Fréttayfirlit

Sorphirða frestast til morguns

Af óviðráðanlegum orsökum þarf að fresta sorphirðu sem að átti að vera í dag fram á morgundaginn.
11.09.2017

Auglýst eftir umsóknum í Fræðslu- og verkefnasjóð UMSE

Seinni úthlutun ársins 2017 fer fram 1. nóvember. Sjóðurinn hefur frá stofnun stutt vel við margvísleg verkefni. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að öflugara starfi hjá UMSE og aðildarfélögum þess. Sjóðurinn styrkir ýmis verkefni í innra starfi UMSE – svo sem: -Útbreiðslu- og kynningarstarf í því skyni að gera UMSE sýnilegra og vekja athygli á fjölþættu starfi sambandsins.-Fræðslustarf – m.a. námskeiðshald og fyrirlestra fyrir þjálfara, leiðbeinendur, starfsmenn og/eða dómara, félagsmenn og iðkendur innan UMSE. -Önnur verkefni sem sjóðsstjórn metur að séu til þess fallin að efla innra starf UMSE.
08.09.2017

Samgönguráðherra tekur skóflustungu að nýjum göngu- og hjólreiðastíg í Eyjafjarðarsveit

Síðastliðinn laugardag tók Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, fyrstu skóflustunguna að nýjum göngu- og hjólreiðastíg sem tengir Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit og Akureyri. Skóflustungan var aðalefni 500. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar sem haldinn var úti undir beru lofti að viðstöddum fulltrúum Vegagerðarinnar, hjólreiðamönnum og öðrum gestum. Þetta, ásamt ljósleiðaratengingu allra heimila, er eitt stærsta framkvæmdaverkefni Eyjafjarðarsveitar á kjörtímabilinu en sveitarfélagið stendur að framkvæmdinni við stíginn ásamt Vegagerðinni.
07.09.2017

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar

Námskeið í Yoga verður haldið í Hyldýpinu í vetur. Verður það haldið á mánudögum og miðvikudögum frá klukkan 17:30 til 18:30 í 10 vikur. Námskeið hefst 11. september nk. Sundleikfimisnámskeið verður haldið í sundlauginni að Hrafnagilshverfi. Verður það haldið á mánudögum og miðvikudögum frá klukkan 18:30 til 19:30 í 10 vikur. Námskeið hefst 11. september nk. Verð á hvort námskeið fyrir sig er 19.000 kr Skráningar eru í síma 863-5839 / Marjolyn
07.09.2017

Fundarboð 501. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

501. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 7. september 2017 og hefst kl. 15:00
07.09.2017

Smámunasafn Sverris Hermannssonar

Smámunasafn Sverris Hermannssonar Lokað verður fimmtudaginn 7. september. Opið verður á föstudaginn 8. september milli kl. 13:00-17:00. Dagana 9.-16. september verður opið milli kl. 11:00-17:00. Síðasti opnunardagur haustsins verður laugardagurinn 16. september, nánar auglýst síðar.
05.09.2017

Sveitarstjórn - hátíðarfundur

500. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður sérstakur hátíðarfundur. Hann verður haldinn undir bláum himni á væntanlegu vegstæði nýs göngu- og hjólastígs. Á dagskrá fundarins er eitt mál, nr. 1101011, hjóla- og göngustígur milli Hrafnagilshverfis og Akureyrar. Nánar tilgreint verður fundurinn laugardaginn 2. september kl. 10:30 árdegis norðan við Hrafnagilshverfi.
01.09.2017

Vetraropnun íþróttamiðstöðvar

Vetraropnun hefur tekið gildi í íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar. Opið er virka daga frá kl.06.30-21.00 og um helgar frá kl.10.00-17.00.
28.08.2017

Matráður óskast í leikskólann Krummakot

Laust er til umsóknar starf matráðs við leikskólann Krummakot í Eyjafjarðarsveit, um er að ræða 100% stöðu. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Í starfinu felst umsjón með mötuneyti leikskólans; að framreiða í matar- og kaffitímum, frágangur og þrif auk annarra tilfallandi verkefna. Hádegismatur er aðkeyptur úr mötuneyti Eyjafjarðarsveitar sem er til húsa við Hrafnagilsskóla.
24.08.2017

Gangnaseðlar 2017

Gangnaseðlar verða sendir út föstudaginn 25. ágúst, en þá má einnig nálgast hér.
23.08.2017