Fréttayfirlit

Íþrótta- og hreyfistyrkur 2017

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar hefur sent út ávísanir á íþrótta- og hreyfistyrk til allra barna 6-17 ára. Athygli er vakin á að bréfið er ávísunin og má nota hana upp í æfingagjöld og fleira skv. reglum um íþrótta- og hreyfistyrk. Með þessu fyrirkomulagi er vonast til að nýting á styrkjunum verði almennari og verði um leið hvatning til barna og ungmenna að hreyfa sig.
05.04.2017

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar verður opin alla páskana

Opið er á Pálmasunnudag kl. 10:00-17:00. Opið verður 13. - 17. apríl kl. 10:00-20:00. Hlökkum til að sjá ykkur, starfsfólk Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar
05.04.2017

Íbúafundurinn - Hvernig er að vera barn í Eyjafjarðarsveit

Foreldrafélög Hrafnagilsskóla, Krummakots og Ungmennafélagið Samherjar boðuðu til fundar um málefni barna í Eyjafjarðarsveit. Fundurinn var haldinn í Laugarborg 14. mars síðastliðinn og mættu 52 íbúar. Miklar umræður sköpuðust og var almennt góður andi yfir fundinum. Helstu niðurstöður voru þær að mikil ánægja er með samstarf milli Ungmennafélagsins, leik-, grunn- og tónlistarskóla. Margir kostir felast í litlum skólum og samfélagi. Persónuleg tengsl eru meiri og þjónustustigið hátt. Eitt af því sem var nefnt að betur mætti fara er að fundir með foreldrum og starfsfólki væru fleiri og betur sóttir.
05.04.2017

Læstir þú heima hjá þér?

Vart hefur orðið við fólk í óskilgreindum könnunarleiðangri heim að íbúðarhúsi hér í sveit og hafði nokkuð sem ætla verður óeðlilegan áhuga á fasteignum. Af þessu tilefni er því beint til íbúa að fylgjast með sínu umhverfi og skilja hús ekki eftir ólæst. Skrifstofan
04.04.2017

Tilmæli frá Veiðifélagi Eyjafjarðarár

Veiðifélag Eyjafjarðarár mælist til þess að efnistaka úr og við Eyjafjarðará fari ekki fram á veiðitíma árinnar, sem er frá 1. apríl til 15. maí og síðan frá 21. júní til 30. september.
24.03.2017

Fundarboð 494. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 494. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 22. mars 2017 og hefst kl. 15:00
17.03.2017

Hvernig er að vera barn í Eyjafjarðarsveit?

Hagsmunafélög barnanna bjóða ykkur til kaffisamsætis í Laugarborg, þriðjudaginn 14. mars 2017 kl. 20:00. Fáum okkur tíu dropa, gæðum okkur á kökum og kruðiríi og spjöllum um börnin okkar. Ræðum um nærumhverfið, skólana, tómstundir, uppeldi og heilsu barnanna og annað sem brennur á ykkur. Hvað má gera meira/minna af? Hvernig sveitasamfélag viljum við skapa? Allir velkomnir sem vilja láta sig málið varða. Foreldrafélag Hrafnagilsskóla, Foreldrafélag Krummakots og Ungmennafélagið Samherjar
09.03.2017

Framlengdur umsóknarfrestur: Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit vill ráða starfsfólk - framtíðarstarf

Um er að ræða tvær 100% stöður leikskólakennara/leiðbeinanda Leikskólakennari, leikskólaliði eða starfsmaður með aðra menntun sem nýtist í starfi og/eða reynslu af vinnu með ungum börnum óskast til starf í leikskólann Krummakot. Frekari upplýsingar veitir Hugrún Sigmundsdóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang hugruns@krummi.is. Umsóknarfrestur er til og með 17. mars 2017. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst.
03.03.2017

Opið fyrir umsóknir á Handverkshátíð 2017

Nú er hægt að sækja um þátttöku á Handverkshátíð 2017. Handverkshátíðin fer fram dagana 10.-13. ágúst.
21.02.2017

Leikskólinn Krummakot óskar eftir leikskólakennurum til starfa

Um er að ræða 100% stöðu vegna leyfis og aðra 100% stöðu vegna fæðingarorlofs. Leikskólinn er staðsettur í Hrafnagilshverfinu, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar, í umhverfi sem hefur upp á einstaka möguleika að bjóða til útivistar og hreyfingar. Deildir eru þrjár og nemendur rúmlega 60 á aldrinum eins til sex ára. Unnið er í samræmi við uppeldisstefnu Jákvæðs aga og markvisst unnið með málrækt og læsi, dygðir, umhverfisstarf, hreyfingu og tónlist.
21.02.2017