Bjarni sveitarstjóri lætur af störfum
Föstudaginn 30. maí s. l. lét Bjarni Kristjánsson af starfi sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar, eftir 10 ára
farsælt starf.
Föstudaginn 30. maí s. l. lét Bjarni Kristjánsson af starfi sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar, eftir 10 ára
farsælt starf.Sýningin "staðfugl - farfugl verður opnuð við Hrafnagilsskóla 31. maí 2008, kl. 14:00
Sýningin er myndlistar- og gjörningaviðburður. Hún eflir þekkingu fólks á sögu og sérkennum svæðisins enda verður hún staðsett á völdum stöðum úti á víðavangi víðsvegar um Eyjafjarðarsveit.
Miðvikudaginn 7. maí kl. 16:00, hefst að Háuborg, tilraun til að nýta trjákurl til ræktunar.
Lesa tilkynninguNorræna félagið á Akureyri stendur fyrir Norrænum handverksdögum í vikunni fyrir hina árlegu handverkshátíð við
Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit.
Um er að ræða fjóra námskeiðsdaga þar sem hægt er að velja mismunandi námskeið. Áhersla verður lögð á notkun
gamalla handverksaðferða í nýjum búningi. Að þessu sinni hefur Norræna félagið fengið 4 kennara til liðs við sig, alla tengda Skals
Håndarbejdsskole í Danmörku. Þeir eru:
Björk Ottósdóttir Dietrichson, kennari á Skals.
Jytte Marie Kodal, kennari á Skals.
Inge-Marie Regnar, kennari og eigandi fyrirtækisins Filteriet.
Helga Jóna Þórunnardóttir, kennari og eigandi verslunarinnar Nálarinnar í Reykjavík.
Félagsmenn Norræna félagsins fá 3000 kr. afslátt af fyrsta námskeiðinu og
1000 kr. afslátt af hverju námskeiði sem tekið er þátt í eftir það.
Notið tækifærið og skráið ykkur í Norræna félagið!!!
Einnig má benda á að sum verkalýðsfélög niðurgreiða námskeið af þessu
tagi. Sjá nánar á www.listalind.is