Fréttayfirlit

Frá Hjálparsveitinni Dalbjörgu


Samningur milli Slökkviliðs Akureyrar og Hjálparsveitarinnar Dalbjargar

Þann 15. desember undirrituðu Þorbjörn Haraldsson slökkviliðsstjóri og Helgi Schiöth félagi í Hjálparsveitinni Dalbjörg samstarfssamning milli Slökkviliðs Akureyrar og Hjálparsveitarinnar Dalbjargar.
Sjá frétt á heimasíðu Hjálparsveitarinnar Dalbjargar.
17.12.2008

Fjárhagsáætlun 2009

Síðari umræða um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

Í dag föstudag er til síðari umræðu fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2009.  Vaninn er að við gerð áætlana eru þær nánast fullmótaðar þegar til seinni umræðu kemur og á ég því ekki von á breytinum á tillögunni. Í ljósi þess ætla ég að fara yfir helstu áherslur og efnisatriði sem mest snerta íbúana og teljast til skerðingar á þjónustu.
12.12.2008

Félagsþjónusta og úrræði á tímum þrenginga


Nú er sá tími að við verðum öll að leggjast á eitt til að hjálpa hvert öðru.  Ég veit að fólk tregt til að bera vandræði sín á borð fyrir aðra en ef við gerum það ekki þá er erfitt að veita hjálp.  Ég vil hvetja þá sem sjá framá vandræði í fjármálum eða húsnæðismálum að láta vita í tíma.  Eyjafjarðarsveit er með samning við fjölskyldudeild Akureyrar um liðveislu og aðstoð við íbúa sveitarinnar og þjónustan er öllum opin.  Viðtalstímar eru pantaðir í síma 460 1420./GJ

Akureyrarbær hefur á heimasíðu sinni sett upp svo kallað ráðgjafatorg. Vefslóð þess er  http://www.akureyri.is/radgjafartorg
12.12.2008

Hjá Höddu - Undir Kerlingu

Jólabazar - helgina 13.og 14. desember, kl. 12.00-16.00.

image001

 

10.12.2008

Aðventukvöld í Grundarkirkju 7. desember

Aðventukvöld verður í Grundarkirkju sunnudagskvöldið 7. desember n. k. kl. 21:00.

Ræðumaður kvöldins verður Brynhildur Bjarnadóttir

Nemendur frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar flytja tónlistaratriði

Kirkjukór Laugalandsprestakalls og Skólakór Hrafnagilsskóla syngja.

07.12.2008

Saurbæjarkirkja 150 ára

  Ssaurbaejarkirkja2_120aurbæjarkirkja í Eyjafirði er 150 ára um þessar mundir. Haldið var upp á það sunnudaginn 30. nóvember s. l.
Saurbæjarkirkja er ein örfárra torfkirkna í landinu en séra Einar Thorlacius sem uppi var á árunum 1790-1870 lét reisa hana árið 1858. Hún er friðlýst og í umsjá þjóðminjavarðar.

Benjamín Baldursson á Ytri-Tjörnum sendi okkur nokkrar myndir sem hann tók við það tilefni.

05.12.2008

Gamli bærinn Laufási

laufasbaer_120 Undirbúningur jólanna í Gamla bænum Laufási

Jólastemning fortíðarinnar verður endurlífguð sunnudaginn 7. desember frá 13:30 – 16 í Gamla bænum Laufási við utanverðan Eyjafjörð. Þá mun gestum og gangandi gefast kostur á því að fylgjast með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla sveitasamfélaginu.
05.12.2008

Aðventukvöld í Grundarkirkju 7. desember

Aðventukvöld verður í Grundarkirkju sunnudagskvöldið 7. desember n. k. kl. 21:00.

Nánar auglýst síðar.

05.12.2008

Aðventuævintýri og sveitarómantík

akjadventu_net_400
Fram að jólum verður aðventustemning og rómantík um alla Eyjafjarðarsveit.

01.12.2008

Samstaða um fjárhagsáætlun 2009

Í vinnu við gerð fjárhagsáætlana fyrir árið 2009 fór á stað naflaskoðun á öllum útgjöldum sveitarsjóðs.  Boðað var til vinnufunda allra nefnda og stjórnenda sveitarfélagsins síðastliðinn laugardag.    Góð mæting nefndarmanna og ágætlega skipulögð dagskrá skilaði góðri vinnu þennan dag.   Á þessum vinnufundum voru allir útgjaldaliðir nefnda skoðaðir og krufðir til mergjar.

28.11.2008