert í sveitarstjórn að fengnum tillögum frá lýðheilsunefnd. Styrkur nemur aldrei hærri fjárhæð en sem nemur greiddum gjöldum. Styrkur árið 2021 er fjárhæð 15.000 kr. Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 15. desember hvers árs. Til að fá styrkinn greiddan þarf að senda: Afrit af reikningi þar sem fram kemur fyrir hvaða félagsstarf eða líkamsrækt er verið að greiða. Staðfestingu á greiðslu. Reikningsupplýsingar til að leggja styrkinn inn á.
23.03.2021
Fréttir

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Síðasti opnunardagur safnsins fyrir páska er fimmtudagurinn 25. mars. Þá er opið frá kl. 16.00-19.00. Opnum aftur eftir páska þriðjudaginn 6. apríl. Minnum annars á opnunartíma safnsins: Þriðjudagar frá 16.00-19.00. Miðvikudagar frá 16.00-19.00. Fimmtudagar frá 16.00-19.00. Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinngang.
23.03.2021
Fréttir