Fréttayfirlit

Skrifstofur Eyjafjarðarsveitar og SBE loka kl. 12:00 föstudaginn 31. okt.

Skrifstofur Eyjafjarðarsveitar og Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, loka kl. 12:00 föstudaginn 31. október. Skrifstofurnar opna aftur á hefbundnum tíma mánudaginn 3. nóvember. Skrifstofur Eyjafjarðarsveitar og SBE.
30.10.2025
Fréttir

Auglýsing um skipulagsmál í Eyjafjarðarsveit

Breytingar á aðal- og deiliskipulagi Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur samþykkt að auglýsa tillögur að breytingum á aðal- og deiliskipulagi Eyjafjarðarsveitar í samræmi við 31. gr. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
30.10.2025
Fréttir

Viðurkenningar á Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi 2025

"Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi var haldin í Skagafirði í gær. Farið var í heimsóknir til ýmissa ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu, sem bjóða bæði afþreyingu, mat og gistingu ásamt ýmsu öðru."
24.10.2025
Fréttir

Fuglainflúensa greinist í refum

"Matvælastofnun hvetur almenning til að tilkynna stofnuninni um veika og dauða fugla og villt spendýr sem það finnur. Það er gert með því að smella á „ábendingar og fyrirspurnir“-hnappinn á forsíðu www.mast.is. Mikilvægt er að lýsa staðsetningu vel, helst með hnitum, og láta mynd fylgja með."
23.10.2025
Fréttir

Fundarboð 664. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 664. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 23. október 2025 og hefst kl. 08:00.
21.10.2025
Fréttir

Innleiðing þriðju tunnunnar í Eyjafjarðarsveit hefst á næstu vikum

Eyjafjarðarsveit mun á næstu 2–3 vikum hefja innleiðingu á þriðju sorptunnunni við hvert heimili í sveitarfélaginu, í samræmi við lög sem kveða á um að plast og pappi skuli flokkað og safnað aðskilið. Það er Terra ehf., þjónustuaðili sveitarfélagsins í sorpmálum, sem sér um framkvæmd innleiðingarinnar. Byrjað verður innst í firðinum og unnið út eftir. Að lokinni innleiðingu munu heimili í Eyjafjarðarsveit hafa til umráða þrjár tunnur: • Plasttunnu • Pappatunnu • Tunnu fyrir óflokkað sorp, með lífrænu hólfi þar sem við á Markmið breytingarinnar er að bæta flokkun úrgangs og stuðla að vistvænni og ábyrgri meðhöndlun sorps í sveitarfélaginu.
20.10.2025
Fréttir

Frétt vegna malbikunarframkvæmda

Alls staðar þar sem nýbúið er að malbika er hætta á að teinar standi upp úr malbikinu þar sem eftir er að steypa kantsteina. Unnið verður að því að ljúka frágangi kantsteina í dag og á morgun. Þetta er alveg frá gatnamótum Hrafnatraðar og Bakkatraðar og að brúnni fyrir neðan Ártröð. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát á svæðinu meðan á framkvæmdum stendur.
17.10.2025
Fréttir

Kæru sveitungar

Tímaritið okkar Eyvindur kemur út fyrir jólin eins og venjulega. Því óskum við eftir að fá sent til okkar t.d. skemmtilegar sögur, ljóð eða annað sem þið hafið samið til að birta. Eins eru ábendingar vel þegnar um spennandi viðtals- eða umfjöllunarefni, jafnvel ljósmyndir fyrr og nú, samanburð af húsum eða sjónarhorni, hvað eina sem ykkur dettur í hug og gæti átt erindi í Eyvind. Kær kveðja frá ritnefnd Benjamín Baldursson s: 899-3585, tjarnir@simnet.is Berglind Kristinsdóttir s: 693-6524, berglind@esveit.is Arnór Bliki Hallmundsson s: 864-8417, hallmundsson@gmail.com
17.10.2025
Fréttir

Landsátak í sundi 1.-30. nóvember 2025

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. - 30. nóvember 2023. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem er öllum landsmönnum opið. Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nýta sundið og þær flottu sundlaugar sem er að finna um land allt.
16.10.2025
Fréttir

Óskað eftir umsóknum um styrk til menningarmála

Velferðar-& menningarnefnd vekur athygli á því að hægt er að sækja um styrk til menningarmála hér á heimasíðu sveitarfélagsins. Rafrænt eyðublað má finna á hlekknum hér í fréttinni og undir dálknum stjórnsýsla – skjöl og útgefið efni – umsóknir.
14.10.2025
Fréttir