Fréttayfirlit

Tónlistarskóli Eyjafjarðar auglýsir eftir tónlistarkennurum í eftirfarandi stöður

Tónlistar-/tónmenntakennari í 75-100% starfshlutfall. Tónlistarskóli Eyjafjarðar leitar að tónlistar-/tónmenntakennara til að kenna og móta fjölbreytta tónlistarkennslu við skólann. Sinna þarf fjölþættri kennslu, m.a. forskóla-/tónmenntakennslu í samvinnu við leik- og grunnskóla á starfssvæðinu sem er Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit, Svalbarðsstrandarhreppur og Grýtubakkahreppur. Fyrir hæfan og metnaðarfullan aðila eru möguleikar á að þróa og móta starfið en unnið hefur verið með ýmsa þætti eins og marimbukennslu, kórstarf, samsöng, rythmískt samspil o.fl. Hljóðfærakennsla getur verið hluti af starfinu ef umsækjandi óskar. Píanókennari í 100% starfshlutfall. Leitað er eftir kennara sem sýnir frumkvæði, mætir nemendum á áhugasviði þeirra og nýtir sér fjölbreytta kennsluhætti. Kennsla fer fram í öllum útibúum skólans. Tónlistarkennari í 75-100% starfshlutfall. Leitað er eftir kennara með breiðan bakgrunn sem gæti kennt fjölbreytta hljóðfærakennslu byrjenda, hópkennslu og fræðigreinar. Yfirmenn eru skólastjóri og aðstoðarskólastjóri tónlistarskólans en í nánum samskiptum við aðra stjórnendur leik- og grunnskóla. Umsækjandi hafi menntun og reynslu sem nýtist í starfi. Laun eru samkvæmt kjarasamningum tónlistarkennara við Samband íslenskra sveitarfélaga. Umsækjandi þarf að hafa bíl til umráða, akstur greiddur samkvæmt samningi. Góð samskiptahæfni er lykilatriði. Höfuðstöðvar skólans eru á Hrafnagili innan við 10 mínútna akstur frá Akureyri. Umsóknarfrestur er til 25.maí. Upplýsingar um starfið veitir Guðlaugur Viktorsson, skólastjóri s.8980525 Fyrirspurnir og umsóknir berist á netfangið te@krummi.is Skólastjóri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
03.05.2021
Fréttir

Matvælastofnun óskar eftir tilkynningum um villta dauða fugla

Matvælastofnun vekur athygli á að stofnunin óskar eftir tilkynningum ef villtir dauðir fuglar finnast í sveitarfélaginu, nema augljóst sé að þeir hafi drepist af slysförum. Tilgangurinn er að skima þá fyrir fuglaflensu og fylgjast þannig með mögulegri útbreiðslu hennar meðal farfugla hérlendis. Best er að tilkynna með því að skrá ábendingu á vef stofnunarinnar, en líka er hægt að hringja í síma 530-4800 á opnunartíma eða senda tölvupóst á netfangið mast@mast.is.
30.04.2021
Fréttir

Gámasvæðið - lokað 1. maí

Lokað verður laugardaginn 1. maí á gámasvæðinu. Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar.
28.04.2021
Fréttir

Framlengdur frestur til 31. júlí 2021 - Sérstakur íþrótta- og tómstundastyrkur vegna áhrifa af Covid-19

Miðað er við að íþrótta- og tómstundaiðkunin fari fram á skólaárinu 2020–2021. Athugið að hægt er að koma með kvittanir fyrir íþrótta- og tómstundastarfi sem greitt var fyrir í upphafi skólaárs eða frá hausti 2020. • Umsóknarfrestur verði framlengdur til 31. júlí 2021 • Ekkert lágmarkstímabil iðkunar (með það að markmiði að t.d. leikjanámskeið og sumarbúðir falli undir skilyrðið) • Hægt er að nýta styrkinn til að greiða keppnisgjald/mótsgjald
27.04.2021
Fréttir

Sumarstörf námsmanna 18 ára og eldri

Eyjafjaðarsveit auglýsir þrjú sumarstörf fyrir námsmenn sumarið 2021. Umsækjendur þurfa að verða 18 ára á árinu eða eldri og vera skráðir í námi á vorönn 2021 eða haustönn 2021. Ráðningartími er að hámarki tveir og hálfur mánuður miðað við fullt starf á tímabilinu 1. júní - 15. september. 
26.04.2021
Fréttir

Er úrgangur vannýtt auðlind? erindi í boði Umhverfisnefndar.

