Fréttayfirlit

Leyfðu okkur að sjá um matseldina í hádeginu

Við ætlum að byrja með þá nýjung að opna eldhúsið á Kaffi kú í hádeginu, frá klukkan 12:00 alla virka daga þar sem boðið er uppá hefðbundinn heimilismat. Einnig er hægt að panta og fá matinn í brottnámsbakka. Við þurfum þó smá fyrirvara ef ætlunin er að kíkja í mat. Æskilegt er að panta eða láta vita af komu sinni fyrir klukkan 10:00 í síma 779-3826 Réttur dagsins kostar 1.950 kr. og kaffi innifalið. Matseðill vikunnar 30/8 - 3/9 Mánudagur: Fiskur í raspi, nýjar kartöflur og lauksmjör Þriðjudagur: Lambagúllas, kartöflumús, grænar baunir og rauðkál Miðvikudagur: Gratíneraður plokkfiskur, rúgbrauð og smjör Fimmtudagur: Smjörsteikt Kjúklingabringa með ofnsteiktum kartöflum, grænmeti og rauðvínssósu Föstudagur: Bernaisborgari með sveppum, lauk og frönskum. Matseðil vikunnar má einnig finna á facebook síðu Kaffi kú.
27.08.2021
Fréttir

Vetraropnun í sundlaug hefst laugardaginn 28. ágúst

Vetraropnun í sundlaug hefst laugardaginn 28. ágúst og er eftirfarandi: Mánudaga - fimmtudaga kl. 6:30-8:00 og 14:00-22:00. Föstudaga kl. 6:30-8:00 og 14:00-19:00. Laugardaga og sunnudaga kl. 10:00-19:00. Verið velkomin í sund.  
27.08.2021
Fréttir

Gangnaseðlar 2021

Gangnaseðlar 2021 liggja nú fyrir en þeir sem óska eftir að fá gangnaseðlana senda á pappír geta haft samband við skrifstofu sveitarfélagsins í síma 463-0600. Seðlarnir verða ekki sendir á pappír nema til þeirra sem óska eftir því.
23.08.2021
Fréttir

Norðanátt kynnir Vaxtarrými fyrir frumkvöðla, ný fyrirtæki og nýsköpun innan rótgróinna fyrirtækja á Norðurlandi

Opnað hefur verið fyrir skráningar í viðskiptahraðalinn Vaxtarrými. Um er að ræða átta vikna viðskiptahraðall með áherslu á sjálfbærni með mat, vatn og orku að leiðarljósi þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakið. Verkefnið er byggt upp að fyrirmynd viðskiptahraðla en þó sérhannað með þarfir þátttöku fyrirtækjanna í huga og hafa þau þannig áhrif á þá fræðslu sem stendur þeim til boða. Teymin hitta reynslumikla leiðbeinendur, frumkvöðla, fjárfesta og stjórnendur fyrirtækja á Norðurlandi og víðar á ráðgjafafundum, sitja vinnustofur og fræðslufundi og mynda sterkt tengslanet sín á milli. Vaxtarrými hefst 4. október og lýkur 26. nóvember og fer fram á netinu. Jafnframt hittast teymin fjórum sinnum meðan á verkefninu stendur á vinnustofum á völdum stöðum á Norðurlandi. Leitast er eftir þátttakendum, þ.e. frumkvöðlum, nýjum fyrirtækjum og nýsköpunarverkefnum innan rótgróinna fyrirtækja á Norðurlandi sem eru komin af hugmyndastigi og vilja nýta Vaxtarrými Norðanáttarinnar til að vaxa. Smellið hér til að opna umsóknarformið. Umsóknarfrestur er til og með 20. september. Í framhaldinu verða valin sex til átta teymi til þátttöku. Samstarfsverkefnið Norðanátt er hreyfiafl sem miðar að því að skapa kraftmikið umhverfi á Norðurlandi fyrir frumkvöðla og fyrirtæki. Að verkefninu Norðanátt koma Eimur, SSNV, SSNE, Nýsköpun í norðri og RATA. Hópurinn vinnur í anda nýrrar klasastefnu, þvert á stofnanir samfélagsins og hraðar framþróun og nýsköpun. Nánari upplýsingar veitir Silja Jóhannesdóttir, verkefnastjóri hjá SSNE, silja@ssne.is
19.08.2021
Fréttir

Sundnámskeið fyrir tilvonandi fyrstu bekkinga

UMF Samherjar ætla að bjóða tilvonandi fyrstu bekkingum í Hrafnagilsskóla upp á sundnámskeið í vikunni 16. – 20. ágúst n.k. Um er að ræða börn sem fædd eru 2015. Námskeiðið verður í fimm skipti, frá mánudegi til föstudags. Lagt er upp með tvo hópa, sá fyrri kl. 14-15 og seinni kl. 15-16. Venjulega eru börnin ofan í lauginni í um 35 mínútur. Kennari verður Kolfinna Ólafsdóttir sem hefur reynslu í umsjón með námskeiðum af þessu tagi. Skráningargjald er kr. 5.000.- og verða sendar út kröfur í netbanka. Skráningu skal senda á netfangið samherjar@samherjar.is með upplýsingum um nafn og kennitölu barns og kennitölu greiðanda. Við lítum á þetta sem gott tækifæri fyrir nýja grunnskólanemendur að koma og þjálfa sig í umgengni í búningsherbergjum og sundlauginni sjálfri áður en skólastarfið hefst. Stjórn UMF Samherja.
12.08.2021
Fréttir

Fundarboð 569. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Boðað er til 569. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn fimmtudaginn 12. ágúst klukkan 8:00 í fundarsal 2.
11.08.2021
Fréttir

Lumar þú á hnitsettri gönguleið í sveitarfélaginu?

Sveitarfélagið leitar til staðkunnugra göngugarpa á svæðinu eftir hnitsettum gönguleiðum til að sameina á kortagrunn sveitarfélagsins. Eyjafjarðarsveit fékk á dögunum styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að vinna betur með þær fjölmörgu gönguleiðir sem merktar eru á aðalskipulag sveitarfélagsins og spanna vel yfir 200 kílómetra samtals.
11.08.2021
Fréttir

Gangnadagar 2021

1. göngur verða gengnar 3.-5. september. 2. göngur verða tveim vikum síðar þ.e. 17.-19. september. Hrossasmölun verður föstudaginn 1. október. Stóðréttir verða 2. október.
10.08.2021
Fréttir

Álagning fjallskila 2021

Þeir sem halda allt sauðfé og öll hross heima eru beðnir að tilkynna það til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í seinasta lagi sunnudaginn 22. ágúst með tölvupósti á póstfangið esveit@esveit.is eða í síma 463-0600. Lagt verður á eftir forðagæsluskýrslum þeirra sem sleppa á afrétt. Þá verður lagt á eftirgjald í fjallskilasjóð kr. 60 fyrir hverja kind og hvert hross sömu aðila.
09.08.2021
Fréttir

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar verður lokuð frá 19. júlí til og með 30. júlí vegna sumarleyfa starfsfólks. Þeim sem þurfa nauðsynlega að ná sambandi við sveitarfélagið er bent á vaktsíma Eyjafjarðarsveitar 463-0615. Auglýsingablaðið. Síðasta blaði fyrir sumarlokun skrifstofu verður dreift fimmtudaginn 15. júlí. Næsta auglýsingablað eftir sumarlokun kemur út fimmtudaginn 5. ágúst. Skilafrestur auglýsinga er á þriðjudögum fyrir kl. 10:00.  
09.07.2021
Fréttir