Deiliskipulag fyrir ferðaþjónustu að Leifsstöðum 2, Eyjafjarðarsveit – kynning skipulagstillögu á vinnslustigi
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 3. júní sl. að vísa skipulagstillögu fyrir ferðaþjónustu á Leifsstöðum 2 í kynningarferli skv. 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan tekur til byggingar tveggja íbúðarhúsa, 1500 fm viðbyggingar við hótel, þriggja frístundahúsa, tíu gistihýsa og aðstöðuhúss. Auk þess er gert ráð fyrir tjaldsvæði, götum milli húsa og landmótun á svæðinu.
07.06.2021
Fréttir
Deiliskipulagsauglýsingar