Fréttayfirlit

Hólasandslína 3 - Mat á umhverfisáhrifum

Landsnet undirbýr nú mat á umhverfisáhrifum Hólasandslínu 3. Um er að ræða nýja 220 kV háspennulínu frá Akureyri að Hólasandi. Tilgangur framkvæmdarinnar er að tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi svo það ráði betur við truflanir, auka hagkvæmni í orkuvinnslunni með samtengingu virkjanasvæða og til að mæta þörfum við uppbyggingu og núverandi atvinnustarfsemi á Norður- og Austurlandi. Framkvæmdirnar eru einnig mikilvægar fyrir flutningskerfi landsins í heild sinni þar sem um er að ræða mikilvægan hlekk í styrkingu tengsla milli sterkari hluta þess á suðvesturhorninu og veikari hluta þess austanlands. Línan mun því bæta afhendingaröryggi raforku á Norður- og Austurlandi til muna.
10.01.2017

Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða leikskólakennara eða starfsmenn með aðra uppeldismenntun.

Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða leikskólakennara eða starfsmenn með aðra uppeldismenntun. Um er að ræða: 100% stöðu í veikindaafleysingar frá 23. janúar til 8. júlí 2017 og 100% staða vegna fæðingarorlofs í apríl n.k. Krummakot er þriggja deilda leikskóli með rúmlega 60 nemendur og eru deildir aldursskiptar. Verið er að innleiða uppeldisstefnuna Jákvæðan aga og markvisst unnið með málrækt, dygðir, umhverfisstarf, hreyfingu, myndlist og tónlist. Leitað er eftir fólki sem hefur gleði og ánægju af að starfa með börnum, býr yfir metnaði og á auðvelt með traust og lipur samskipti. Góð íslenskukunnátta er skilyrði fyrir starfinu.
09.01.2017

Styrkir til meistaranema 2017

Samband íslenskra sveitarfélaga veitir nú í annað sinn allt að þremur meistaranemum styrki til að vinna lokaverkefni á sviði sveitarstjórnarmála sem tengjast stefnumörkun sambandsins 2014-2018. Til úthlutunar er að þessu sinni allt að 750.000 kr. og stefnt er að því að veita þrjá styrki. Rafrænt umsóknarform, verklagsreglur vegna úthlutunar, Stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga 2014-2018, áhersluþættir við styrkveitingar til meistaranema 2017 og Starfsáætlun sambandsins árið 2017 er að finna á vef sambandsins, www.samband.is.
03.01.2017

Opnunartími skrifstofu Eyjafjarðarsveitar

Skrifstofan verður lokuð mánudaginn 2. janúar 2017. Opið verður frá 3. janúar milli kl. 10:00-14:00.
29.12.2016

Opnunartími Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar yfir áramót

Lokað verður laugadaginn 31.12.16 og sunnudaginn 1.01.17 Opnum aftur á nýju ári 2. jan kl. 10:00. Ath. að gjaldskráin hefur lítillega breyst þ.e. stakt gjald fyrir fullorðna hefur hækkað í 700 kr. annað helst óbreytt. Gleðilegt nýtt ár og hlökkum til að sjá ykkur, starfsfólk Íþróttamiðstöðvar
27.12.2016

Opnunartími gámasvæðis yfir áramót

Föstudaginn 30. desember – OPIÐ KL. 13:00-17:00 Laugardaginn 31. desember – LOKAÐ Venjulegur opnunartími eftir áramót þ.e. þriðju-, föstu- og laugard. kl. 13:00-17:00 Sveitarstjóri
27.12.2016

Stóðréttir haustið 2017

Hrossasmölun verður föstudaginn 6. október 2017 og stóðréttir verða laugardaginn 7. október 2017. Fjallskilanefnd
20.12.2016

Tilkynning varðandi nýtt fyrirkomulag á greiðslum húsnæðisbóta (áður húsaleigubætur)

Þann 1. janúar 2017 taka gildi lög nr. 75/2016 um húsnæðisbætur og falla þá úr gildi lög nr. 138/1997 um húsaleigubætur. Markmið nýju laganna er að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda með greiðslu húsnæðisbóta vegna leigu á íbúðarhúsnæði og draga úr aðstöðumun á húsnæðismarkaði.
07.12.2016

Sorphirða raskast í þessari viku

Af óviðráðanlegum orsökum raskast sorphirða í þessari viku. Vonir standa til að sorphirðu verði lokið fyrir helgi. Gámaþjónusta Norðurlands biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
05.12.2016

Fundarboð 489. fundar sveitarstjórnar

489. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 6. desember 2016 og hefst kl. 15:00
02.12.2016