Fréttayfirlit

Umsóknarfrestur í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra vegna verkefna ársins 2026

Ákveðinn hefur verið umsóknarfrestur í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra vegna verkefna ársins 2026, opnað verður fyrir umsóknir 17. september og stendur umsóknarfresturinn til 22. október kl. 12:00. Vakin er athygli á því að samkvæmt úthlutunarreglur skal umsækjandi hafa skilað lokaskýrslu vegna fyrri verkefna til að ný umsókn verði afgreidd af úthlutunarnefnd, nema sérstaklega sé um annað samið. Ef verkefninu er lokið er hægt að fylla út lokaskýrslu en formið af henni má finna hér. Minni einnig á að geta styrksins í umfjöllun um verkefnið og notast við lógó Sóknaráætlunar sem finna má hér.
14.08.2025
Fréttir

Fundarboð 659. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 659. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 14. ágúst 2025 og hefst kl. 08:00.
12.08.2025
Fréttir

Íþróttavika Evrópu 2025

Undirbúningur er hafinn við skipulagningu Íþróttaviku Evrópu sem haldin er ár hvert frá 23. september til 30. september. Markmið íþróttavikunnar er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi í Evrópu og er hún ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Leitað er til heimamanna sem bjóða upp á hreyfi- eða vellíðunarúrræði að staðaldri og annarra sem hafa áhuga á að bjóða upp á dagskrá í þessari tilteknu viku í anda hennar.
12.08.2025
Fréttir

Göngur og réttir 2025

Fyrri göngur fara fram 4.-7. september. Seinni göngur fara fram 20.-21. september. Hrossasmölun verður 3. október og stóðréttir 4. október.
11.08.2025
Fréttir

Fram í fjörð 9. ágúst 2025 Sveitahátíð í Eyjafjarðarsveit

Viðburðir um alla Eyjafjarðarsveit laugardaginn 9. ágúst frá kl. 10 og síðasti viðburðurinn byrjar 20:20.
07.08.2025
Fréttir

Opinn íbúafundur með innviðaráðherra 12. ágúst

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra boðar til íbúafunda í ágúst í öllum landshlutum til að eiga samráð um málaflokka ráðuneytisins. Tilgangur fundanna er að kalla eftir sjónarmiðum íbúa og sveitarstjórnarfólks um málaflokka ráðuneytisins – samgöngur, sveitarstjórnar- og byggðamál og fjarskipti og stafræna innviði.
06.08.2025
Fréttir

Sundlaugin lokuð frá 11. - 23. ágúst

Vegna framkvæmda í sundlaug Eyjafjarðarsveitar verður hún lokuð frá 11. - 23. ágúst. Skipta á um sundlaugardúk í stóru lauginni og setja upp nýjan heitan pott. Stefnt er að opnun aftur laugardaginn 23. ágúst og þá skv. vetraropnunartíma. Á meðan lokuninni stendur verður íþróttahús og líkamsrækt opin á milli kl. 8 og 15 virka daga en lokað um helgar.
06.08.2025
Fréttir

Álagning fjallskila 2025

Þeir sem halda allt sauðfé og öll hross heima eru beðnir að tilkynna það til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í seinasta lagi föstudaginn 8. ágúst með tölvupósti á póstfangið esveit@esveit.is eða í síma 463-0600. Berist ekki tilkynning er gert ráð fyrir að sauðfé/hrossum hafi verið sleppt á afrétt. Lagt verður á eftir forðagæsluskýrslum þeirra sem sleppa á afrétt.
18.07.2025
Fréttir

Auglýsingablað – næst miðvikudaginn 6. ágúst

Næsta auglýsingablað eftir sumarlokun verður miðvikudaginn 6. ágúst. Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 10:00 þann dag á esveit@esveit.is Nánari upplýsingar um auglýsingar og viðburðadagatalið er að finna á heimasíðunni esveit.is > Auglýsingablað.
15.07.2025
Fréttir

Götuhjólamót föstudaginn 25.júlí

Hjólreiðafélag Akureyrar mun halda götuhjólamót í tímatöku föstudaginn 25. júlí nk. Ráðgert er að ræsing verði við Botnsreit kl. 18 og þaðan verður hjólað fram að Saurbæ. Þar verður snúið við og hjólað til baka. Áætlað er að keppnin taki 3-4 tíma. Hjólreiðafélagið mun sjá um brautargæslu, nauðsynlegar merkingar og hafa látið lögreglu og slökkvilið vita af viðburðinum.
14.07.2025
Fréttir