Fréttayfirlit

Fundarboð 663. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 663. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 9. október 2025 og hefst kl. 08:00.
07.10.2025
Fréttir

Ályktun vegna niðurlagningar heilsueflandi heimsókna hjá HSN

Haustfundur Kvenfélagsins Iðunnar í Eyjafjarðarsveit, haldinn 25. september 2025, sendir eftirfarandi áskorun til framkvæmdastjórnar HSN: "Við lýsum áhyggjum og andstöðu við ákvörðun Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) um að leggja niður heilsueflandi heimsóknir til eldri borgara frá og með 1. ágúst 2025.
06.10.2025
Fréttir

OPIÐ HÚS í nýju húsnæði leikskólans Krummakots

Nemendur leikskólans munu syngja við þetta hátíðlega tækifæri kl. 14:15. Eftir sönginn verða flutt nokkur ávörp. Kvenfélögin þrjú í Eyjafjarðarsveit; Aldan, Iðunn og Hjálpin, sjá um veitingar.
06.10.2025
Fréttir

Framkvæmdir á gatnamótum Skólatraðar í dag og næstu daga

Hafnar eru framkvæmdir við gatnamót Skólatraðar sem munu standa yfir fram í næstu viku en þá verður malbikað. Þannig að beðist er velvirðingar á því að nú verður mikil truflun á umferð inn á bílaplan Skólatraðar næstu daga og því æskilegt að allir nýti planið norðan leikskólans á þessu tímabili. Enn meiri röskun verður á umferð þegar farið verður að malbika í næstu viku.
02.10.2025
Fréttir

Hrossasmölun og stóðréttir 2025

Hrossasmölun verður föstudaginn 3. október og stóðréttir í framhaldi þann 4. október kl. 10:00 í Þverárrétt og kl. 13:00 í Melgerðismelarétt.
29.09.2025
Fréttir

Auglýst eftir umsóknum um styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála

Félags- og hagsmunasamtök innflytjenda eru sérstaklega hvött til þess að sækja um. Styrkir verða veittir einstaklingum, félögum, samtökum og opinberum aðilum. Styrkir geta að hámarki numið 75% af áætluðum heildarkostnaði verkefnis. Unnt er að sækja um jafnt á íslensku sem og ensku.
25.09.2025
Fréttir

Fundarboð 662. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 662. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 25. september 2025 og hefst kl. 08:00.
22.09.2025
Fréttir

Íþróttavika Evrópu 23. – 30. september 2025 í Eyjafjarðarsveit

Íþróttavika Evrópu er haldin núna í 10 skiptið og er Eyjafjarðarsveit virkur þátttakandi í verkefninu í ár eins og undanfarin ár. Íþróttavikan er haldin víðsvegar um álfuna í september ár hvert. Markmið hennar er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi í Evrópu og er hún ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Einstaklingum og félagasamtökum sem bjóða upp á hreyfi- og vellíðunarúrræði er boðið að skipuleggja viðburð í íþróttavikunni og hafa íbúar Eyjafjarðarsveitar brugðist vel við eins og áður.
18.09.2025
Fréttir