Fréttayfirlit

Jóla og áramótakveðja sveitarstjóra

Ég vaknaði snemma í morgun, á Þorláksmessu, það var í raun ennþá nótt og Eyfirska lognið óvenju duglegt að hreyfa sig. Það var samt ákveðin kyrrð í vindinum og enginn annar farinn á ról þegar ég rölti mér í vinnuna. Það voru allir sofandi heima, komnir í frí svo það var gott að taka daginn snemma. Eyjafjarðará liðaðist á móti mér niður dalinn eins og hún hefur gert frá örófi alda; hún nærir jörðina, gefur landbúnaðarhéraðinu líf og flytur með sér efnivið sem skapað hefur grunn að traustu samfélagi við Eyjafjörð.
23.12.2025
Fréttir

Laus störf í Krummakoti

Í Krummakoti eru lausar stöður leikskólakennara og starfsmann til afleysinga.
22.12.2025
Fréttir

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar

Við bjóðum sundgestum upp á heitt kakó, alvöru rjóma og piparkökur eftir sundferðina á aðventunni. Verið velkomin í notalega aðventustemningu.
22.12.2025
Fréttir

Breyting á sorphirðu hjá Terra fyrir jól

Almennt/lífrænt sorp verður sótt föstudaginn 19. desember í stað mánudagsins 22. desembers og reynt verður í framhaldi af því að klára sorphirðuna í Eyjafjarðarsveit fyrir hádegi þriðjudaginn 23. desember. Von er á nýju sorphirðudagatali fyrir komandi ár.
16.12.2025
Fréttir

Ný aðkoma að leikskóla og bætt umferðaröryggi norðan við íþróttamiðstöð

Nýrri aðkomuleið að bílastæði leikskóla hefur verið bætt við. Fyrir og um helgina hefur staðið yfir vinna við að bæta umferðaröryggi norðan við leik- og grunnskólann og íþróttamiðstöðina en afar erfitt ástand hefur verið þar undanfarnar vikur vegna mikillar umferðar og slæmrar birtu.
14.12.2025
Fréttir

Sundlaugin lokar kl. 15 laugardaginn 13. desember

Vegna jólagleði starfsfólks íþróttamiðstöðvarinnar lokar sundlaugin kl. 15, laugardaginn 13. desember n.k. Opnum stundvíslega kl. 10 á sunnudeginum. Starfsfólk ÍME
09.12.2025
Fréttir

Fjárhagsáætlun ársins 2026 samþykkt í sveitarstjórn

Sveitarstjórn tók þann 4. desember til síðari umræðu fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2026 og 2027 til 2029. Áfram er gert ráð fyrir jákvæðri afkomu bæði í A-hluta og samstæðu, með 342 m.kr. afgangi í A-hluta og 423 m.kr. afgangi á samstæðu. Rekstrartekjur samstæðu eru áætlaðar 2.205 m.kr., eða 20,8% hækkun frá útkomuspá 2025. En áfram er gert er ráð fyrir jákvæðri afkomu til ársins 2029.
04.12.2025
Fréttir

Skötuveisla á Þorláksmessu

Lionsklúbbarnir Vitaðsgjafi og Sif í Eyjafjarðarsveit bjóða til skötuveislu á Þorláksmessu, í Hrafnagilsskóla frá 11:30 til 13:30. Saltfiskur verður til reiðu handa þeim sem ekki þora. Verð er 5.000 kr. á manninn og allur ágóði rennur til líknarmála. Komið og eigið saman ilmandi góða stund fyrir jólin.
02.12.2025
Fréttir

Syndum 2025 - lengra synt en í fyrra

Gestir sundlaugarinnar í Hrafnagilshverfi lögðust hver um annan þveran til sunds í nóvembermánuði en þá var átakið Syndum sem er á vegum ÍSÍ, keyrt líkt og síðustu ár. Í fyrra voru syntir samtals 116,7 kílómetrar en í ár var bætt í og niðurstaðan er 120,95 kílómetrar. Sá sem lengst synti fór slétta 13 km, næst lengsta vegalengdin var 10 km og sú þriðja 9,2 km. Ef niðurstöðurnar eru brotnar niður á daga kemur í ljós að 17. nóvember trónir á toppnum með flesta km eða samtals 8,150 km. Sundlaugin í Hrafnagilshverfi endaði í 25. sæti yfir allar sundlaugar landsins að þessu sinni. Nú er tími til að hefja markvissar æfingar fyrir næsta Syndum-átakið 2026 og færa sig aðeins ofar í töflunni.
02.12.2025
Fréttir

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Ágætu sveitungar. Jólabækurnar streyma inn á safnið þessa dagana. Af óviðráðanlegum orsökum verður þó lokað á safninu fimmtudaginn 4. og föstudaginn 5. desember.
01.12.2025
Fréttir