Tækjamót Dalbjargar í Jökuldal
Klukkan 10 á laugardagsmorgun var brottför og var stefnan tekin meðfram Hofsjökli inn að miðju Íslands við Illviðrahnjúka.
Hátíðin Uppskera og handverk 2008 verður haldin í og við Hrafnagilsskóla dagana 8-10. ágúst n. k. Sigurlína Helgadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri sýningarinnar í ár. Sigurlína er búsett í Finnlandi en hún kemur til landsins þann 1. maí n k.
Hægt er að fylgjast með framvindu mála á síðunni http://www.handverkshatid.is/
Föstudaginn 18. apríl 2008, kl. 10:00, voru á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar opnuð tilboð í verkið Reykárhverfi 4 - gatnagerð lagnir,
samkvæmt tilboðsgögnum sem unnin voru af Verkfræðistofu Norðurlands í apríl 2008.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Tilboðsgjafi Tilboð % af áætlun
Eiríkur Rafnsson 26.600.000 128,52%
G. Hjálmarsson ehf. 26.300.000 127,07%
G.V. Gröfur hf. 19.857.000 95,94%
Finnur ehf 23.503.658 113,56%
Kostnaðaráætlun 20.697.500 100,00%
Reiknað er með að framkvæmdir geti hafist á næstu dögum.