Fréttayfirlit

Miðaldadagar árið 1317

Hvernig væri að bregða sér til miðalda? Kannski til ársins 1317? Það er hægt á Gásum rétt utan við Akureyri á Miðaldadögum 14. til 16. júlí. Gásir er einn helsti verslunarstaður á Norðurlandi á miðöldum frá c.a 1100-1600. Hvergi eru varðveittar jafnmiklar mannvistarleifar frá verslunarstað frá þessum tíma.
11.07.2017

ÚTBOÐ HJÓLREIÐA- OG GÖNGUSTÍGUR, EYJAFJARÐARSVEIT

Eyjafjarðarsveit óskar eftir tilboðum í verkið Hjólreiða- og göngustígur í Eyjafjarðarsveit. Verkið felur í sér lagningu 7.200 metra hjólreiða- og göngustíg, frá bæjarmörkum Akureyrar að Hrafnagili, ásamt lengingu stálröraræsa, endurnýjun og gerð nýrra ræsa undir stíg og lagfæringar á girðingum
06.07.2017

Nýr leikskólastjóri Krummakots

Gengið hefur verið frá ráðningu nýs leikskólastjóra. Það er hún Erna Káradóttir sem hefur verið ráðin til starfsins og mun hún hefja störf í ágúst.
05.07.2017

Leikskólastjóri óskast í leikskólann Krummakot

Eyjafjarðarsveit auglýsir lausa til umsóknar stöðu leikskólastjóra í leikskólanum Krummakoti. Leitað er eftir jákvæðum og drífandi leiðtoga með framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
20.06.2017

Matráður óskast í leikskólann Krummakot

Laust er til umsóknar starf matráðs við leikskólann Krummakot í Eyjafjarðarsveit, um er að ræða 100% stöðu frá 8. ágúst 2017.
20.06.2017

Umsjónarmaður Eignasjóðs Eyjafjarðarsveitar

Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða umsjónarmann Eignasjóðs Eyjafjarðarsveitar. Starfið felst í almennri umsjón fasteigna sveitarfélagsins og umhverfis, eftirliti með ástandi eigna og gerð fjárhagsáætlana.
13.06.2017

Kvennahlaup ÍSÍ 2017

Kvennahlaupið fer fram sunnudaginn 18. júní kl. 11.00. Upphitun hefst stundvíslega kl. 10.30 fyrir framan Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar. Í boði verður að hlaupa 2,5 og 5 km. Hlaupið verður á yfir 100 stöðum hérlendis og erlendis. Hreyfing er lykillinn að góðri heilsu og nærir líkama og sál. Við hvetjum því allar konur til að mæta í Kvennahlaupið og njóta þess að hreyfa sig, hver á sínum hraða og forsendum. Skráning í hlaupið hefst í Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar fimmtudaginn 15. júní. Verð á bolum er 2.000 kr. fyrir 13 ára og eldri og 1.000 kr. fyrir 12 ára og yngri. Vonumst til að sem flestar konur og karlar taki daginn frá og hlaupi með okkur. Frítt í sund fyrir þátttakendur að hlaupi loknu.
13.06.2017

Fundarboð 498. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

498. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 14. júní 2017 og hefst kl. 15:00
09.06.2017

Grunnskólakennari

Óskum eftir að ráða grunnskólakennara að Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit. Ráðningin er tímabundin í eitt ár. Um er að ræða 80-100% kennarastöðu á yngsta stigi og ráðið er frá 1. ágúst 2017. Hrafnagilsskóli er grunnskóli í dreifbýli u.þ.b. 12 km. fyrir innan Akureyri og eru u.þ.b. 150 nemendur í skólanum. Uppeldisstefna Hrafnagilsskóla er Jákvæður agi og áhersla er lögð á teymisvinnu.
29.05.2017

Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar 2016 staðfestur.

Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2016 tekin til síðari umræðu og samþykktur samhljóða. Heildartekjur A og B hluta voru 877,4 m. kr., sem er um 9,4% hækkun frá fyrra ári, heildarútgjöld án fjármagnsliða, voru 864,6 m.kr en það er um 6,3% hækkun frá fyrra ári. Rekstrarniðurstaða A og B hluta fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 81,9 m.kr.
26.05.2017