Fjárhagsáætlun ársins 2026 samþykkt í sveitarstjórn
Sveitarstjórn tók þann 4. desember til síðari umræðu fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2026 og 2027 til 2029. Áfram er gert ráð fyrir jákvæðri afkomu bæði í A-hluta og samstæðu, með 342 m.kr. afgangi í A-hluta og 423 m.kr. afgangi á samstæðu. Rekstrartekjur samstæðu eru áætlaðar 2.205 m.kr., eða 20,8% hækkun frá útkomuspá 2025. En áfram er gert er ráð fyrir jákvæðri afkomu til ársins 2029.
04.12.2025
Fréttir