Hólasandslína 3 - Mat á umhverfisáhrifum
Landsnet undirbýr nú mat á umhverfisáhrifum Hólasandslínu 3. Um er að ræða nýja 220 kV háspennulínu frá Akureyri að Hólasandi. Tilgangur framkvæmdarinnar er að tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi svo það ráði betur við truflanir, auka hagkvæmni í orkuvinnslunni með samtengingu virkjanasvæða og til að mæta þörfum við uppbyggingu og núverandi atvinnustarfsemi á Norður- og Austurlandi. Framkvæmdirnar eru einnig mikilvægar fyrir flutningskerfi landsins í heild sinni þar sem um er að ræða mikilvægan hlekk í styrkingu tengsla milli sterkari hluta þess á suðvesturhorninu og veikari hluta þess austanlands. Línan mun því bæta afhendingaröryggi raforku á Norður- og Austurlandi til muna.
10.01.2017