Fréttir og tilkynningar

Íþrótta- og tómstundastyrkur barna

Eyjafjarðarsveit veitir foreldrum/forráðamönnum barna og ungmenna á aldrinum 6-17 ára styrki vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar. Meginmarkmið íþrótta- og tómstundastyrkja er að stuðla að aukinni hreyfingu og félagsþátttöku barna í sveitarfélaginu. Styrkur er veittur vegna æfinga- og þátttökugjalda fyrir börn á aldrinum 6-17 ára með lögheimili í Eyjafjarðarsveit. Styrkhæft er hvers konar reglulegt íþrótta- og tómstundastarf. Fjárhæð styrks er ákveðin ár hvert í sveitarstjórn að fengnum tillögum frá íþrótta- og tómstundanefnd. Styrkur nemur aldrei hærri fjárhæð en sem nemur greiddum gjöldum.
Fréttir

Taktu þátt og hafðu áhrif

Það getur þú gert með því að taka þátt í íbúakönnun landshlutanna sem er nú í gangi um allt land. Þetta er sagt vegna þess að hún hefur hingað til nýst okkur hjá landshlutasamtökunum í að meta og hafa yfirlit yfir raunverulega stöðu okkar á landsbyggðinni. Það hefur mótað áherslur í starfi okkar og breytt forgangsröð þess. Einnig hefur hún nýst inn í hverskonar stefnumótun sem landshlutasamtökin hafa þurft að fara í og leggur því línurnar inn í framtíðina sem er mikilvægt í málum sem vinna þarf stöðugt að yfir langan tíma. Og að síðustu hafa upplýsingarnar nýst okkur í hagsmunabaráttu fyrir landshlutana. Fólk tekur mark á upplýsingum sem koma frá miklum fjölda fólks þar sem söfnun og úrvinnsla er faglega unnin. Þegar fólk setst niður með gögn sem þessi er hlustað.
Fréttir

Íþróttastarfsemi áfram fyrir leik- og grunnskólakrakka

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar verður áfram lokuð fyrir íþróttaiðkun þeirra sem ekki eru á leik- og grunnskólaaldri og sundlaug verður opin almenningi frá klukkan 16:00 mánudag - miðvikudags í þessari viku en verður vegna skólafría opin frá klukkan 8:00 að morgni fimmtudags og föstudags.
Fréttir

Tvö ný tilfelli í dag - bæði í sóttkví

Samkvæmt upplýsingum frá aðgerðarstjórn greindust tvö ný tilfelli síðastliðinn sólarhring í sveitarfélaginu og eru nú sjö í sóttkví. Þeir aðilar sem greindust jákvæðir reyndust báðir vera í sóttkví en annar þeirra starfar innan skrifstofu sveitarfélagsins og er því kominn í einangrun. Aðrir starfsmenn skrifstofunnar hafa greinst neikvæðir og því lausir úr sóttkví. Skrifstofa sveitarfélagsins opnar aftur á mánudag. 
Fréttir

Viðburðir í Eyjafjarðarsveit