Fréttayfirlit

Ársreikningur 2016

Á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar 10. maí 2017, var lagður fram ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2016. Fyrirliggjandi ársreikningur endurspeglar sterka stöðu Eyjafjarðarsveitar.
11.05.2017

Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit vill ráða starfsfólk - framtíðarstarf

Um er að ræða stöður deildarstjóra, 100% og sérkennslustjóra, 30%. Leikskólinn er staðsettur í Hrafnagilshverfinu, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar, í umhverfi sem hefur upp á einstaka möguleika að bjóða til útináms og hreyfingar. Deildir eru þrjár og nemendur rúmlega 60 á aldrinum eins til sex ára. Unnið er í samræmi við uppeldisstefnu Jákvæðs aga og markvisst unnið með málrækt og læsi, dygðir, umhverfisstarf, hreyfingu og tónlist.
10.05.2017

Orlofsferðir húsmæðra 2017-2018

19.-21. maí verður farið með rútu til Borgarfjarðar. Gist á Hótel Bifröst. Skoðunarferðir um Borgarfjörð. Grímseyjarferð með Ambassador 22. júní farið kl. 18:00 frá Akureyri og komið til baka um kl. 00:30. Hvala- og lundaskoðun farið yfir heimskautsbaug. Borðað í félagsheimili Grímseyjar áður en farið er til baka. Helgarferð á Löngumýri 3.-5. nóv. Prjónanámskeið, harðangur o.fl. Vorferð til Cardiff 26. apríl - 1. maí 2018. Flogið verður með Icelandair frá Akureyri.
10.05.2017

Fundarboð 496. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

496. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 10. maí 2017 og hefst kl. 15:00
08.05.2017

Hjólreiðafélag Akureyrar heldur mót á laugardaginn

Hjólreiðafélag Akureyrar mun standa fyrir fyrsta hjólreiðamóti ársins núna á laugardaginn 6. maí. Þetta mót er svo kallað Time Trial eða TT mót og eru keppendum startað einum í einu og snýst keppninn um að hjóla sem hraðaðst frá afleggjaranum við Kjarnaskóg í gegn um Hrafnagil þar sem snúið verður við og til baka. Vonandi sjá heimamenn sér fært að koma og fylgjast með en gert er ráð fyrir fyrstu keppendum inn á Hrafnagil kl. 10:20 og mótinu lokið kl. 12:00
03.05.2017

Freyvangur 60 ára

Félagsheimilið Freyvangur var vígt að kvöldi sumardagsins fyrsta, 25. apríl árið 1957 og er því 60 ára um þessar mundir.
28.04.2017

Eyfirski safnadagurinn

Eyfirski safnadagurinn verður haldinn á morgun, sumardaginn fyrsta. Opið er á Smámunasafninu frá kl. 13-17 og frítt er inn.
19.04.2017

Sorphirða raskast í dag

Tilkynning frá Gámaþjónustunni: Af óviðráðanlegum ástæðum seinkar sorphirðu á endurvinnslutunnum sem vera átti í dag. Reynt verður að klára hringinn í fyrramálið 20.apríl.
19.04.2017

Páskaopnun safna við Eyjafjörð

Smámunasafn Sverris Hermannssonar verður opið alla páskana milli kl. 13-17. Páskaeggjaleit verður alla dagana á safninu.
12.04.2017

Fundarboð 495. fundar sveitarstjórnar

495. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 12. apríl 2017 og hefst kl. 15:00
10.04.2017