Á mánudagsmorgun 26. apríl kl. 11:00 mun Guðmundur Sigurðarson hjá Vistorku flytja erindi í fjarfundabúnaði undir yfirskriftinni “Er úrgangur vannýtt auðlind?”. Hægt er að fylgjast með kynningunni með því að fara inná tengil hér að neðan.
23.04.2021
Fréttir

Opnun sundlaugar 22. og 23. apríl

Sundlaugin verður opin á sumardaginn fyrsta kl. 10:00-19:00. Föstudaginn 23. apríl er starfsdagur í skólanum og þá verður sundlaugin opin allan daginn kl. 6:30-19:00.
21.04.2021
Fréttir

Gleðilegt sumar

Um helgina eru bæði Stóri plokkdagurinn og Dagur umhverfisins. Af því tilefni vill Umhverfisnefndin hvetja íbúa Eyjafjarðarsveitar til átaks í ruslatínslu og almennri tiltekt. Víða má finna rusl í vegköntum, plast á girðingum og fleira. Á mánudagsmorgun 26. apríl kl. 11:00 mun Guðmundur Sigurðarson hjá Vistorku flytja erindi í fjarfundabúnaði undir yfirskriftinni “Er úrgangur vannýtt auðlind?”. Hægt er að fylgjast með kynningunni með því að fara inná tengil á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar. Kynningin verður tekin upp og gerð aðgengileg í einhvern tíma á eftir fyrir þá sem ekki geta fylgst með í rauntíma. Settir verða út gámar fyrir járn og timbur á nokkrum stöðum um leið og þungatakmarkanir leyfa. Mikilvægt er að vel sé um þá gengið og rétt flokkað. Með sameiginlegu átaki gerum við sveitina okkar fallega. Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar.
19.04.2021
Fréttir

Fundarboð 564. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar - 564 FUNDARBOÐ 564. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 21. apríl 2021 og hefst kl. 08:00 Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar 1. Framkvæmdaráð - 105 - 2104003F 1.1 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla 1.2 2104011 - Skólatröð 2-6 loftræsting 1.3 2002025 - TGJ ehf. - Kynning á rauntímateljurum 2. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 342 - 2104002F 2.1 1910034 - Deiliskipulag Hrafnagilshverfis 2.2 2104003 - Kroppur - Íbúðasvæði Almenn erindi 3. Eyjafjarðarbraut vestri - ný lega við Hrafnagilshverfi - 1911003 4. UMF Samherjar - Styrkumsókn - 2104017 5. Laxeldi í Eyjafirði - 2005013 6. Óshólmanefnd - Fuglalíf í óshólmum Eyjafjarðará, könnun 2020 - 2104021 7. Ársskýrsla 2019-2020, rekstraráætlun 2020-2021 og fundargerðir skólanefndar og sveitarstjóra aðildarsveitarfélaga - 2104024 Almenn erindi til kynningar 8. Stefna gegn Eyjafjarðarsveit - 2104019 9. Fallorka ehf. - Bílahleðslustöð við Djúpadalsvirkjun 1 - 2104012 10. Markaðsstofa Norðurlands - Flugklasinn, staða apríl 2021 - 2104013 19.04.2021 Stefán Árnason, skrifstofustjóri.
19.04.2021
Fréttir

Nýbygging Hrafnagilsskóla - drög teikninga og umsagnartími

Framkvæmdaráð, fyrir hönd sveitarstjórnar, býður starfsmönnum sveitarfélagsins og íbúum nú að kynna sér fyrirliggjandi drög af skólabyggingu fyrir leik- og grunnskóla Eyjafjarðarsveitar. Opið verður fyrir móttöku athugasemda við fyrirliggjandi drög út sunnudaginn 25.apríl 2021 og verður þar hafður sami háttur á og varðandi greinagerð sveitarstjórnar.
15.04.2021
Fréttir