Fréttayfirlit

Ráðstefna um lífrænan úrgang

Ráðstefnan verður haldin í Gunnarsholti á Rangárvöllum 20. mars og þar verður fjallað vítt og breitt um lífrænan úrgang en ekki síst um möguleika til nýtingar hans, meðal annars til landgræðslu, skógræktar og annarrar ræktunar.
11.03.2015

Fréttabréf Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar er komið út

Fréttabréf Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar er nú komið út. Félagið er öflugt og töluverð vinna farin í gang síðan á síðasta aðalfundi félgsins og hér má les það helsta sem er á döfinni.
02.03.2015

FUNDARBOÐ 460. fundar sveitarstjórnar

460. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 4. mars 2015 og hefst kl. 15:00
02.03.2015

Rafmagnslaust að hluta í Eyjafjarðarsveit

Vegna vinnu við línu verður rafmagnslaust í Eyjafirði frá Litla-Hamri að Öxnafelli á morgun föstudaginn 20. febrúar frá kl. 10:30-11:30
19.02.2015

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á Handverkshátíð 2015

Nú er hægt að sækja um þátttöku á Handverkshátíð 2015. Rafrænt umsóknareyðublað er að finna undir "Umsókn" efst í valstikunni. Umsóknarfresturinn rennur út 1. apríl n.k.. Niðurstaða valnefndar liggur fyrir þann 6. maí 2015. Öllum umsóknum verður svarað.
10.02.2015

Álagning fasteignagjalda 2015

Eyjafjarðarsveit sendir ekki út álagningarseðla fyrir fasteignagjöldum. Álagningarseðlar eru birtir rafrænt á vefsíðunni island.is undir "Mínar síður". Innskráning er með veflykli ríkisskattstjóra eða rafrænum skilríkjum. Gjalddagar fasteignagjalda eru fimm frá 1. febrúar til 1. júní. Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og fellur allur skattur ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Sé fjárhæð fasteignagjalda undir kr. 25.000 er gjalddagi þeirra 1. febrúar.
06.02.2015

FUNDARBOÐ 459. fundar sveitarstjórnar

459. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 11. febrúar 2015 og hefst kl. 15:00.
06.02.2015

Nýr fréttavefur í Eyjafjarðarsveit; markvert.is

Búið er að hleypa af stokkunum fréttavef fyrir íbúa Eyjafjarðarsveitar á slóðinni www.markvert.is. Það eru þeir Karl Jónsson og synir hans á Öngulsstöðum 3 sem standa að vefnum. Íbúarnir sjálfir eru fréttamennirnir og eigendur og umsjónarmenn síðunnar sjá um að koma efninu á framfæri. Kíkið endilega á síðuna, kynnið ykkur ritstjórnarstefnu okkar og byrjið að senda okkur efni.
01.02.2015

Fundu flöskuskeyti

Hópur barna úr elsta árgangi Krummkots og 1. bekk Hrafnagilsskóla komu í dag á sveitarskrifstofuna til að hitta sveitarstjórann að máli. Erindið var að spyrja nokkurra spurninga um sjóræningja en börnin höfðu fundið flöskuskeyti í Eyjafjarðará sem ónefndir sjóræningjar höfðu sent.
27.01.2015

Ólöf María kjörinn íþróttamaður UMSE 2014

Í gær var kjöri íþróttamanns UMSE lýst að Rimum í Svarfaðardal. Af því tilefni voru að venju veittar viðurkenningar til þess íþróttafólks sem hafði unnið til Íslands- eða bikarmeistaratitla, unnið sigur á Landsmótum UMFÍ, sett Íslandsmet eða verið valið í landslið, afreks- eða úrvalshópa sérsambanda. Samtals voru veittar viðurkenningar til 52 einstaklinga. Ber það merki um hversu öflugt starf fer fram hjá aðildarfélögum UMSE, jafnt hjá yngri sem eldri iðkendum.
23.01.2015