Fréttayfirlit

Varúðarmerkingum Vegagerðarinnar rænt við Þverá

Blikkljósum auk merkinga Vegagerðarinnar við Þverá hefur verið rænt af svæðinu en þeim er ætlað að auka öryggi vegfaranda þar sem vegurinn fór í sundur og í aðkomu að gömlu brúni.
29.09.2021
Fréttir

Sundlaugin opin allan daginn 1. okt. og 7. okt.

Föstudaginn 1. október er starfsdagur í skólanum og fimmtudaginn 7. október er foreldradagur í skólanum. Þessa daga verður sundlaugin opin allan daginn þ.e. föstudaginn 1. okt. kl. 06:30-19:00 og fimmtudaginn 7. okt. kl. 6:30-22:00. Hlökkum til að sjá ykkur. Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar.
28.09.2021
Fréttir

Ertu með hugmynd að verkefni og vantar aðstoð?

Opnað verður fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra þann 4. október og af því tilefni verða ráðgjafar frá SSNE, Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, á ferð um landshlutann vikuna 4. - 7. október til að veita persónulega ráðgjöf um næstu skref. Skráning fer fram hér en ráðgjöfin er ykkur að kostnaðarlausu.
24.09.2021
Fréttir

Gangnaseðlar hrossasmölunar 2021

Hrossasmölun verður 1. október og stóðréttir í framhaldi þann 2. október kl. 10:00 í Þverárrétt og kl. 13:00 í Melgerðismelarétt. Gangnaseðlar eru aðgengilegir hér (verða ekki sendir út): Gangnaseðill hrossa frá Vaðlaheiði að Mjaðmá 2021 Gangnaseðill hrossa frá Möðruvallafjalli að Skjóldalsá 2021 Gangnaseðill hrossa frá Skjóldalsá að Ytrafjalli 2021
24.09.2021
Fréttir

Gjöf frá Kvenfélaginu Iðunni

Kvenfélagið Iðunn kom færandi hendi á dögunum og afhenti íþróttamiðstöðinni göngugrind að gjöf. Göngugrindin er til afnota fyrir gesti sundlaugar og íþróttahúss og mun án efa koma að góðum notum. Endilega spyrja eftir grindinni í afgreiðslunni ef þið viljið nota hana, til þess er hún. Í miðju Covid fengum við aðra að gjöf frá Iðunnarkonum. Það voru sturtusæti sem þegar hafa verið sett upp í báðum klefum, einnig í fjölnota klefa. Þessi sæti hafa komið sér vel fyrir þá sem þurfa á smá hvíld að halda af og til. Þökkum enn og aftur kærlega fyrir þessar veglegu gjafir sem munu koma sér mjög vel fyrir gesti íþróttamiðstöðvarinnar. Erna Lind, forstöðumaður íþróttamiðstöðvar.
21.09.2021
Fréttir

Hrossasmölun og stóðréttir

Hrossasmölun verður 1. október og stóðréttir í framhaldi þann 2. október kl. 10:00 í Þverárrétt og kl. 13:00 í Melgerðismelarétt. Gangaseðlar verða birtir á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar. Fjallskilanefnd.
21.09.2021
Fréttir

Því miður verður lokað í sundlauginni í dag, mánudag, og í fyrramálið, þriðjudagsmorgun kl. 6:30-8:00

Opnum sundlaugina aftur kl. 14:00 á morgun, þriðjudag.
20.09.2021
Fréttir

Fyrsta skóflustunga viðbyggingar við Hrafnagilsskóla

Í dag var fyrsta skóflustugnan tekin af viðbyggingu við Hrafnagilsskóla, fimmtíu árum eftir að fyrsta skóflustunga af Hrafnagilsskóla var tekin. Stærð viðbyggingarinnar verður um 1.900m2 og mun húsið að lokum meðal annars hýsa leikskóla, grunnskóla, fjölnota sali, bókasafn, upplýsingaver, aðstaða til tónlistaiðkunar og kennslu, félagsmiðstöð og líkamsræktaraðstöðu.
19.09.2021
Fréttir

Sundlaug - Lokun um helgina

Sundlaugin verður aðeins opin kl. 10:00-16:00 á laugardaginn og LOKUÐ á sunnudaginn. Þetta er vegna notkunar á sterkum efnum við lagningu á nýju gólfi í íþróttahúsi. Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar
16.09.2021
Fréttir

Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 - auglýsing á afgreiðslu sveitarstjórnar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti þann 26. ágúst 2021 breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2021 sem felur í sér að aðveituæð kalds vatns sem liggur frá Vaðlaheiðargöngum eftir Leiruvegi til Akureyrar er færð inn á skipulagsuppdrátt. Í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 telst breytingin óveruleg.
16.09.2021
Fréttir Aðalskipulagsauglýsingar