Fréttayfirlit

Smámunasafnið lokað 23. ágúst vegna óviðráðanlegra orsaka.

Vegna óviðráðanlegra orsaka verður Smámunsafn Sverris Hermannssonar lokað miðvikudag 23. ágúst. Opið verður fimmtudaginn 24. ágúst kl. 11:00-17:00.
23.08.2017

Göngur og réttardagar 2017

1. göngur verða laugardag og sunnudag 2.-3. september og 9.-10. september. 2. göngur verða 16.-17. september og 23.-24. september. Hrossasmölun verður föstudaginn 6. október. Stóðréttir verða 7. október. Ef efni eru til eftirleitar skal miðað við að þær verði farnar eigi síðar en 20. október.
22.08.2017

Fundarboð 499. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

499. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 17. ágúst 2017 og hefst kl. 15:00
15.08.2017

Handverkshátíðin í Eyjafjarðarsveit er nú haldin í 25. skiptið

Handverkshátíðin í Eyjafjarðarsveit er nú haldin í 25. skiptið og við fögnum þessum tímamótum á margvíslegan hátt með veglegri Handverkshátið.
08.08.2017

Við minnum áhugasama á fyrirlestur í kvöld 8.ágúst í Hrafnagilsskóla, í norðurálmu kl. 20:00.

UR BJÖRK - handverk í heimsklassa! Knut Östgård er heiðursgestur Handverkshátíðar 2017. Knut kom verkefninu á laggirnar en það hafði lengi verið draumur hans „að smíða úr heilu birkitré“. Þegar 21 smiður í viðbót hafði ákveðið hvað skyldi smíðað fengu allir umbeðinn hluta af einu birkitré. Sumir ákváðu að einbeita sér að einum eða fáum hlutum en aðrir völdu að smíða eins marga hluti og mögulegt var.
08.08.2017

Opnunartími sundlaugar um Verslunarmannahelgina

Sundlaug Eyjafjarðarsveitar verður opin milli kl. 10:00 - 20:00 alla verslunarmannahelgina og á frídegi verslunarmanna.
02.08.2017

Tilboð opnuð í 1. áfanga göngu- og hjólastígs í Eyjafjarðarsveit

Tilboð voru opnuð í fyrri áfanga nýs hjóla- og göngustígs frá Hrafnagilshverfi að Akureyri í dag, 31. júlí 2017. Framkvæmdin mun auka öryggi og draga stórlega úr slysahættu vegfarenda.
31.07.2017

Hátíð á Smámunasafninu sunnudaginn 30. júlí 2017

14 ára afmæli Smámunasafnsins, 50% afsláttur af aðgöngumiðum, glæsilegt kaffihlaðborð að hætti kvenfélagsins Hjálparinnar, leiðsögn um Saurbæjarkirkju og flóamarkaður í bílskúrnum.
28.07.2017

Handverkshátíð 2017

Handverkshátíðin í Eyjafjarðarsveit er nú haldin i 25. skiptið og við fögnum þessum tímamótum á margvíslegan hátt með veglegri Handverkshátið. Handverkshátíð hefur löngu sannað tilvist sína sem vettvangur þar sem hittist handverksfólk víðs vegar að af landinu, skemmra sem lengra komnir, einstaklingar sem handverkshópar. Sú var einmitt hugmyndin að baki hátíðinni í upphafi – að leiða fólk saman sem deildi þeirri sameiginlegu sýn að efla íslenskt handverk og tryggja að þekking á gömlu íslensku handverki færðist milli kynslóða.
28.07.2017

Sýningin UR BJÖRK

Sunnudaginn 30. júlí kl. 12 opnar sænska farandsýningin UR BJÖRK, eða úr birki, í Hrafnagilsskóla. Að sýningunni standa 22 handverksmenn og -konur sem skiptu á milli sín heilu birkitré og fengu það hlutverk að nýta allt efnið með frjálsum huga og höndum. Sýningin er fengin hingað í tengslum við Handverkshátíðina og verður opin frá 30. júlí til 13. ágúst kl. 12-18. Miðaverð er 500 kr. fyrir fullorðna eða armband sem gildir á Handverkshátíðina, 1.000 kr.
26.07.2017