Fréttir og tilkynningar

Takmarkaður snjómokstur framan miðbrautar þar til veðri slotar

Veðurútlit er með þeim hætti að ólíklegt má telja að snjómokstur verði framan Miðbrautar eftir hádegi á þriðjudag og þar til veðri slotar á fimmtudagsmorgun. Tilkynnt verður á heimasíðunni þegar snjómostur hefst aftur.
Fréttir

Skólahald, íþróttamiðstöð, skrifstofur og önnur starfsemi sveitarfélagsins lokar klukkan 12:00 á þriðjudag.

Hrafnagilsskóli, leikskólinn Krummakot, íþróttamiðstöð, skrifstofur, bókasafn og gámasvæði sveitarfélagsins munu loka klukkan 12:00 í dag, þriðjudag, vegna óvenju illskuveðurs og útlits fyrir slæma færð á vegum.
Fréttir

Aðvörun vegna veðurs

Kæru sveitungar við hvetjum alla til að fylgjast vel með færð og veðurspá næstu daga. Foreldrar og forráðamenn barna í leik- og grunnskóla eru sérstaklega beðnir um að vera vakandi fyrir upplýsingum frá skólunum en líklegt má telja að rask verði á skólastarfi og akstri á næstu dögum.
Fréttir

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2020 og 2021-2023 samþykkt í sveitarstjórn

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2020 og árin 2021 - 2023 var tekin til síðari umræðu og samþykkt samhljóða í sveitarstjórn 6. desember.
Fréttir

Viðburðir í Eyjafjarðarsveit

Fleiri viðburðir