Umsóknarfrestur í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra vegna verkefna ársins 2026
Ákveðinn hefur verið umsóknarfrestur í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra vegna verkefna ársins 2026, opnað verður fyrir umsóknir 17. september og stendur umsóknarfresturinn til 22. október kl. 12:00. Vakin er athygli á því að samkvæmt úthlutunarreglur skal umsækjandi hafa skilað lokaskýrslu vegna fyrri verkefna til að ný umsókn verði afgreidd af úthlutunarnefnd, nema sérstaklega sé um annað samið.
Ef verkefninu er lokið er hægt að fylla út lokaskýrslu en formið af henni má finna hér. Minni einnig á að geta styrksins í umfjöllun um verkefnið og notast við lógó Sóknaráætlunar sem finna má hér.
14.08.2025
Fréttir