Fréttayfirlit

Fjárhagsáætlun ársins 2026 samþykkt í sveitarstjórn

Sveitarstjórn tók þann 4. desember til síðari umræðu fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2026 og 2027 til 2029. Áfram er gert ráð fyrir jákvæðri afkomu bæði í A-hluta og samstæðu, með 342 m.kr. afgangi í A-hluta og 423 m.kr. afgangi á samstæðu. Rekstrartekjur samstæðu eru áætlaðar 2.205 m.kr., eða 20,8% hækkun frá útkomuspá 2025. En áfram er gert er ráð fyrir jákvæðri afkomu til ársins 2029.
04.12.2025
Fréttir

Skötuveisla á Þorláksmessu

Lionsklúbbarnir Vitaðsgjafi og Sif í Eyjafjarðarsveit bjóða til skötuveislu á Þorláksmessu, í Hrafnagilsskóla frá 11:30 til 13:30. Saltfiskur verður til reiðu handa þeim sem ekki þora. Verð er 5.000 kr. á manninn og allur ágóði rennur til líknarmála. Komið og eigið saman ilmandi góða stund fyrir jólin.
02.12.2025
Fréttir

Syndum 2025 - lengra synt en í fyrra

Gestir sundlaugarinnar í Hrafnagilshverfi lögðust hver um annan þveran til sunds í nóvembermánuði en þá var átakið Syndum sem er á vegum ÍSÍ, keyrt líkt og síðustu ár. Í fyrra voru syntir samtals 116,7 kílómetrar en í ár var bætt í og niðurstaðan er 120,95 kílómetrar. Sá sem lengst synti fór slétta 13 km, næst lengsta vegalengdin var 10 km og sú þriðja 9,2 km. Ef niðurstöðurnar eru brotnar niður á daga kemur í ljós að 17. nóvember trónir á toppnum með flesta km eða samtals 8,150 km. Sundlaugin í Hrafnagilshverfi endaði í 25. sæti yfir allar sundlaugar landsins að þessu sinni. Nú er tími til að hefja markvissar æfingar fyrir næsta Syndum-átakið 2026 og færa sig aðeins ofar í töflunni.
02.12.2025
Fréttir

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Ágætu sveitungar. Jólabækurnar streyma inn á safnið þessa dagana. Af óviðráðanlegum orsökum verður þó lokað á safninu fimmtudaginn 4. og föstudaginn 5. desember.
01.12.2025
Fréttir