Fréttayfirlit

Fjölmenni á opnu húsi í nýju húsnæði Krummakots

Um 300 manns mættu á opið hús í nýtt húsnæði leikskólans Krummakots laugardaginn 11. október, þar sem Eyjafjarðarsveit bauð öllum áhugasömum að koma og skoða bygginguna. Erna Káradóttir, skólastjóri Krummakots, bauð gesti velkomna og þakkaði sérstaklega fyrir gott og árangursríkt samstarf við verktakann B. Hreiðarsson ehf. Að því loknu flutti Hermann Ingi Gunnarsson, oddviti Eyjafjarðarsveitar, stutt ávarp og einnig Ingibjörg Ósk Filippíu-Pétursdóttir fyrir hönd kvenfélaganna í sveitinni. Elstu börn leikskólans tóku svo lagið og fluttu falleg lög sem vakti mikla ánægju viðstaddra. Kvenfélögin Aldan, Iðunn og Hjálpin sáu um veitingar sem voru með glæsilegasta móti og nutu mikilla vinsælda meðal gesta.
13.10.2025
Fréttir

Lokanir í Hrafnatröð - næsti áfangi gatnagerðar

Lokað verður á umferð að norðan inn í Hrafnagilshverfi frá klukkan 9 í dag og verður þá allri umferð innan Bakkatraðar beint um noðrurtengingu, afleggjara Hrafnagils, meðan framkvæmdir eiga sér stað sem áætlað er að taki nokkurn tíma.
13.10.2025
Fréttir

Ferðamálastofa boðar til kynningarfundar á Teams

Ferðamálastofa boðar til kynningarfundar fyrir væntanlega umsækjendur í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Fundurinn er á Teams fimmtudaginn 16. október kl. 13 . Sjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila. Umsóknarfrestur vegna framkvæmda á árinu 2026 er til 4. nóvember næstkomandi. Á fundinum verður meðal annars farið yfir:
10.10.2025
Fréttir

Framkvæmdir við Hrafnatröð – malbikun og takmarkað aðgengi

Í dag (10. október) verður suðurhluti Hrafnatraðar að Íþróttahústengingunni malbikaður. Eftir helgina hefjast jarðvinnu- og undirbúningsframkvæmdir á norðurhluta Hrafnatraðar, þar sem einnig verður göngustígur hækkaður að vestanverðu og undirbúið fyrir malbikun.
10.10.2025
Fréttir

Góðan dag Eyjafjarðarsveit

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2026. Opnað var fyrir umsóknir í dag 7. október og umsóknarfrestur er til kl. 13 þriðjudaginn 4. nóvember 2025. Sjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.
07.10.2025
Fréttir

Fundarboð 663. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 663. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 9. október 2025 og hefst kl. 08:00.
07.10.2025
Fréttir

Ályktun vegna niðurlagningar heilsueflandi heimsókna hjá HSN

Haustfundur Kvenfélagsins Iðunnar í Eyjafjarðarsveit, haldinn 25. september 2025, sendir eftirfarandi áskorun til framkvæmdastjórnar HSN: "Við lýsum áhyggjum og andstöðu við ákvörðun Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) um að leggja niður heilsueflandi heimsóknir til eldri borgara frá og með 1. ágúst 2025.
06.10.2025
Fréttir

OPIÐ HÚS í nýju húsnæði leikskólans Krummakots

Nemendur leikskólans munu syngja við þetta hátíðlega tækifæri kl. 14:15. Eftir sönginn verða flutt nokkur ávörp. Kvenfélögin þrjú í Eyjafjarðarsveit; Aldan, Iðunn og Hjálpin, sjá um veitingar.
06.10.2025
Fréttir

Framkvæmdir á gatnamótum Skólatraðar í dag og næstu daga

Hafnar eru framkvæmdir við gatnamót Skólatraðar sem munu standa yfir fram í næstu viku en þá verður malbikað. Þannig að beðist er velvirðingar á því að nú verður mikil truflun á umferð inn á bílaplan Skólatraðar næstu daga og því æskilegt að allir nýti planið norðan leikskólans á þessu tímabili. Enn meiri röskun verður á umferð þegar farið verður að malbika í næstu viku.
02.10.2025
Fréttir