Fréttatilkynning
Bryndís Símonardóttir, fjölskylduráðgjafi og Lone Jensen, ráðgjafi efna til samræðu fyrir konur sem orðnar eru fimmtugar, laugardaginn 20. okt. kl. 9:00 til 16:00
Félagið Matur úr héraði - Local food mun standa fyrir sýningunni MATUR-INN 2007 í Verkmenntaskólanum á Akureyri dagana 12. - 14. október næstkomandi.
Sýningarhaldarar vilja gjarnan heyra frá sem flestum grænmetisræktendum og öðrum framleiðendum matvæla, þar sem spennandi væri að fá aðila með uppskeru haustsins inn á sýninguna. Sjá auglýsingu hér
Fréttatilkynning frá Tónlistarhúsinu Laugarborg
Tónleikar 2. september Laugarborg, kl. 15.00
Að tónleikum loknum býður Kvenfélagið Iðunn upp á sunnudagskaffi.
Miðaverð kr. 2.500,-
Flytjendur: Sólrún Bragadóttir, mezzosópran & Sigurður Flosason, saxofónn
Efnisskrá: Sígild íslensk sönglög í útsetningum flytjenda.
Handverkshátíð við Hrafnagilsskóla var haldin í 15.sinn um síðustu helgi. Nýtt nafn Uppskera og Handverk 2007 með breyttum áherslum féll vel í kramið hjá gestum hátíðarinnar.
